Sport

Zlatan Ibrahimovic meistari áttunda tímabilið í röð

Svíinn Zlatan Ibrahimovic varð í gærkvöldi ítalskur meistari með félögum sínum í AC Milan og hélt þar með áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni. Þetta er í níunda sinn á ferlinum sem Zlatan verður meistari með sínu félagi en hann hefur nú fagnað meistaratitli á hverju ári frá og með tímabilinu 2003-2004.

Fótbolti

Fernando Torres á bekknum hjá Chelsea á móti United

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United og Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hafa tilkynnt byrjunarliðin sín fyrir stórleik liðanna á Old Trafford á eftir. United getur nánast tryggt sér meistaratitilinn með sigri en Chelsea getur aftur á móti komist á toppinn á markatölu vinni þeir leikinn.

Enski boltinn

19. meistaratitillinn á leiðinni á Old Trafford - United vann Chelsea

Manchester United á Englandsmeistaratitilinn vísan eftir 2-1 sigur á Chelsea í hálfgerðum úrslitaleik milli tveggja efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford í dag. United skoraði strax á fyrstu mínútu leiksins og yfirspilaði Chelsea-menn stóran hluta fyrri hálfleiksins en Chelsea setti smá spennu í leikinn með því að minnka muninn í seinni hálfleik.

Enski boltinn

Aron markahæstur þegar Kiel vann þýska bikarinn

Aron Pálmarsson átti mjög góðan leik þegar hann og félagar hans í Kiel urðu þýskir bikarmeistarar eftir sex marka sigur á Flensburg-Handewitt, 30-24, í bikarúrslitaleiknum í Hamburg. Alfreð Gíslason gerði því Kiel að bikarmeisturum í annað skiptið á þremur árum.

Handbolti

Stoke vann seinheppið Arsenal-lið

Stoke hélt áfram frábæru gengi á heimavelli sínum á árinu 2011 þegar liðið vann 3-1 sigur á seinheppnu Arsenal-liði í ensku úrvalsdeildinni í dag. Tvö marka Stoke-liðsins komu í fyrri hálfleik þar sem varnarleikur lærisveina Arsene Wenger var ekki til að hrópa húrra fyrir og þriðja mark Stoke kom í næstu sókn eftir að Arsenal hafði minnkað muninn.

Enski boltinn

Rajon Rondo fór úr olnbogalið en hélt áfram að spila

Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston Celtics sýndi mikla hörku og fórnfýsi í 97-81 sigri Boston á Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Rondo lenti illa í þriðja leikhluta og fór úr olnbogalið. Hann fór inn í búningklefa þar sem olnboganum var aftur kippt í liðinn og Rondo kom síðan til baka og kláraði leikinn.

Körfubolti

NBA: Garnett pakkaði Bosh saman í léttum sigri Boston á Miami

Boston Celtics fór illa með Miami Heat í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi þeirra í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var fyrsti leikurinn í Boston en Miami vann tvo fyrstu leikina á heimavelli sínum. Memphis er komið í 2-1 á móti Oklahoma City Thunder eftir endurkomusigur í framlengingu.

Körfubolti

Alfreð: Ég var mjög ánægður með Aron

Alfreð Gíslason var sáttur með sína menn í Kiel sem komu liðinu í bikaúrslitaleikinn eftir 28-23 sigur á Frisch Auf Göppingen í undanúrslitaleiknum í gær. Kiel mætir Flensburg-Handewitt í úrslitaleiknum klukkan 12.00 í dag og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í dag. Útsendingin hefst klukkan 11.40.

Handbolti

Rosberg vill skáka Webber í rásmarkinu

Nico Rosberg hjá Mercedes er þriðji á ráslínu í Formúlu 1 mótinu á Istanbúl brautinni í Tyrklandi í dag, á eftir Red Bull ökumönnunum Sebastian Vettel og Mark Webber. Hann vill komast framúr Webber strax eftir ræsingu mótsins, en bein útsending frá keppninni hefst kl. 11.30 á Stöð 2 Sport í dag.

Formúla 1

Moyes: Man City liðið gæti eflaust spilað í NBA-deildinni

David Moyes, stjóri Everton, var ánægður með sína menn í gær en þeir komu til baka eftir erfiðan fyrri hálfleik og tryggðu sér 2-1 sigur á Manchester City. City-liðið virtist vera að landa sannfærandi sigri eftir fyrri hálfleikinn en Sylvain Distin og Leon Osman tryggðu Everton sigur í seinni hálfleik.

Enski boltinn

Mancini: Vorum alltof eigingjarnir í færunum

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, horfði upp á sína menn missa frá sér sigur á móti Everton á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag en með sigri hefðu City-menn tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Everton skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og vann leikinn 2-1.

Enski boltinn

AC Milan ítalskur meistari í fyrsta sinn síðan 2004

AC Milan tryggði sér í kvöld ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu með því að gera markalaust jafntefli á útivelli á móti Roma. AC Milan menn þurftu aðeins að ná í eitt stig í þessum leik til þess að tryggja sér endanlega titilinn.

Fótbolti

Ekki fjölgað leikjum í úrvalsdeild karla en tveir kanar leyfðir

Það voru nokkrar breytingar samþykktar á 49. körfuknattleiksþinginu sem lauk í dag en það var haldið á Sauðárkróki á þessu sinni. Það verður ekki fjölgað leikjum í úrvalsdeild karla en aftur á móti verða tveir kanar leyfðir. Leikjum verður aftur á móti fjölgarð í úrvalsdeild kvenna og þá verður Fyrirtækjabikar karla og kvenna með öðru sniði næsta vetur.

Körfubolti