Sport

Kuldaleg veðurspá um helgina

Það verður að segjast eins og er þegar helgarspáin er skoðuð að það kemur til með að vera vetrarlegt við flesta veiðistaði á norður, vestur og austurlandi alveg fram yfir helgi. Það er spáð snjókomu og slyddu og hitinn gæti farið niður fyrir frostmark víða. Þetta gæti sett strik í reikninginn varðandi veiði enda oft lítið tökustuð þegar lofthitinn og vatnshitinn hrapar við þessar aðstæður, þá sérstaklega í ljósi þess að þetta er spá sem nær yfir nokkra daga.

Veiði

Webber vill komast á efsta þrep verðlaunapallsins á Spáni á ný

Mark Webber vann spænska kappaksturinn á Katalóníu brautinni á Spáni í fyrra og keppir á ný með Red Bull um helgina ásamt forystumanni stigamótsins, Sebastian Vettel. Webber var fremstur á ráslínu á brautinni fyrir kappaksturinn í fyrra og nýtti það vel, en síðustu 10 sigurvegarar mótins á Spáni hafa verið fremstir á ráslínu í upphafi kappakstur

Formúla 1

PSV og Twente vilja líka fá Kolbein

Það ætlar að ganga erfiðlega fyrir Kolbein Sigþórsson að ganga í raðir Ajax en hann er sagður hafa gert munnlegt samkomulag við félagið um fjögurra ára samning. Hollenskir fjölmiðlar fjalla nú um stöðu mála á hverjum degi og í morgun er sagt að PSV og Twente hafi lýst yfir áhuga á að kaupa Íslendinginn unga.

Fótbolti

Paul di Resta: Verðum að taka framfaraskref

Formúlu 1 nýliðinn Paul di Resta hlakkar til mótsins á Spáni um helgina, sem fer fram á Katalóníu brautinni sem er í 35 km fjarlægð frá Barcelona, höfuðborg Katalóníu héraðsins. Di Resta og Adrian Sutil aka með Force India á braut sem var notuð til æfinga í vetur og hefur verið notuð frá árinu 1991.

Formúla 1

Góður dagur við Steinsmýrarvötn

Hann Hafþór Magni sendi okkur þessa veiðisögu úr Steinsmýrarvötnum og mynd af flottum bleikjum af svæðinu. Hann er kominn í pottinn okkar, og við drögum úr innsendum veiðifréttum í maí 1. júní og vinningshafinn fær 2 stangir 8. júní í Baugstaðarós/Vola á miðsæði við Tungu-Bár frá SVFR.

Veiði

Dagur hefur enn ekkert heyrt

Dagur Sigurðsson hefur ekkert meira heyrt í forráðamönnum þýska handknattleikssambandsins vegna landsliðsþjálfarastöðunnar sem nú er laus í Þýskalandi.

Handbolti

Neymar vill fara til Chelsea

Brasilíska undrabarnið Neymar hafnaði því að fara til Chelsea fyrir síðasta tímabil en hann vonast nú til þess að Chelsea kaupi sig. Hinn 19 ára gamli Neymar vildi fá meiri reynslu áður en hann reyndi fyrir sér í Evrópu og hana fékk hann í vetur. Bæði með félagsliði sem og landsliði.

Enski boltinn

Man. City ætlar aðeins að kaupa gæðaleikmenn

Khaldoon al-Mubarak, stjórnarformaður Man. City, segir að áhersla félagsins í sumar verði á að kaupa gæði frekar en magn. Khaldoon hefur farið mikinn á markaðnum síðustu þrjú ár og leikmannahópur félagsins orðinn stór og sterkur. Félagið þarf því ekki að kaupa marga leikmenn. Áherslan verður því á að kaupa aðeins mjög góða leikmenn.

Enski boltinn

Viltu vinna veiðileyfi?

Við ætlum að fara í smá leik með ykkur kæru lesendur. Núna í allt sumar og eitthvað fram á haustið ætlum við að hvetja ykkur til að senda okkur skemmtilegar veiðimyndir og frásagnir af veiðitúrum til okkar á Veiðivísi. Við ætlum að draga úr innsendum veiðifréttum í hverjum mánuði og í vinning er veiðileyfi á eitthvað skemmtilegt veiðisvæði.

Veiði

NBA: Miami jafnaði metin

LeBron James og Dwyane Wade rifu sig upp eftir slakan fyrsta leik gegn Chicago og léku báðir áfbragðsvel í nótt er Miami jafnaði einvígi liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar. Lokatölur 75-85.

Körfubolti

Pistillinn: Ekkert stress, þetta er bara boltaleikur

Ég hef mikið keppnisskap og sigurvilja. Stundum svo mikið að það mætti halda að það eina sem skipti máli í heiminum væri hvort ég og mitt lið ynnum næsta leik eða titil. Ég finn fyrir pressu að standa mig og vinna. Ef það tekst ekki er allt ómögulegt. Baráttan er svo mikilvæg að hún verður að vinnast. En stundum kynnist maður fólki sem setur hlutina í samhengi og kennir manni hvað alvöru barátta er.

Körfubolti

Jóhannes Karl og félagar í úrslitaleikinn eftir mikla dramatík

Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Huddersfield Town tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum um sæti í ensku b-deildinni eftir dramatískan sigur í vítakeppni í seinni undanúrslitaleiknum á móti Bournemouth í kvöld. Huddersfield mætir annaðhvort Peterborough United eða Milton Keynes Dons í úrslitaleiknum sem fer fram á Old Trafford í Manchester.

Enski boltinn

NBA-spekingar bíða eftir svörum frá LeBron og Dwyane Wade í kvöld

LeBron James og Dwyane Wade fóru mikinn þegar Miami Heat sló Boston Celtics út 4-1 í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum en þeir lentu báðir á vegg í fyrsta leiknum á móti Chicago Bulls í úrslitum Austurdeildarinnar. Það bíða því margir spenntir að sjá hvernig þessir tveir frábæru leikmenn ætli að svara þessu í öðrum leiknum í Chicago í kvöld. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport klukkan hálf eitt.

Körfubolti

Holloway: Enska úrvalsdeildin vill losna við okkur

Ian Holloway, stjóri Blackpool, segir að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar myndi fagna því ef að Blackpool-liðið falli úr deildinni þegar lokaumferðin fer fram á sunnudaginn kemur. Blackpool bíður mjög erfitt verkefni að reyna ná stigi af Englandsmeisturum Manchester United á Old Trafford.

Enski boltinn

Falcao tryggði Porto sigur í Evrópudeildinni

Kólumbíumaðurinn Falcao kórónaði sögulegt tímabil sitt í Evrópudeildinni með því að tryggja Porto-liðinu Evrópumeistaratitilinn í úrslitaleiknum á móti Braga í Dublin í kvöld. Falcao skoraði eina mark leiksins mínútu fyrir hálfleik en þetta var 17. mark hans í 14 leikjum í Evrópudeildinni á þessari leiktíð.

Fótbolti

Nani: Ég á Ferguson allt að þakka

Portúgalinn Nani er heldur betur ánægður með stjórann sinn hjá Man. Utd, Sir Alex Ferguson. Nani segist eiga Ferguson mikið að þakka og hann eigi stærstan þátt í því hversu langt hann hafi náð.

Enski boltinn

Uppselt á Parken

Það er nú endanlega orðið ljóst að heimsmet verður sett á Parken um helgina þegar Íslendingaliðið AG Köbenhavn getur tryggt sér sigur í danska handboltanum.

Handbolti