Sport

Sir Alex Ferguson hrósaði Ancelotti fyrir hugrekki

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var í gær valinn knattspyrnustjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni í kosningu knattspyrnustjóranna. Skotinn notaði tækifærið til að lýsa yfir stuðningi sínum við Carlo Ancelotti sem var rekinn frá Chelsea aðeins klukkutíma eftir að tímabilinu lauk.

Enski boltinn

Leikmenn sjá rautt í leikjum Breiðabliks

Alls hafa farið fimm rauð spjöld á loft í fyrstu fimm leikjum Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi-deild karla í sumar. Þeir fengu tvö rauð spjöld í fyrstu tveimur leikjum sínum og mótherjar þeirra hafa síðan fengið þrjú rauð spjöld í síðustu þremur leikjum.

Íslenski boltinn

Fylkismenn líklega með táning í markinu

Ísak Björgvin Gylfason, átján ára markvörður úr 2. flokki Fylkis, mun að öllum líkindum standa í marki Fylkis þegar liðið mætir bikarmeisturum FH í 32-liða úrslitum Valitor-bikarkeppninnar annað kvöld. Fjalar Þorgeirsson verður í banni og Bjarni Þórður Halldórsson er enn meiddur.

Íslenski boltinn

Heiðar er vongóður

Ekkert liggur enn fyrir um framtíð Heiðars Helgusonar hjá QPR sem vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. Samningur Heiðars við félagið rennur út í sumar.

Enski boltinn

Manchester City vann Barcelona

Kapphlaupi liðanna um 17 ára gamlan miðjumann Celta Vigo, Denis Suarez, lauk í dag þegar forseti Celta staðfesti að félagið hefði tekið tilboði frá Manchester City.

Enski boltinn

Helena Sverrisdóttir semur við Hauka

Fremsta körfuboltakona landsins, Helena Sverrisdóttir, hefur skrifað undir samning við Hauka um að taka að sér þjálfun efnilegustu stúlkna Hauka í sumar ásamt að þjálfa á sumaræfingum Hauka. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Körfubolti

Perez telur ökumanninn skipta meira máli í Mónakó, en á öðrum brautum

Sergio Perez hjá Sauber Formúlu 1 liðinu telur að ökmaðurinn skipti meira máli í keppninni í Mónakó, en á öðrum brautum í Formúlu 1. Hann keppir á brautinni um næstu helgi ásamt liðsfélaga sínum Kamui Kobayashi. Perez er nýliði á þessu ári í Formúlu 1 en vann keppni í Mónakó í GP2 mótaröðinni í fyrra. Margir ökumenn hafa komið úr GP2 mótaröðinni í Formúlu 1.

Formúla 1

Eyjamenn höfðu ekki unnið tvo fyrstu útileiki sína í fimmtán ár

ÍBV varð í gærkvöldi fyrsta liðið til að vinna Keflavík í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar þegar Eyjamenn fóru til Keflavíkur og unnu 2-0 sigur. Tryggvi Guðmundsson og Andri Ólafsson skoruðu mörkin á fyrstu tíu mínútunum en þetta er í fyrsta sinn síðan 1996 sem Eyjaliðið vinnur tvo fyrstu útileiki sína í úrvalsdeildinni.

Íslenski boltinn

Vettel: Minnstu mistök dýrkeypt

Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu er búinn að vinna fjögur mót á árinu og næsta viðfangsefni hans er keppnin í Mónakó um næstu helgi. Þar mætir hann ásamt liðsfélaganum Mark Webber, sem vann keppnina í Mónakó í fyrra. Vettel vann mótið á Katalóníu brautinni á Spáni í gær, eftir hörkueppni við Lewis Hamilton hjá McLaren.

Formúla 1

Sunnudagsmessan gerir upp tímabilið í kvöld

Tímabilið 2010-2011 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta verður gert upp í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport í kvöld – og er þátturinn því alls ekki á hefðbundnum tíma. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason munu veita fjölmörg verðlaun í þættinum í kvöld sem hefst kl. 21.00. Og helstu atriðin úr þættinum verða aðgengileg á visir.is í kvöld.

Enski boltinn

Stuðningsmaður Schalke löðrungaði Neuer í bikarfögnuðinum

Manuel Neuer endaði ferilinn hjá Schalke 04 með því að taka við þýska bikarnum eftir 5-0 sigur á Duisburg í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Hinn 25 ára gamli markvörður er nú á leiðinni til Bayern Munchen eftir tveggja áratuga veru í Schalke og einn stuðningsmaður félagsins sýndi óánægju sína í verki með að Neuer skyldi ekki endurnýja samning sinn við félagið.

Fótbolti