Sport

Wenger vill ekki dvelja við vonbrigðin

Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, segir að lið sitt megi ekki dvelja frekar við vonbrigðin sem dunið hafa á liðinu að undanförnu. Arsenal gerði 0-0 jafntefli við Blackburn í gær og er nú sjö stigum á eftir Manchester United í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

Enski boltinn

Ince rekinn frá Notts County

Paul Ince er hættur sem knattspyrnustjóri hjá Notts County. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð og hefur ekki skorað mark úr opnum leik í síðustu átta leikum. Liðið er nú í 19. sæti í ensku c-deildinni og er í fallbaráttu.

Enski boltinn

Guðjón Valur skoraði sjö mörk

Guðjón Valur Sigurðsson stimplaði sig inn í lið Rhein-Neckar Löwen í dag með því að skora sjö mörk er lið hans, Rhein-Neckar Löwen, vann öruggan sigur á Melsungen á útivelli, 37-28.

Handbolti

Veðbankar hafa trú á Tiger fyrir Masters

Þrátt fyrir að Tiger Woods hafi verið langt frá sínu besta að undanförnu á golfvellinum þá virðast veðbankar hafa óbilandi trú á því að hann blandi sér í baráttuna um sigurinn í fyrsta risamóti ársins í golfinu, Masters mótinu sem hefst næsta fimmtudag.

Golf

Helgi Már með 11 stig í sigri Uppsala

Körfuknattleikskappinn Helgi Magnússon skoraði 11 stig í sigri Uppsala gegn Södertälje Kings, 79-60, í 8-liða úrslitum í sænsku deildinni. Þar með náðu Helgi og félagar að knýja fram oddleik í einvígi þessara liða en staðan er nú 2-2.

Körfubolti

Tímabilið líklega búið hjá Hutton

Bakvörðurinn Alan Hutton hjá Tottenham þarf að fara að hnéaðgerð sem þýðir að tímabilið er líklega búið hjá þessum skoska varnarmanni. Hutton hefur verið í byrjunarliðinu hjá Tottenham í vetur en bætist nú á langan meiðslalista hjá Lundrúnarliðinu.

Enski boltinn

Mickelson sjóðheitur fyrir titilvörnina á Masters

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson var sjóðheitur í gær á Houston Open mótinu sem fram fer á bandarísku PGA-mótaröðinni í Texas. Mickelson er efstur í mótinu ásamt landa sínum Scott Verplank eftir að hafa leikið á 63 höggum í gær eða níu höggum undir pari. Hann jafnaði þar með vallarmetið á Redstone vellinum í Houston.

Golf

Verður Rooney dæmdur í bann fyrir munnsöfnuð?

Wayne Rooney gæti verið á leiðinni í leikbann því enska knattspyrnusambandið mun taka fyrir á morgun hvort að Rooney eigi skilið að fara í bann fyrir munnsöfnuð sem hann lét dynja yfir myndavél eftir að hann skoraði þrennu gegn West Ham í gær. Manchester United vann leikinn 4-2 eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Enski boltinn

City lék sér að Sunderland

Manchester City lék sér að Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag og vann öruggan sigur, 5-0. City er þar með komið í vænlega stöðu með að tryggja sér Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð.

Enski boltinn

Eiður Smári vermdi tréverið í sigri Fulham

Eiður Smári Guðjohnsen kom ekkert við sögu í sigri Fulham á Blackpool í ensku úrvalsdeildinni í dag, 3-0. Bobby Zamora kom Fulham yfir á 23. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði hann forystuna fyrir heimamenn í Fulham.

Enski boltinn

Jón Arnór með fjögur stig í tapi Granada

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í spænska körfuknattleiksliðinu Granada, töpuðu í dag fyrir stórliðinu Real Madrid í spænsku deildinni, 65-73. Jón Arnór lék 24 mínútur í liði Granada og skoraði fjögur stig, tók fimm fráköst og gaf eina stoðsendingu.

Körfubolti

Tímabilinu lokið hjá Kolbeini?

Gertjan Verbeek, knattspyrnustjóri AZ Alkmaar, sagði mögulegt að Kolbeinn Sigþórsson hefði spilað sinn síðasta leik með liðinu á þessu tímabili. Þetta kom fyrst fram á fótbolti.net.

Fótbolti

Ancelotti gefst ekki upp

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að sínir menn eigi enn möguleika á enska meistaratitlinum þrátt fyrir að vera nú ellefu stigum á eftir toppliði Manchester United.

Enski boltinn

Pato með tvö í sigri Milan

AC Milan vann í kvöld gríðarmikilvægan sigur á Inter í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. Brasilíumaðurinn Pato skoraði tvö mörk í 3-0 sigri.

Fótbolti