Sport

Benzema tæpur fyrir leikinn gegn Tottenham

Karim Benzema mun mögulega missa af fyrri leik Real Madrid og Tottenham í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í vináttulandsleik Frakklands og Króatíu fyrr í vikunni.

Fótbolti

Eigandi Sauber ánægður með fyrsta mót Sergio Perez frá Mexíkó

Sergio Perez frá Mexíkó keppti í sínu fyrsta Formúlu 1 móti í Ástralíu á sunnudaginn með Sauber liðinu og náði sjöunda sæti, hvað aksturstíma varðar. En hann og Kamui Kobayashi voru dæmdir úr leik, þar sem bílar Sauber liðsins voru taldir ólöglegir eftir keppni. Kobayahsi varð í áttunda sæti, en árangur beggja var þurrkaður út eftir keppnina.

Formúla 1

A-landslið karla: Leikið við Ungverja í ágúst

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er nánast frágengið að Ísland muni spila vináttulandsleik við Ungverja hinn 10. ágúst næstkomandi. Leikurinn fer fram ytra en það hefur tíðkast undanfarin ár að landsliðið spili á Laugardalsvelli í ágústmánuði.

Íslenski boltinn

Aron: Fyrsti kostur að þjálfa á Íslandi næsta vetur

Aron Kristjánsson er á heimleið eftir tæpa ársdvöl í Þýskalandi þar sem hann var að þjálfa hjá úrvalsdeildarliðinu Hannover-Burgdorf. Honum var sagt upp störfum hjá félaginu fyrir nokkrum vikum en er enn á fullum launum þar sem samningur hans rennur út árið 2012.

Handbolti

Hrafn: Lögðum mikla áherslu á það að keyra upp hraðann

Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, gat verið mjög ánægður með sitt lið eftir frábæran 18 stiga sigur á Keflavík í Toyota-höllinni í kvöld. KR-liðið hefur þar með unnið fjóra fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og getur sópað út öðru Reykjanesbæjarliðinu í röð með sigri í þriðja leiknum á föstudagskvöldið.

Körfubolti

Guðjón: Veturinn undir í næsta leik

"Þetta var bara ömurlegt og við klúðrum leiknum í fjórða leikhluta," sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur eftir 18 stiga tap á móti KR á heimavelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi þeirra í Iceland Express deildinni. KR gerði út um leikinn með því að vinna lokaleikhlutann 32-17 en liðið vann leikinn 105-87.

Körfubolti

Karen: Átti ekki von á svona stórum sigri

Karen Knútsdóttir fór á kostum með Fram í kvöld er liðið vann stórsigur á Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna. Karen skoraði 10 mörk í leiknum og lék á alls oddi.

Handbolti

Walker: Vil að mótherjarnir hræðist mig

Marcus Walker átti enn einn stórleikinn með KR þegar liðið vann 18 stiga sigur á Keflavík í Toyota-höllinni í kvöld en KR er komið í 2-0 í einvíginu og getur tryggt sér sæti lokaúrslituum með sigri á heimavelli á föstudagskvöldið.

Körfubolti

Pavel: Við erum mjög sterkir andlega

Pavel Ermolinskij átti flottan leik í kvöld þegar KR komst í 2-0 í undanúrslitaeinvíginu á móti Keflavík eftir sannfærandi 18 stiga sigur í Keflavík í gærkvöldi. Pavel endaði leikinn með 17 stig, 15 fráköst, 8 stoðsendingar og 5 stolna bolta.

Körfubolti

Umfjöllun: Sannfærandi hjá KR sem er komið í 2-0

KR-ingar eru einum sigurleik frá úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir sannfærandi 18 stiga sigur á Keflavík, 87-105, í Toyota-höllinni í kvöld. KR varð þar með fyrsta liðið til að vinna Keflvíkinga á heimavelli á árinu 2011.

Körfubolti

Lokaskot Loga geigaði

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings eru komnir í sumarfrí eftir naumt tap, 88-90, á heimavelli gegn Svíþjóðarmeisturum Norrköping Dolphins.

Körfubolti

Marcus Walker með 21,7 stig að meðaltali í seinni hálfleik

KR-ingurinn Marcus Walker hefur farið á kostum í úrslitakeppninni til þessa og á mikinn þátt í því að bikarmeistararnir hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína. Walker er með 29,0 stig að meðaltali í leik í þessum þremur leikjum en það er þó fyrst í seinni hálfleikjum leikjanna þar sem að hann fer fyrst á flug. KR heimsækir Keflavík í kvöld og getur þar komist í 2-0 í undanúrslitaeinvígi liðanna.

Körfubolti

Deildarmeistaralaus lokaúrslit í fyrsta sinn í fjórtán ár

Njarðvíkurkonur tryggðu sér sæti í lokaúrslitum í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppni kvenna þegar þær slógu út deildarmeistara Hamars í oddaleik í Hveragerði í gærkvöldi. Þetta er aðeins í annað skiptið í 19 ára sögu úrslitakeppninnar sem deildarmeistarar komast ekki í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn en síðast gerðist það fyrir fjórtán árum.

Körfubolti

Raul ætlar að vera áfram hjá Schalke

Spánverjinn Raul ætlar að halda tryggð við Schalke og vera áfram hjá tímabilinu á næsta ári þrátt fyrir að knattspyrnustjóri liðsins, Felix Magath, hafi verið rekinn á dögunum.

Fótbolti