Sport

Marcus Walker: Mamma er besti vinur minn

Marcus Walker er lykilmaður í liði KR sem í kvöld getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri á Stjörnunni í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express-deildar karla.

Körfubolti

Puyol getur spilað bikaúrslitaleikinn á móti Real

Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er búinn að ná sér af meiðslunum sem hann varð fyrir í leiknum á móti Real Madrid á Santiago Bernabeu á laugardagskvöldið. Það var staðfest á heimasíðu Barcelona í dag að Josep Guardiola geti notað miðvörðinn reynslumikla á morgun.

Fótbolti

Teitur: Fór aðeins yfir strikið

Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að hann hafi farið yfir strikið í gagnrýni sinni á dómara eftir síðasta leik sinna manna gegn KR í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn um körfubolta.

Körfubolti

Keppnisáætlanir mikilvægar í mótum ársins

Yfirmenn McLaren og Red Bull sem áttust við um fyrsta sætið í Formúlu 1 mótinu í Sjanghæ á sunnudaginn telja að keppnisáætlanir liða verði mikilvægar í mótum ársins. McLaren sá við Red Bull í Sjanghæ á betur útfærðri keppnisáætlun.

Formúla 1

Oddur heldur út til Þýskalands í dag

"Ég ætla að skella mér til Þýskalands á morgun og skoða aðstæður hjá Wetzlar,” sagði Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyrar, á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Oddur mun halda til Þýskalands í dag þar sem hann mun verða til reynslu hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Wetzlar í eina þrjá daga.

Handbolti

Kristinn: Við erum virkilega svekktir

„Ég er auðvita drullu svekktur, við ætluðum okkur áfram og ekkert annað,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir leikinn í kvöld. HK-ingar eru komnir í sumarfrí eftir tap gegn Akureyri í oddaleik undanúrslitana.

Handbolti

Atli: Heimavöllurinn á eftir að skila okkur langt

"Seinni hálfleikurinn var í raun okkar frá fyrstu mínútu,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir sigurinn í gær. Akureyri komst í gær í úrslitaeinvígið gegn FH í N1-deild karla eftir góðan sigur gen HK í oddaleik.

Handbolti

Ólafur: Gekk bara ekki upp hjá okkur

"Þetta gekk ekki alveg hjá okkur í kvöld,“ sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, eftir ósigurinn gegn Akureyri í gær. Ólafur Bjarki átti samt sem áður algjöran stórleik og Akureyringar réðu ekkert við þennan snjalla leikstjórnanda.

Handbolti

FH rúllaði yfir Fram - myndir

FH komst í úrslit N1-deildar karla í gær með sannfærandi stórsigri á Fram í Kaplakrika. Jafnt var á tölum í fyrri hálfleik en aðeins eitt lið var á vellinum í síðari hálfleik.

Handbolti

Kastaði af sér vatni í miðjum leik

Jorge Valdivia, leikmaður Palmeiras í Brasilíu, dó ekki ráðalaus þegar náttúran kallaði og hann þurfti að kasta af sér vatni í miðjum leik. Valdivia gerði sér lítið fyrir og vippaði félaganum út og lét vaða rétt fyrir utan völlinn.

Fótbolti

Ólafur: Fagnað í kvöld

„Skipulagið var að vinna leikinn, við unnum leikinn og gott betur en það," sagði Ólafur Andrés Guðmundsson, leikmaður FH, eftir 32-21 sigur gegn Frömurum í kvöld.

Handbolti

Magnús: Mikil vonbrigði

"Þetta eru vægast sagt mikil vonbrigði, við ætluðum okkur að gera miklu betur og ég væri til í að vita hvað gerðist hjá okkur í hálfleik," sagði Magnús Gunnar Erlendsson, markvörður Framara eftir 32-21 tap gegn FH.

Handbolti

Ásbjörn: Verður hörku rimma

"Við lögðum upp með sterka vörn, oddaleikir vinnast oftast á góðri vörn og við náðum því hér í dag," sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH eftir 32-21 sigur á Fram.

Handbolti

Eltihrellir Rios dæmdur sekur

Konan sem hefur verið að gera Rio Ferdinand lífið leitt hefur verið dæmd sek fyrir að trufla friðhelgi einkalífs leikmannsins. Rio kærði konuna sem var farinn að mæta óumbeðin heim til hans. Hún sagðist vera miklu meira en aðdáandi.

Enski boltinn

Umfjöllun: Akureyri í úrslitin

Akureyri spilar til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir sigur á HK í frábærum leik norðan heiða í kvöld. Akureyri vann leikinn 28-25 eftir æsispennandi og skemmtilegan leik.

Handbolti