Sport Umfjöllun: Öruggur sigur hjá KR á teppinu Teppið í Garðabæ reyndist KR ekki nein hindrun í kvöld er liðið sótti Stjörnuna heima í 32-liða úrslitum Valitor-bikarsins í knattspyrnu. KR-ingar beittari frá fyrstu mínútu og hreinlega óðu í færum í fyrri hálfleik sem þeim tókst ekki nýta. Voru hreint ótrúlegir klaufar fyrir framan markið. Íslenski boltinn 25.5.2011 18:18 Versta byrjun Blikakvenna í 34 ár Kvennalið Breiðabliks hefur aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu tveimur umferðum Pepsi-deildar kvenna og er í sjötta sæti deildarinnar. Það þarf að fara alla leið aftur til ársins 1977 til þess að finna samskonar byrjun hjá kvennaliði Breiðabliks. Íslenski boltinn 25.5.2011 18:15 Sunnudagsmessan: Brot úr besta leik tímabilsins Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason gerðu upp leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöldið í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport. Þar voru ýmis atvik dregin fram í sviðsljósið og þar á meðal besti leikur tímabilsins. Leikur Newcastle og Arsenal stóð upp úr að mati þeirra félaga og í myndbrotið úr leiknum segir allt sem segja þarf. Enski boltinn 25.5.2011 17:30 AGK með fjórðu bestu aðsóknina í dönsku íþróttalífi Það var frábær aðsókn á leiki handboltaliðsins AGK í vetur sem fékk ótrúlegan endi er áhorfendaheimsmet var sett á Parken er rúmlega 36 þúsund manns sáu AGK vinna meistaratitilinn. Handbolti 25.5.2011 17:00 Sigurður Gunnar og Jóhann Árni í Grindavík Grindvíkingar eru að fá stóran liðstyrk í körfunni því samkvæmt heimildum Víkurfrétta þá munu þeir Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Jóhann Árni Ólafsson skrifa undir samning við Grindavík í kvöld. Sigurður Gunnar kemur frá Keflavík en Jóhann Árni frá Njarðvík. Körfubolti 25.5.2011 16:37 Seedorf verður í eitt ár til viðbótar hjá AC Milan Hollenski miðjumaðurinn Clarence Seedorf hefur framlengt samning sinn við ítalska liðið AC Milan um eitt ár og verður því áfram hjá ítölsku meisturunum eins og reynsluboltarnir Filippo Inzaghi, Alessandro Nesta og Mark van Bommel. Fótbolti 25.5.2011 16:30 Úrslitaleikurinn á Wembley: Gamli og nýi tíminn mætast Þjálfari Man Utd, Sir Alex Ferguson, hyggur vafalítið á hefndir fyrir 2-0 tapið gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Róm fyrir tveimur árum. Ferguson þótti tapið sérstaklega sárt en hann hefur lítið viljað ræða leikinn við fjölmiðla síðan. Sjaldan hefur lið hans verið jafn yfirspilað og gegn liðsmönnum Guardiola það kvöld. Ljóst er að Ferguson vill ekki upplifa slíka niðurlægingu aftur. Fótbolti 25.5.2011 16:00 Sunnudagsmessan: Fallegustu mörkin í vetur Keppnistímabilið í ensku úrvalsdeildinni var gert upp í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport á mánudaginn. Þar völdu sérfræðingar þáttarins fallegustu mörkin á tímabilinu. Enski boltinn 25.5.2011 15:30 Ein sterkasta flugan snemmsumars í vatnaveiðinni Fyrir þá sem eru duglegir að hnýta þá skellum við einni mynd af flugu sem hefur verið gífurlega sterk undanfarin ár í vötnum eins og Elliðavatni, Vífilstaðavatni, Meðalfellsvatni og víðar. Hún eiginlega veiðir vel í öllum vötnum á þessum árstíma þegar stærsti hluti ætis hjá bleikjunni eru mýpúpur. Veiði 25.5.2011 15:29 Hreinsun hjá Redknapp: Fjórtán leikmenn á sölulista hjá Tottenham Harry Redknapp, stjóri Tottenham, ætlar sér að hreinsa til hjá félaginu og endurnýja leikmannahópinn fyrir næstu leiktíð. Tottenham endaði í 5. sæti í vetur og mun keppa í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Enski boltinn 25.5.2011 14:45 Kári búinn að jafna sig eftir erfið veikindi Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er að stíga upp úr mjög alvarlegum veikindum og mun taka þátt í sínum fyrsta leik af fullum krafti um helgina. Kári fékk sýkingu í kirtlana sem leiddi síðan út í blóðið og fór þaðan í lungun. Handbolti 25.5.2011 14:15 Oddur fær engin svör fyrr en á föstudag Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyrar og landsliðsmaður í handbolta, mun ekki vita fyrr en á föstudag hvort hann fái tilboð frá þýskum úrvalsdeildarfélögum. Handbolti 25.5.2011 13:00 Mótframbjóðandi Sepp Blatter flæktur í mútumál FIFA hefur sett af stað rannsókn vegna ásakanna á hendur tveimur stjórnarmanna FIFA sem eiga að hafa brotið siðareglur FIFA á fundi hjá karabíska fótboltasambandinu. Fundurinn var haldinn í tengslum við komandi forsetakosningar FIFA. Fótbolti 25.5.2011 12:00 Benitez mun ekki leysa Hiddink af hjá tyrkneska landsliðinu Rafael Benitez, fyrrum stjóri Liverpool og Inter Milan, hefur ekki áhuga á því að verða landsliðsþjálfari Tyrkja fari svo að Guus Hiddink hætti með liðið og setjist í stjórastólinn hjá Chelsea. Enski boltinn 25.5.2011 11:30 Þrír leikir færðir til í 7. umferð Pepsi-deild karla Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að færa til þrjá leiki í 7. umferð Pepsi-deildar karla vegna verkefna landsliða Íslands, Úganda og 21 árs liðs Finnlands. Þessum þremur leikjum hefur verið seinkað um einn eða tvo daga. Íslenski boltinn 25.5.2011 11:08 Fimm út og fimm inn hjá Chelsea í sumar Guardian fer í dag yfir stöðu mála hjá Chelsea-liðinu sem er að leita sér að nýjum knattspyrnustjóra og nýjum íþróttastjóra. Það er búist við því að fimm leikmenn fari frá félaginu í sumar og að um fimm nýir leikmenn verði keyptir í staðinn. Chelsea er farið á fullt í leikmannamálin þótt að enginn viti hver setist í stjórastólinn. Enski boltinn 25.5.2011 10:45 Voru við veiðar í Tungulæk þegar gosið hófst Félagarnir Ragnar Jónsson, Sigurður Þorsteinsson, Jóhannes Jóhannesson, Ólafur Stefánsson, Jón Vignir Steingrímsson og Steinn Steinnson voru við veiðar í Tungulæk á laugardaginn þegar gosið hófst. Veiði 25.5.2011 10:22 Mancini flaug til Abu Dhabi til að betla pening Roberto Mancini, stjóri Manchester City, telur að félagið þurfi að kaupa fjóra nýja leikmenn til þess að liðið sé tilbúinn fyrir átökin í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Enski boltinn 25.5.2011 10:15 Steinþór búinn að fiska sex víti í átta leikjum Sandnes Steinþór Freyr Þorsteinsson, fyrrum Stjörnumaður, hefur byrjað vel með norska b-deildarliðinu Sandnes Ulf en hann segist í viðtalið við fótbolta.net vera búinn að fiska sex vítaspyrnur í fyrtsa átta deildar- og bikarleikjum sínum með félaginu. Fótbolti 25.5.2011 09:45 Tilkynning frá Veiðimálastofnun Fréttir berast af því að veiðiárnar í Skaftárhreppi séu litaðar af öskuframburði. Í eldfjallaösku geta verið eiturefni eins og flúor og álsambönd. Þegar úrkoma verður skolast þessi efni auðveldlega út og í nærliggjandi vötn. Púls eiturefna getur því borist í vötn og valdið þar dauða lífvera. Það sem ræður skaðsemi þessa er magn öskufalls og magn eiturefna í öskunni. Á þessari stundu liggja fyrir takmarkaðar upplýsingar um efnainnihald öskunnar, en fyrstu mælingar sýna að lítið er af flúor í öskunni, sem betur fer. Veiði 25.5.2011 09:22 Sir Alex: Það verður ekki auðvelt að velja liðið á Wembley Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að sínir menn séu tilbúnir fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Barcelona á Wembley á laugardaginn en hans sjálfs bíði hinsvegar erfitt verkefni að velja þá ellefu sem fá að byrja leikinn. Fótbolti 25.5.2011 09:15 NBA: Miami komið í 3-1 eftir sigur á Chicago í framlengingu Miami Heat er einum sigri frá því að komast í lokaúrslitin í NBA-deildinni í körfubolta eftir 101-93 heimasigur á Chicago Bulls í framlengdum fjórða leik liðanna í nótt. Miami-liðið er þar með búið að vinna þrjá leiki í röð í einvíginu eftir skellinn í fyrsta leik. Næsti leikur er í Chicago. Körfubolti 25.5.2011 09:00 Gylfi og Eiður saman í fyrsta sinn? Íslenskir knattspyrnuáhugamenn vonast til þess að upplifa tvennt á Laugardalsvellinum laugardaginn 4. júní næstkomandi sem hefur ekki gerst áður í sögu karlalandsliðsins. Fótbolti 25.5.2011 07:00 ÍBV og Stjarnan með fullt hús stiga Annarri umferð Pepsi-deildar kvenna lauk í gær með fjórum leikjum og var nokkuð um óvænt úrslit. Fylkir gerði 1-1 jafntefli við Íslands- og bikarmeistara Vals á heimavelli og þá vann KR 2-1 sigur á Breiðabliki. Íslenski boltinn 25.5.2011 06:00 Fjórir í U-21 hópi Dana í A-landsliðið - Bendtner með Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, hefur valið þá 23 leikmenn sem hann ætlar að taka með sér til Íslands fyrir leik liðanna á Laugardalsvelli laugardaginn 4. júní. Leikurinn er liður í undankeppni EM 2012. Fótbolti 24.5.2011 23:30 Pirlo samdi við Juventus Andrea Pirlo hefur söðlað um og gengið til liðs við Juventus eftir að hafa verið á mála hjá AC Milan í áratug. Fótbolti 24.5.2011 23:01 Ferguson staðfestir komu De Gea Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur staðfest að markvörðurinn David de Gea muni ganga til liðs við félagið í sumar. Enski boltinn 24.5.2011 22:36 Úrslitaleikurinn á Wembley: Messi og Chicharito markahæstir Barcelona frá Spáni og Manchester United frá Englandi mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Wembley leikvanginum á laugardaginn. Argentínumaðurinn Lionel Messi er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með 11 mörk og Barcelonamaðurinn verður án efa í stóru hlutverki gegn Man Utd. Markahæsti leikmaður enska liðsins í Meistaradeildinni er Javier Hernández eða Chicharito með 4 mörk. Fótbolti 24.5.2011 22:00 Fylkir náði jafntefli gegn meisturunum Annarri umferð í Pepsi-deild kvenna lauk í kvöld með fjórum leikjum. ÍBV og Stjarnan eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Íslenski boltinn 24.5.2011 21:29 Gullárgangur United kvaddi Gary Neville á Old Trafford - myndir Kveðjuleikur Gary Neville fór fram á Old Trafford, heimavelli Manchester United í kvöld en margir af hans gömlu félögum í United tóku þátt í leiknum. Enski boltinn 24.5.2011 21:12 « ‹ ›
Umfjöllun: Öruggur sigur hjá KR á teppinu Teppið í Garðabæ reyndist KR ekki nein hindrun í kvöld er liðið sótti Stjörnuna heima í 32-liða úrslitum Valitor-bikarsins í knattspyrnu. KR-ingar beittari frá fyrstu mínútu og hreinlega óðu í færum í fyrri hálfleik sem þeim tókst ekki nýta. Voru hreint ótrúlegir klaufar fyrir framan markið. Íslenski boltinn 25.5.2011 18:18
Versta byrjun Blikakvenna í 34 ár Kvennalið Breiðabliks hefur aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu tveimur umferðum Pepsi-deildar kvenna og er í sjötta sæti deildarinnar. Það þarf að fara alla leið aftur til ársins 1977 til þess að finna samskonar byrjun hjá kvennaliði Breiðabliks. Íslenski boltinn 25.5.2011 18:15
Sunnudagsmessan: Brot úr besta leik tímabilsins Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason gerðu upp leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöldið í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport. Þar voru ýmis atvik dregin fram í sviðsljósið og þar á meðal besti leikur tímabilsins. Leikur Newcastle og Arsenal stóð upp úr að mati þeirra félaga og í myndbrotið úr leiknum segir allt sem segja þarf. Enski boltinn 25.5.2011 17:30
AGK með fjórðu bestu aðsóknina í dönsku íþróttalífi Það var frábær aðsókn á leiki handboltaliðsins AGK í vetur sem fékk ótrúlegan endi er áhorfendaheimsmet var sett á Parken er rúmlega 36 þúsund manns sáu AGK vinna meistaratitilinn. Handbolti 25.5.2011 17:00
Sigurður Gunnar og Jóhann Árni í Grindavík Grindvíkingar eru að fá stóran liðstyrk í körfunni því samkvæmt heimildum Víkurfrétta þá munu þeir Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Jóhann Árni Ólafsson skrifa undir samning við Grindavík í kvöld. Sigurður Gunnar kemur frá Keflavík en Jóhann Árni frá Njarðvík. Körfubolti 25.5.2011 16:37
Seedorf verður í eitt ár til viðbótar hjá AC Milan Hollenski miðjumaðurinn Clarence Seedorf hefur framlengt samning sinn við ítalska liðið AC Milan um eitt ár og verður því áfram hjá ítölsku meisturunum eins og reynsluboltarnir Filippo Inzaghi, Alessandro Nesta og Mark van Bommel. Fótbolti 25.5.2011 16:30
Úrslitaleikurinn á Wembley: Gamli og nýi tíminn mætast Þjálfari Man Utd, Sir Alex Ferguson, hyggur vafalítið á hefndir fyrir 2-0 tapið gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Róm fyrir tveimur árum. Ferguson þótti tapið sérstaklega sárt en hann hefur lítið viljað ræða leikinn við fjölmiðla síðan. Sjaldan hefur lið hans verið jafn yfirspilað og gegn liðsmönnum Guardiola það kvöld. Ljóst er að Ferguson vill ekki upplifa slíka niðurlægingu aftur. Fótbolti 25.5.2011 16:00
Sunnudagsmessan: Fallegustu mörkin í vetur Keppnistímabilið í ensku úrvalsdeildinni var gert upp í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport á mánudaginn. Þar völdu sérfræðingar þáttarins fallegustu mörkin á tímabilinu. Enski boltinn 25.5.2011 15:30
Ein sterkasta flugan snemmsumars í vatnaveiðinni Fyrir þá sem eru duglegir að hnýta þá skellum við einni mynd af flugu sem hefur verið gífurlega sterk undanfarin ár í vötnum eins og Elliðavatni, Vífilstaðavatni, Meðalfellsvatni og víðar. Hún eiginlega veiðir vel í öllum vötnum á þessum árstíma þegar stærsti hluti ætis hjá bleikjunni eru mýpúpur. Veiði 25.5.2011 15:29
Hreinsun hjá Redknapp: Fjórtán leikmenn á sölulista hjá Tottenham Harry Redknapp, stjóri Tottenham, ætlar sér að hreinsa til hjá félaginu og endurnýja leikmannahópinn fyrir næstu leiktíð. Tottenham endaði í 5. sæti í vetur og mun keppa í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Enski boltinn 25.5.2011 14:45
Kári búinn að jafna sig eftir erfið veikindi Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er að stíga upp úr mjög alvarlegum veikindum og mun taka þátt í sínum fyrsta leik af fullum krafti um helgina. Kári fékk sýkingu í kirtlana sem leiddi síðan út í blóðið og fór þaðan í lungun. Handbolti 25.5.2011 14:15
Oddur fær engin svör fyrr en á föstudag Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyrar og landsliðsmaður í handbolta, mun ekki vita fyrr en á föstudag hvort hann fái tilboð frá þýskum úrvalsdeildarfélögum. Handbolti 25.5.2011 13:00
Mótframbjóðandi Sepp Blatter flæktur í mútumál FIFA hefur sett af stað rannsókn vegna ásakanna á hendur tveimur stjórnarmanna FIFA sem eiga að hafa brotið siðareglur FIFA á fundi hjá karabíska fótboltasambandinu. Fundurinn var haldinn í tengslum við komandi forsetakosningar FIFA. Fótbolti 25.5.2011 12:00
Benitez mun ekki leysa Hiddink af hjá tyrkneska landsliðinu Rafael Benitez, fyrrum stjóri Liverpool og Inter Milan, hefur ekki áhuga á því að verða landsliðsþjálfari Tyrkja fari svo að Guus Hiddink hætti með liðið og setjist í stjórastólinn hjá Chelsea. Enski boltinn 25.5.2011 11:30
Þrír leikir færðir til í 7. umferð Pepsi-deild karla Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að færa til þrjá leiki í 7. umferð Pepsi-deildar karla vegna verkefna landsliða Íslands, Úganda og 21 árs liðs Finnlands. Þessum þremur leikjum hefur verið seinkað um einn eða tvo daga. Íslenski boltinn 25.5.2011 11:08
Fimm út og fimm inn hjá Chelsea í sumar Guardian fer í dag yfir stöðu mála hjá Chelsea-liðinu sem er að leita sér að nýjum knattspyrnustjóra og nýjum íþróttastjóra. Það er búist við því að fimm leikmenn fari frá félaginu í sumar og að um fimm nýir leikmenn verði keyptir í staðinn. Chelsea er farið á fullt í leikmannamálin þótt að enginn viti hver setist í stjórastólinn. Enski boltinn 25.5.2011 10:45
Voru við veiðar í Tungulæk þegar gosið hófst Félagarnir Ragnar Jónsson, Sigurður Þorsteinsson, Jóhannes Jóhannesson, Ólafur Stefánsson, Jón Vignir Steingrímsson og Steinn Steinnson voru við veiðar í Tungulæk á laugardaginn þegar gosið hófst. Veiði 25.5.2011 10:22
Mancini flaug til Abu Dhabi til að betla pening Roberto Mancini, stjóri Manchester City, telur að félagið þurfi að kaupa fjóra nýja leikmenn til þess að liðið sé tilbúinn fyrir átökin í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Enski boltinn 25.5.2011 10:15
Steinþór búinn að fiska sex víti í átta leikjum Sandnes Steinþór Freyr Þorsteinsson, fyrrum Stjörnumaður, hefur byrjað vel með norska b-deildarliðinu Sandnes Ulf en hann segist í viðtalið við fótbolta.net vera búinn að fiska sex vítaspyrnur í fyrtsa átta deildar- og bikarleikjum sínum með félaginu. Fótbolti 25.5.2011 09:45
Tilkynning frá Veiðimálastofnun Fréttir berast af því að veiðiárnar í Skaftárhreppi séu litaðar af öskuframburði. Í eldfjallaösku geta verið eiturefni eins og flúor og álsambönd. Þegar úrkoma verður skolast þessi efni auðveldlega út og í nærliggjandi vötn. Púls eiturefna getur því borist í vötn og valdið þar dauða lífvera. Það sem ræður skaðsemi þessa er magn öskufalls og magn eiturefna í öskunni. Á þessari stundu liggja fyrir takmarkaðar upplýsingar um efnainnihald öskunnar, en fyrstu mælingar sýna að lítið er af flúor í öskunni, sem betur fer. Veiði 25.5.2011 09:22
Sir Alex: Það verður ekki auðvelt að velja liðið á Wembley Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að sínir menn séu tilbúnir fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Barcelona á Wembley á laugardaginn en hans sjálfs bíði hinsvegar erfitt verkefni að velja þá ellefu sem fá að byrja leikinn. Fótbolti 25.5.2011 09:15
NBA: Miami komið í 3-1 eftir sigur á Chicago í framlengingu Miami Heat er einum sigri frá því að komast í lokaúrslitin í NBA-deildinni í körfubolta eftir 101-93 heimasigur á Chicago Bulls í framlengdum fjórða leik liðanna í nótt. Miami-liðið er þar með búið að vinna þrjá leiki í röð í einvíginu eftir skellinn í fyrsta leik. Næsti leikur er í Chicago. Körfubolti 25.5.2011 09:00
Gylfi og Eiður saman í fyrsta sinn? Íslenskir knattspyrnuáhugamenn vonast til þess að upplifa tvennt á Laugardalsvellinum laugardaginn 4. júní næstkomandi sem hefur ekki gerst áður í sögu karlalandsliðsins. Fótbolti 25.5.2011 07:00
ÍBV og Stjarnan með fullt hús stiga Annarri umferð Pepsi-deildar kvenna lauk í gær með fjórum leikjum og var nokkuð um óvænt úrslit. Fylkir gerði 1-1 jafntefli við Íslands- og bikarmeistara Vals á heimavelli og þá vann KR 2-1 sigur á Breiðabliki. Íslenski boltinn 25.5.2011 06:00
Fjórir í U-21 hópi Dana í A-landsliðið - Bendtner með Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, hefur valið þá 23 leikmenn sem hann ætlar að taka með sér til Íslands fyrir leik liðanna á Laugardalsvelli laugardaginn 4. júní. Leikurinn er liður í undankeppni EM 2012. Fótbolti 24.5.2011 23:30
Pirlo samdi við Juventus Andrea Pirlo hefur söðlað um og gengið til liðs við Juventus eftir að hafa verið á mála hjá AC Milan í áratug. Fótbolti 24.5.2011 23:01
Ferguson staðfestir komu De Gea Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur staðfest að markvörðurinn David de Gea muni ganga til liðs við félagið í sumar. Enski boltinn 24.5.2011 22:36
Úrslitaleikurinn á Wembley: Messi og Chicharito markahæstir Barcelona frá Spáni og Manchester United frá Englandi mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Wembley leikvanginum á laugardaginn. Argentínumaðurinn Lionel Messi er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með 11 mörk og Barcelonamaðurinn verður án efa í stóru hlutverki gegn Man Utd. Markahæsti leikmaður enska liðsins í Meistaradeildinni er Javier Hernández eða Chicharito með 4 mörk. Fótbolti 24.5.2011 22:00
Fylkir náði jafntefli gegn meisturunum Annarri umferð í Pepsi-deild kvenna lauk í kvöld með fjórum leikjum. ÍBV og Stjarnan eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Íslenski boltinn 24.5.2011 21:29
Gullárgangur United kvaddi Gary Neville á Old Trafford - myndir Kveðjuleikur Gary Neville fór fram á Old Trafford, heimavelli Manchester United í kvöld en margir af hans gömlu félögum í United tóku þátt í leiknum. Enski boltinn 24.5.2011 21:12