Sport Kristján: Ekki hægt að kvarta undan svona byrjun "Það er ekki hægt að kvarta undan því að vinna FH, margfalda Bikar-og Íslandsmeistara í fyrsta leik,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld. Íslenski boltinn 2.5.2011 22:21 Heimir: Verðum að mæta grimmari til leiks "Við byrjuðum þennan leik svosem ágætlega, en síðan kemst Valur í takt við leikinn og eftir það sáum við ekki til sólar,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir ósigurinn í kvöld. Íslenski boltinn 2.5.2011 22:17 Heimir: Gaman í lokin Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, segir að það hafi verið kærkomin tilbreyting að vinna fyrsta leik á Íslandsmóti en það hefur ekki gengið vel síðustu ár. Íslenski boltinn 2.5.2011 21:53 Kristján: Tryggvi leiðinlegur á velli en skilar sínu Kristjáni Haukssyni, fyrirliða Fram, fannst eðlilega ekkert sérstakt að horfa á Tryggva Guðmundsson fagna dramatísku sigurmarki á Hásteinsvelli í kvöld. Íslenski boltinn 2.5.2011 21:40 Þórarinn: Gerist ekki sætara Þórarinn Ingi Valdimarsson átti stóran þátt í sigurmarki ÍBV gegn Stjörnunni í kvöld og lék ágætlega fyrir Eyjaliðið. Íslenski boltinn 2.5.2011 21:33 Þorvaldur: Dómgæslan féll ekki með okkur Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var að vonum svekktur eftir að hafa fengið á sig mark gegn ÍBV í uppbótartíma og tapað. Íslenski boltinn 2.5.2011 21:27 Tryggvi: Nú fer ég að spranga fyrir alla leiki Tryggvi Guðmundsson var hetja ÍBV í kvöld er hann tryggði Eyjamönnum dramatískan sigur á Fram í opnunarleik Pepsi-deildar karla. Sigurmark Tryggva kom í lok uppbótartíma. Tryggvi sprangaði fyrir lesendur Vísis fyrr í dag og sá undirbúningur er kominn til að vera. Íslenski boltinn 2.5.2011 21:08 FIA framlengdi frest Barein til 3. júní FIA, aþjóðabílasambandið tilkynnti í kvöld að bílasambandið í Barein og mósthaldarar á Barein brautinni fái frest til þriðja júní að sækja aftur um að halda Formúlu 1 mót í Barein á þessu ári. Fyrri frestur til til umsóknar rann út í gær, en mótið átti upphaflega að fara fram 15. mars. Því var frestað vegna pólitísks ástands í landinu. Formúla 1 2.5.2011 19:42 Miðstöð Boltavaktarinnar - allir leikirnir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum á að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í Pepsi-deild karla samtímis. Íslenski boltinn 2.5.2011 18:30 Hitzfeld: Mourinho er búinn að skaða nafn Real Madrid Ottmar Hitzfeld, fyrrum þjálfari Bayern München, er allt annað en sáttur með leikfræði og hegðun Poprtúgalans Jose Mourinho í tengslum við fyrri undanúrslitaleik Real Madrid og Barcelona. Hitzfeld er á því að með því að spila algjöra varnartaktík og ásaka Barcelona-menn síðan um svindl eftir 0-2 tap hafi Mourinho skaðað hið góða nafn Real Madrid. Fótbolti 2.5.2011 18:15 Umfjöllun: Dramatískur sigur Grindavíkur í Kórnum Grindavík lenti 2-0 undir gegn Fylki en svaraði með þremur mörkum í síðari hálfleik og fagnaði þar með afar sætum sigri. Íslenski boltinn 2.5.2011 17:52 Umfjöllun: Valsmenn unnu Íslandsmeistaraefnið Valsmenn byrja Íslandsmótið af miklum krafti en þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu FH, 1-0, á Vodafone-vellinum í kvöld, en FH-ingum hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum af öllum helstu spámönnum landsins um knattspyrnu. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði eina mark leiksins. Íslenski boltinn 2.5.2011 17:49 Umfjöllun: Varamaðurinn Jóhann Birnir kláraði Stjörnuna Keflvíkingar gengu sáttari af velli en Stjörnumenn að loknum fyrsta leik liðanna á Íslandsmótinu 2011. 4-2 sigur Keflavíkur hafðist eftir miklar sveiflur. Tvívegis komust Garðbæingar yfir en Keflvíkingar jöfnuðu jafnharðann. Íslenski boltinn 2.5.2011 17:45 Margrét Lára bæði markahæst og stoðsendingahæst Margrét Lára Viðarsdóttir hefur byrjað tímabilið frábærlega með Kristianstad í sænska kvennafótboltanum. Margrét Lára átti þátt í öllum þremur mörkum Kristianstad í 3-1 útisigri á Piteå í gær og hefur nú komið með beinum hætti að sex af níu mörkum síns liðs í fyrstu fjórum umferðunum. Fótbolti 2.5.2011 17:30 UEFA hlustar ekki á kvartanir Real Madrid og Barcelona UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, vill ekki aðhafast neitt í kvörtunum Real Madrid og Barcelona í kjölfarið á fyrri undanúrslitaleik liðanna í síðustu vikur og hefur ennfremur staðfest það að rauða spjald Pepe muni standa. Pepe verður því í banni í seinni leiknum á morgun. Fótbolti 2.5.2011 16:45 Umfjöllun: Tryggvi stal senunni Það má aldrei gleyma Tryggva Guðmundssyni í teignum. Það sannaðist enn og aftur í kvöld þegar hann skoraði dramatískt sigurmark á elleftu stundu gegn Fram í opnunarleik Pepsi-deildarinnar. Íslenski boltinn 2.5.2011 16:39 Fiskifloti Eyjamanna á leið í land - allir á leið á völlinn Höfnin í Vestmannaeyjun er að hreinlega að fyllast tveim tímum fyrir leik ÍBV og Fram. Allir sjómennirnir eru að drífa sig í land svo þeir nái leiknum. Íslenski boltinn 2.5.2011 16:28 Valsmenn urðu meistarar þegar þeir unnu FH síðast á heimavelli Lengjubikar- og Reykjavíkurmeistarar Valsmanna taka á móti FH-ingum í stórleik kvöldsins í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla en leikurinn fer fram á Vodafone-vellinum klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 2.5.2011 16:00 Tryggvi Guðmunds sprangar á leikdegi Hinn afar hressi sóknarmaður ÍBV, Tryggvi Guðmundsson, var í miklu stuði þegar Vísir hitti á hann í Vestmannaeyjum þremur tímum fyrir leik ÍBV og Fram í Pepsi-deild karla sem er opnunarleikur deildarinnar í ár. Íslenski boltinn 2.5.2011 15:47 Evra: Við vorum alltof góðir við Arsenal-menn Patrice Evra segir að það hafi vantað alla hörku í lið Manchester United í tapinu á móti Arsenal í London í gær. United átti tækifæri til að stíga stórt skref í átt að meistaratitlinum en tapið þýðir að Chelsea á möguleika á að taka toppsætið af United með sigri á Old Trafford um næstu helgi. Enski boltinn 2.5.2011 15:30 Enn óljóst hvort Formúlu 1 mót verður í Barein 2011 Frestur sem FIA, alþjóðabílasambandið gaf Formúlu 1 mótshöldurum í Barein til að sækja aftur um mót á þessu ári rann út í gær. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins átti upphaflega fara fram 15. mars í Barein. Vegna póltísks ástands í landinu var því frestað, en FIA gaf mótshöldurum færi á því til sunnudagsins 1. maí að sækja um að koma mótinu á síðar á árinu. Formúla 1 2.5.2011 15:19 Eyjamönnum gengur illa í fyrsta leik á móti liðum Þorvaldar ÍBV og Fram mætast í kvöld á Hásteinsvelli í fyrsta leik Pepsi-deildar karla í sumar en leikurinn hefst klukkan 18.00 eða einum klukkutíma og korteri áður en hinir þrír leikir kvöldsins fara í gang. Breiðablik-KR átti að vera opnunarleikur mótsins en það breyttist þegar Kópavogsvöllurinn var ekki leikfær í gær. Íslenski boltinn 2.5.2011 14:45 Rosberg: Fyrstu þrjú mótin eins og rússibanareið tilfinninga Michael Schumacher og Nico Rosberg hjá Mercedes hafa ekki náð því flugi, sem Mercedes liðið vonaðist eftir. En þeir eru ekki meðal efstu manna í stigamóti ökumanna eftir þrjú fyrstu mótin. Mercedes bíllinn hefur ekki reynst eins öflugur og til stóð í upphafi, en virkaði þó betur í síðustu keppni, en í fyrstu tveimur mótum ársins. Mercedes keppir í Tyrklandi um næstu helgi. Formúla 1 2.5.2011 14:44 Ferguson ætlar að fríska upp á United-liðið á miðvikudaginn Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, ætlar að hvíla menn í seinni leiknum á móti Schalke í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Framundan er "úrslitavika" á Old Trafford þar sem United-liðið getur bæði komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem og nánast tryggt sér sigur í ensku deildinni. Enski boltinn 2.5.2011 14:15 Heidfeld telur Renault eiga meira inni Nick Heidfeld og Vitaly Petrov mæta galvaskir í næsta Formúlu 1 mót, sem verður í Tyrklandi um næstu helgi. Báðir hafa nælt í bronsverðlaun í móti á árinu, en þremur mótum er lokið. Heidfeld tók sæti Robert Kubica fyrir tímabilið hjá Renault, vegna óhapps sem Kubica lenti í þegar hann tók þátt í rallkeppni í vetur. Formúla 1 2.5.2011 13:56 Sandro skoraði fallegsta mark helgarinnar í enska boltanum Brasilíumaðurinn Sandro hjá Tottenham skoraði fallegasta mark helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en valnefnd enska boltans hefur eins og vanalega tekið saman hvaða fimm mörk stóðu upp úr í leikjum helgarinnar. Það er hægt að sjá flottustu mörkin með því að smella hér fyrir ofan. Enski boltinn 2.5.2011 13:30 Rhein Neckar Löwen mætir Barcelona í undanúrslitunum Rhein Neckar Löwen, lið Guðmundar Guðmundsson, þarf að fara í gegnum spænska liðið Barcelona ætli það sér að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í handbolta en það er nýbúið að draga í höfuðstöðum EHF. Ciudad Real og HSV Hamburg mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Handbolti 2.5.2011 13:13 Dalglish ánægður með Suarez: Kemur alltaf brosandi á æfingar Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hrósaði Úrúgvæmanninum Luis Suarez mikið eftir 3-0 sigurinn á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær. Eins og undanförnu fór allt í gegnum Suarez í sóknarleik Liverpool-liðsins. Enski boltinn 2.5.2011 13:00 FH-ingar ætla að lýsa öllum leikjum sínum beint á netinu FH-ingar ætla að auka við þjónustu sína við stuðningmenn í sumar með því að bjóða upp á lýsingar á netinu af öllum leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Fyrsta útsendingin verður í kvöld þegar FH heimsækir Valsmenn í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. Íslenski boltinn 2.5.2011 12:15 Edda flutt nefbrotin á sjúkrahús í sigrinum á Umeå í gær Edda Garðarsdóttir lenti í slæmu samstuði við samherja á lokamínútunum í 1-0 sigri á Umeå í sænska kvennaboltanum í gær en lið hennar Örebro vann þá bæði fyrsta leik sinn á tímabilinu um leið og það varð fyrsta liðið til þess að vinna lið Umeå á tímabilinu. Fótbolti 2.5.2011 11:30 « ‹ ›
Kristján: Ekki hægt að kvarta undan svona byrjun "Það er ekki hægt að kvarta undan því að vinna FH, margfalda Bikar-og Íslandsmeistara í fyrsta leik,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld. Íslenski boltinn 2.5.2011 22:21
Heimir: Verðum að mæta grimmari til leiks "Við byrjuðum þennan leik svosem ágætlega, en síðan kemst Valur í takt við leikinn og eftir það sáum við ekki til sólar,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir ósigurinn í kvöld. Íslenski boltinn 2.5.2011 22:17
Heimir: Gaman í lokin Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, segir að það hafi verið kærkomin tilbreyting að vinna fyrsta leik á Íslandsmóti en það hefur ekki gengið vel síðustu ár. Íslenski boltinn 2.5.2011 21:53
Kristján: Tryggvi leiðinlegur á velli en skilar sínu Kristjáni Haukssyni, fyrirliða Fram, fannst eðlilega ekkert sérstakt að horfa á Tryggva Guðmundsson fagna dramatísku sigurmarki á Hásteinsvelli í kvöld. Íslenski boltinn 2.5.2011 21:40
Þórarinn: Gerist ekki sætara Þórarinn Ingi Valdimarsson átti stóran þátt í sigurmarki ÍBV gegn Stjörnunni í kvöld og lék ágætlega fyrir Eyjaliðið. Íslenski boltinn 2.5.2011 21:33
Þorvaldur: Dómgæslan féll ekki með okkur Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var að vonum svekktur eftir að hafa fengið á sig mark gegn ÍBV í uppbótartíma og tapað. Íslenski boltinn 2.5.2011 21:27
Tryggvi: Nú fer ég að spranga fyrir alla leiki Tryggvi Guðmundsson var hetja ÍBV í kvöld er hann tryggði Eyjamönnum dramatískan sigur á Fram í opnunarleik Pepsi-deildar karla. Sigurmark Tryggva kom í lok uppbótartíma. Tryggvi sprangaði fyrir lesendur Vísis fyrr í dag og sá undirbúningur er kominn til að vera. Íslenski boltinn 2.5.2011 21:08
FIA framlengdi frest Barein til 3. júní FIA, aþjóðabílasambandið tilkynnti í kvöld að bílasambandið í Barein og mósthaldarar á Barein brautinni fái frest til þriðja júní að sækja aftur um að halda Formúlu 1 mót í Barein á þessu ári. Fyrri frestur til til umsóknar rann út í gær, en mótið átti upphaflega að fara fram 15. mars. Því var frestað vegna pólitísks ástands í landinu. Formúla 1 2.5.2011 19:42
Miðstöð Boltavaktarinnar - allir leikirnir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum á að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í Pepsi-deild karla samtímis. Íslenski boltinn 2.5.2011 18:30
Hitzfeld: Mourinho er búinn að skaða nafn Real Madrid Ottmar Hitzfeld, fyrrum þjálfari Bayern München, er allt annað en sáttur með leikfræði og hegðun Poprtúgalans Jose Mourinho í tengslum við fyrri undanúrslitaleik Real Madrid og Barcelona. Hitzfeld er á því að með því að spila algjöra varnartaktík og ásaka Barcelona-menn síðan um svindl eftir 0-2 tap hafi Mourinho skaðað hið góða nafn Real Madrid. Fótbolti 2.5.2011 18:15
Umfjöllun: Dramatískur sigur Grindavíkur í Kórnum Grindavík lenti 2-0 undir gegn Fylki en svaraði með þremur mörkum í síðari hálfleik og fagnaði þar með afar sætum sigri. Íslenski boltinn 2.5.2011 17:52
Umfjöllun: Valsmenn unnu Íslandsmeistaraefnið Valsmenn byrja Íslandsmótið af miklum krafti en þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu FH, 1-0, á Vodafone-vellinum í kvöld, en FH-ingum hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum af öllum helstu spámönnum landsins um knattspyrnu. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði eina mark leiksins. Íslenski boltinn 2.5.2011 17:49
Umfjöllun: Varamaðurinn Jóhann Birnir kláraði Stjörnuna Keflvíkingar gengu sáttari af velli en Stjörnumenn að loknum fyrsta leik liðanna á Íslandsmótinu 2011. 4-2 sigur Keflavíkur hafðist eftir miklar sveiflur. Tvívegis komust Garðbæingar yfir en Keflvíkingar jöfnuðu jafnharðann. Íslenski boltinn 2.5.2011 17:45
Margrét Lára bæði markahæst og stoðsendingahæst Margrét Lára Viðarsdóttir hefur byrjað tímabilið frábærlega með Kristianstad í sænska kvennafótboltanum. Margrét Lára átti þátt í öllum þremur mörkum Kristianstad í 3-1 útisigri á Piteå í gær og hefur nú komið með beinum hætti að sex af níu mörkum síns liðs í fyrstu fjórum umferðunum. Fótbolti 2.5.2011 17:30
UEFA hlustar ekki á kvartanir Real Madrid og Barcelona UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, vill ekki aðhafast neitt í kvörtunum Real Madrid og Barcelona í kjölfarið á fyrri undanúrslitaleik liðanna í síðustu vikur og hefur ennfremur staðfest það að rauða spjald Pepe muni standa. Pepe verður því í banni í seinni leiknum á morgun. Fótbolti 2.5.2011 16:45
Umfjöllun: Tryggvi stal senunni Það má aldrei gleyma Tryggva Guðmundssyni í teignum. Það sannaðist enn og aftur í kvöld þegar hann skoraði dramatískt sigurmark á elleftu stundu gegn Fram í opnunarleik Pepsi-deildarinnar. Íslenski boltinn 2.5.2011 16:39
Fiskifloti Eyjamanna á leið í land - allir á leið á völlinn Höfnin í Vestmannaeyjun er að hreinlega að fyllast tveim tímum fyrir leik ÍBV og Fram. Allir sjómennirnir eru að drífa sig í land svo þeir nái leiknum. Íslenski boltinn 2.5.2011 16:28
Valsmenn urðu meistarar þegar þeir unnu FH síðast á heimavelli Lengjubikar- og Reykjavíkurmeistarar Valsmanna taka á móti FH-ingum í stórleik kvöldsins í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla en leikurinn fer fram á Vodafone-vellinum klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 2.5.2011 16:00
Tryggvi Guðmunds sprangar á leikdegi Hinn afar hressi sóknarmaður ÍBV, Tryggvi Guðmundsson, var í miklu stuði þegar Vísir hitti á hann í Vestmannaeyjum þremur tímum fyrir leik ÍBV og Fram í Pepsi-deild karla sem er opnunarleikur deildarinnar í ár. Íslenski boltinn 2.5.2011 15:47
Evra: Við vorum alltof góðir við Arsenal-menn Patrice Evra segir að það hafi vantað alla hörku í lið Manchester United í tapinu á móti Arsenal í London í gær. United átti tækifæri til að stíga stórt skref í átt að meistaratitlinum en tapið þýðir að Chelsea á möguleika á að taka toppsætið af United með sigri á Old Trafford um næstu helgi. Enski boltinn 2.5.2011 15:30
Enn óljóst hvort Formúlu 1 mót verður í Barein 2011 Frestur sem FIA, alþjóðabílasambandið gaf Formúlu 1 mótshöldurum í Barein til að sækja aftur um mót á þessu ári rann út í gær. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins átti upphaflega fara fram 15. mars í Barein. Vegna póltísks ástands í landinu var því frestað, en FIA gaf mótshöldurum færi á því til sunnudagsins 1. maí að sækja um að koma mótinu á síðar á árinu. Formúla 1 2.5.2011 15:19
Eyjamönnum gengur illa í fyrsta leik á móti liðum Þorvaldar ÍBV og Fram mætast í kvöld á Hásteinsvelli í fyrsta leik Pepsi-deildar karla í sumar en leikurinn hefst klukkan 18.00 eða einum klukkutíma og korteri áður en hinir þrír leikir kvöldsins fara í gang. Breiðablik-KR átti að vera opnunarleikur mótsins en það breyttist þegar Kópavogsvöllurinn var ekki leikfær í gær. Íslenski boltinn 2.5.2011 14:45
Rosberg: Fyrstu þrjú mótin eins og rússibanareið tilfinninga Michael Schumacher og Nico Rosberg hjá Mercedes hafa ekki náð því flugi, sem Mercedes liðið vonaðist eftir. En þeir eru ekki meðal efstu manna í stigamóti ökumanna eftir þrjú fyrstu mótin. Mercedes bíllinn hefur ekki reynst eins öflugur og til stóð í upphafi, en virkaði þó betur í síðustu keppni, en í fyrstu tveimur mótum ársins. Mercedes keppir í Tyrklandi um næstu helgi. Formúla 1 2.5.2011 14:44
Ferguson ætlar að fríska upp á United-liðið á miðvikudaginn Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, ætlar að hvíla menn í seinni leiknum á móti Schalke í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Framundan er "úrslitavika" á Old Trafford þar sem United-liðið getur bæði komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem og nánast tryggt sér sigur í ensku deildinni. Enski boltinn 2.5.2011 14:15
Heidfeld telur Renault eiga meira inni Nick Heidfeld og Vitaly Petrov mæta galvaskir í næsta Formúlu 1 mót, sem verður í Tyrklandi um næstu helgi. Báðir hafa nælt í bronsverðlaun í móti á árinu, en þremur mótum er lokið. Heidfeld tók sæti Robert Kubica fyrir tímabilið hjá Renault, vegna óhapps sem Kubica lenti í þegar hann tók þátt í rallkeppni í vetur. Formúla 1 2.5.2011 13:56
Sandro skoraði fallegsta mark helgarinnar í enska boltanum Brasilíumaðurinn Sandro hjá Tottenham skoraði fallegasta mark helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en valnefnd enska boltans hefur eins og vanalega tekið saman hvaða fimm mörk stóðu upp úr í leikjum helgarinnar. Það er hægt að sjá flottustu mörkin með því að smella hér fyrir ofan. Enski boltinn 2.5.2011 13:30
Rhein Neckar Löwen mætir Barcelona í undanúrslitunum Rhein Neckar Löwen, lið Guðmundar Guðmundsson, þarf að fara í gegnum spænska liðið Barcelona ætli það sér að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í handbolta en það er nýbúið að draga í höfuðstöðum EHF. Ciudad Real og HSV Hamburg mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Handbolti 2.5.2011 13:13
Dalglish ánægður með Suarez: Kemur alltaf brosandi á æfingar Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hrósaði Úrúgvæmanninum Luis Suarez mikið eftir 3-0 sigurinn á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær. Eins og undanförnu fór allt í gegnum Suarez í sóknarleik Liverpool-liðsins. Enski boltinn 2.5.2011 13:00
FH-ingar ætla að lýsa öllum leikjum sínum beint á netinu FH-ingar ætla að auka við þjónustu sína við stuðningmenn í sumar með því að bjóða upp á lýsingar á netinu af öllum leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Fyrsta útsendingin verður í kvöld þegar FH heimsækir Valsmenn í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. Íslenski boltinn 2.5.2011 12:15
Edda flutt nefbrotin á sjúkrahús í sigrinum á Umeå í gær Edda Garðarsdóttir lenti í slæmu samstuði við samherja á lokamínútunum í 1-0 sigri á Umeå í sænska kvennaboltanum í gær en lið hennar Örebro vann þá bæði fyrsta leik sinn á tímabilinu um leið og það varð fyrsta liðið til þess að vinna lið Umeå á tímabilinu. Fótbolti 2.5.2011 11:30