Handbolti

Rhein Neckar Löwen mætir Barcelona í undanúrslitunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Guðmundsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Rhein Neckar Löwen, lið Guðmundar Guðmundsson, þarf að fara í gegnum spænska liðið Barcelona ætli það sér að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í handbolta en það er nýbúið að draga í höfuðstöðum EHF. Ciudad Real og HSV Hamburg mætast í hinum undanúrslitaleiknum.

Rhein Neckar Löwen tryggði sér sæti í undanúrslitunum með glæsilegum sigri á franska liðinu Montpellier í seinni leik liðanna í átta liða úrslitunum en Barcelona sló út Alfreð Gíslason og lærisveina hans í Kiel.

Rhein Neckar Löwen er búið að spila tvisvar sinnum við Barcelona í Meistaradeildinni á þessu tímabili, Löwen vann fyrst 31-30 sigur á Spáni en liðin gerðu síðan 38-38 jafntefli í Þýskalandi.

Undanúrslitaleikirnir fara báðir fram í Lanxess-höllinni í Köln 28.maí og úrslitaleikurinn verður síðan spilaður á sama stað daginn eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×