Sport

Rakel Dögg: Spiluðum betur í kvöld

Rakel Dögg Bragadóttir átti stórleik fyrir Ísland í tapinu gegn Svíþjóð og eins og alþjóð veit eru hún mikil keppnismanneskja og vildi ekki heyra minnst á að eins marks tap gegn Svíþjóð væru í raun góð úrslit.

Handbolti

Ágúst Jóhannsson: Gefur mikið sjálfstraust

Ágúst Jóhannsson var eðlilega svekktur að loknu eins marks ósigrinum gegn Svíþjóð í kvöld, „Ég er hrikalega svekktur, mér fannst við spila frábærlega, sérstaklega varnarlega stærsta hluta leiksins. Það er svekkjandi að ná ekki að leggja silfurlið Svía að velli,“sagði Ágúst.

Handbolti

Heimir: Nú kom liðsheildin

„Stjarnan er með sterkt lið og við lentum í basli með löngu boltana í fyrri hálfleik. En heilt yfir var þetta góður leikur hjá FH og sanngjarn sigur," sagði Heimir sáttur.

Íslenski boltinn

Perez útskrifaður af spítalanum eftir óhappið í Mónakó

Formúlu 1 ökumaðurinn Sergio Perez var útskrifaður af Grace Kelly spítalanum í Mónakó í dag. Hann lenti í óhappi á laugardaginn í tímatökum fyrir kappaksturinn í Mónakó. Perez fékk heilahristing og skrámaðist á læri. Læknar vildu halda honum á spítalanum til að fyllsta öryggis væri gatt varðandi heilsu hans.

Formúla 1

Umfjöllun: Þórsarar áhorfendur gegn Grindvíkingum

Grindvíkingar unnu frábæran sigur, 4-1, gegn nýliðum Þórs í sjöttu umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld, en leikurinn fór fram í Grindavík. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 29 sekúndur, en það skoraði Robbie Winters. Þórsarar voru aðeins áhorfendur í fyrri hálfleiknum og náðu Grindvíkingar að bæta við tveimur mörkum fyrir leikhlé. Grindvíkingar gulltryggðu síðan sigurinn með einu marki í síðari hálfleik úr víti. Þórsarar klóruðu í bakkann undir lokin og skoruðu ágætt mark.

Íslenski boltinn