Sport Redknapp ætlar að byggja í kringum Modric Harry Redknapp, stjóri Spurs, vonar að nýir leikmenn sannfæri króatíska miðjumanninn Luka Modric um að rétt sé að vera áfram hjá félaginu. Modric vill fara en félagið neitar að selja hann. Bæði Man. Utd og Chelsea vilja kaupa miðjumanninn. Enski boltinn 7.7.2011 19:45 O´Shea fór líka til Sunderland Manchester United er búið að missa tvo varnarmenn til Sunderland í dag. Wes Brown fór fyrr í dag og nú er John O´Shea búinn að skrifa undir samning við félagið. Kaupverð leikmannanna var ekki gefið upp. Enski boltinn 7.7.2011 19:00 Stórsigur hjá KR í Evrópudeildinni KR er komið áfram í Evrópudeild UEFA eftir afar öruggan sigur, 5-1, á færeyska liðinu ÍF Fuglafjörður í kvöld. KR vann rimmu liðanna 8-2 samanlagt. Yfirburðir KR-inga í leiknum voru miklir og talsverður gæðamunur á liðunum. Það mátti sjá strax í upphafi. Fótbolti 7.7.2011 16:50 Grindvíkingar endurgreiða stuðningsmönnum og bjóða í grill Grindvíkingar ætla að endurgreiða stuðningsmönnum liðsins sem lögðu leið sína í Kaplakrika í gærkvöld og sáu sína menn tapa 7-2 gegn FH. Þá bjóða leikmennirnir öllum stuðningsmönnum liðsins í grillveislu að lokinni æfingu liðsins annað kvöld. Íslenski boltinn 7.7.2011 16:45 Gengur vel í Gljúfurá í Borgarfirði Síðasti tveggja daga hópur í Gljúfurá fékk tíu laxa. Þetta var þriðja holl sumarsins og lauk veiðum í gær. Þá stóð veiðibókin í sléttum 30 veiddum löxum. Veiði 7.7.2011 16:42 Wes Brown til Sunderland Varnarmaðurinn Wes Brown hefur gengið til liðs við Sunderland frá Manchester United. Brown skrifaði undir fjögurra ára samning í dag en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Enski boltinn 7.7.2011 16:00 Elfar Freyr Helgason á leið til AEK Knattspyrnumaðurinn Elfar Freyr Helgason úr Breiðabliki er á leiðinni til gríska félagsins AEK Aþenu. Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverðið en Elfar Freyr á eftir að gangast undir læknisskoðun og semja um kaup og kjör. Íslenski boltinn 7.7.2011 15:30 Hörður Axel samdi við þýskt úrvalsdeildarlið Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflvíkingum í IcelandExpress deild karla á næstu leiktíð. Hörður, sem er 22 ára gamall leikstjórnandi, hefur samið við þýska úrvalsdeildarliðið Mitteldeutscher til þriggja ára. Frá þessu er greint á karfan.is. Körfubolti 7.7.2011 15:26 Argentína veldur vonbrigðum á heimavelli Það er óhætt að segja að landslið Argentínu í knattspyrnu hafi ollið stuðningsmönnum sínum vonbrigðum í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu til þessa. Liðið gerði markalaust jafntefli við Kólumbíu í gærkvöldi. Miklar vonir voru bundnar við argentínska liðið enda liðið stjörnum hlaðið og á heimavelli. Fótbolti 7.7.2011 14:15 Svíar unnu Bandaríkin - Brasilía og Bandaríkin mætast Svíþjóð lagði Bandaríkin 2-1 í lokaumferð C-riðils á heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Úrslitin þýða að Svíar mæta Áströlum í átta liða úrslitum en Bandaríkin mæta Brasilíu. Fótbolti 7.7.2011 13:30 Læknir Tiger Woods játar sök í lyfjahneykslismáli Kanadíski læknirnir Anthony Galea hefur játað að hafa smyglað ólöglegum lyfjum til Bandaríkjanna. Galea sem starfar í Toronto í Kanada hefur haft íþróttamenn á borð við Tiger Woods og hafnarboltastjörnuna Alex Rodriguez á sínum snærum. Golf 7.7.2011 13:00 Veiði hafin á öllum svæðum Hreggnasa Veiði er nú hafin í öllum ánum sem Veiðifélagið Hreggnasi er með á leigu og selur veiðileyfi í. Góð veiði hefur verið í Korpu og byrjunin í Svalbarðsá í Þistilfirði lofar mjög góðu. Gljúfurá í Húnaþingi var opnuð í gær og þar fékkst einn lax og nokkrar bleikjur. Rólegt hefur verið yfir veiðinni í Grímsá og Laxá í Kjós og Bugðu en menn eru vongóðir um að veiðin glæðist eftir stórstreymið nú um helgina og á morgun. Veiði 7.7.2011 12:59 Lax að ganga í Hvannadalsá Við heyrðum í veiðimönnum úr Hvannadalsá. Þeir segja mikið vatn vera í ánni og frekar kalt úti. Lítið gekk hjá þeim til að byrja með á sunnudag en fór svo strax að ganga betur á mánudag, þá fengu þeir tvo laxa í Djúpafossi, annar um 90cm en hinn í kringum 83cm. Í gær beit hann svo á í Árdalsafossi og Árdalsfljóti en þeir voru í kringum 83cm, á meðan slagurinn stóð yfir sáu þeir um 10-15 laxa renna sér inn í Árdalsfljót. Veiði 7.7.2011 12:57 Ytri Rangá ennþá frekar róleg Alls komu 13 laxar upp í Ytri Rangá í gær og menn urðu varir við miklu meira líf en hefur verið undanfarið. Veiði 7.7.2011 12:54 Veiðin gengur vel í Elliðaánum Samkvæmt veiðivörðum stóðu Elliðaárnar í 176 veiddum löxum í gærkveldi. Stöðugar göngur eru í árnar en í nótt gengur 30 laxar gegnum teljarann við rafstöðina. Veiði 7.7.2011 12:51 Góð veiði í Straumunum Síðasta holl í Straumunum var með 17 laxa á tveimur dögum á tvær stangir. Hollið þar á undan var með 16 laxa en mikið vatn er í vatnamótunum. Veiði 7.7.2011 12:49 Veiðidagar barna í Elliðaánum Nú fer að líða að fyrsta veiðidegi barna í Elliðaánum og er mikil eftirvænting meðal yngri kynslóðarinnar. Töluverðar eftirspurnir hafa verið eftir plássum og hefur því einum degi verið bætt við þann 13.júlí næstkomandi. Enn eru örfá pláss laus þennan dag. Veiði 7.7.2011 12:46 Robbie Fowler semur við tælenskt félag Fyrrum framherji Liverpool Robbie Fowler hefur ákveðið að ganga til liðs við tælenska knattspyrnufélagið Muang Thong United. Fowler sem er einn vinsælasti leikmaðurinn í sögu Liverpool spilaði tvö síðustu tímabil í Ástralíu. Enski boltinn 7.7.2011 12:15 Þakið hrundi á stúku FC Twente - einn látinn Björgunaraðgerðum er lokið á leikvangi FC Twente, De Grolsch Veste, í Enschede í Hollandi. Þakið á stúku hollenska félagsins hrundi í morgun var fólk fast í rústunum. Nýjustu fregnir herma að einn hafi látist, tíu fluttir á sjúkrahús og þrír fengu aðhlynningu á staðnum. Fótbolti 7.7.2011 11:00 Pepsimörkin: Gaupahornið í Vestmannaeyjum Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 var með innslag í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær. Gaupi brá sér á leik í Vestmannaeyjum og tók púlsinn á stemningunni í Eyjum. Íslenski boltinn 7.7.2011 11:00 Lyfjahneyksli á HM kvenna í Þýskalandi Tveir leikmenn knattspyrnulandsliðs Norður-Kóreu féllu á lyfjaprófi að loknum leik liðsins gegn Kólumbíu í C-riðli á heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu í Þýskalandi. Ekki er greint frá því hvaða lyf leikmennirnir notuðu. Fótbolti 7.7.2011 10:15 Guðmundur og Ólafur í 4. sæti á EM - Ísland mætir Noregi í dag Íslenska karlalandsliðið í golfi mætir Norðmönnum í dag í fyrstu umferð í B-riðli á Evrópumeistaramóti áhugakylfinga sem fram fer í Portúgal. Íslendingar enduðu í 10. sæti eftir höggleikinn sem fram fór fyrstu tvo keppnisdagana. Samtals lék íslenska liðið á 2 höggum undir pari en Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR fór á kostum í gær þegar hann lék á 5 höggum undir pari eða 67 höggum. Guðmundur og Ólafur Björn Loftsson deildu fjórða sætinu í einstaklingskeppninni á samtals -6 höggum undir pari. Golf 7.7.2011 09:45 Brown og O'Shea í læknisskoðun hjá Sunderland Allt útlit er fyrir að John O'Shea varnarmaður Manchester United sé á leiðinni til Sunderland. Írinn hélt áleiðis til Sunderland í gær en hann mun gangast undir læknisskoðun í dag. Wes Brown liðsfélagi O'Shea hjá United fór í læknisskoðun hjá Sunderland í gærkvöldi. Enski boltinn 7.7.2011 09:29 Arsenal hafnar 20 milljóna punda boði United í Nasri Arsenal hefur hafnað 20 milljóna punda boði eða sem svarar um þremur og hálfum milljarði íslenskra króna Manchester United í franska miðjumanninn Samir Nasri. Arsenal vill fá 25 milljónir punda fyrir Nasri. Enski boltinn 7.7.2011 09:19 Pepsimörkin: Mörkin og tilþrifin úr 9. umferð Fimm leikir fóru fram í 9. umferð í Pepsideildinni i fótbolta karla í gær. Mörkin létu ekki á sér standa og í þessari samantekt úr þættinum Pepsimörkin frá því í gær eru öll mörkin sýnd og það er breska hljómsveitin Coldplay sem sér um undirleikinn. Íslenski boltinn 7.7.2011 08:05 Ólafur: Barnaskapur að spila svona varnarleik Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika var sæmilega sáttur með leik sinna manna í samtali við blaðamann. Hann hafði hann áhyggjur af slælegum varnartilburðum sinna manna en er þó ekki farinn að örvænta þótt stigataflan sýni ekki eins mörg stig og margir Blikar höfðu vonast eftir. Íslenski boltinn 6.7.2011 23:07 Andri: Mjög sáttur með framlag minna manna Andri Marteinsson þjálfarin Víkinga var ánægður með leik sinna manna en að sama skapi var hann ekki eins sáttur með úrslit leiksins. Víkingar sem leiddu lengi vel gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks misstu leikinn niður í 2-2 jafntefli þegar skammt lifði leiks. Íslenski boltinn 6.7.2011 23:04 Viktor: Gaman að skora framhjá Ingvari Hinn 17 ára Viktor Jónsson sýndi góðan leik með Víkingum í kvöld og skoraði seinna mark sinna manna í leiknum og það gegn sínum gamla þjálfara. Íslenski boltinn 6.7.2011 23:01 Óli Þórðar: Vorum teknir í kennslustund „Frá fyrstu mínútu til síðustu var þetta kennslustund í fótbolta. Við komumst yfir þvert gegn gangi leiksins og það var engan vegin sanngjarnt en svona er þetta. Fótbolti getur farið á alla vegu en Stjörnumenn héldu áfram og stútuðu okkur,“ sagði þungur á brún Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis eftir ósigurinn gegn Stjörnunni í kvöld. Íslenski boltinn 6.7.2011 22:58 Bjarni: Spiluðum frábærlega Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar hitti svo sannarlega naglan á höfuðið þegar hann skipti varnarmanninum Tryggva Sveini Bjarnasyni inná í framlínuna þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum gegn Fylki í kvöld. Tryggvi skoraði eftir mínútu og það lagði grunninn að 4-1 sigrinum. Íslenski boltinn 6.7.2011 22:56 « ‹ ›
Redknapp ætlar að byggja í kringum Modric Harry Redknapp, stjóri Spurs, vonar að nýir leikmenn sannfæri króatíska miðjumanninn Luka Modric um að rétt sé að vera áfram hjá félaginu. Modric vill fara en félagið neitar að selja hann. Bæði Man. Utd og Chelsea vilja kaupa miðjumanninn. Enski boltinn 7.7.2011 19:45
O´Shea fór líka til Sunderland Manchester United er búið að missa tvo varnarmenn til Sunderland í dag. Wes Brown fór fyrr í dag og nú er John O´Shea búinn að skrifa undir samning við félagið. Kaupverð leikmannanna var ekki gefið upp. Enski boltinn 7.7.2011 19:00
Stórsigur hjá KR í Evrópudeildinni KR er komið áfram í Evrópudeild UEFA eftir afar öruggan sigur, 5-1, á færeyska liðinu ÍF Fuglafjörður í kvöld. KR vann rimmu liðanna 8-2 samanlagt. Yfirburðir KR-inga í leiknum voru miklir og talsverður gæðamunur á liðunum. Það mátti sjá strax í upphafi. Fótbolti 7.7.2011 16:50
Grindvíkingar endurgreiða stuðningsmönnum og bjóða í grill Grindvíkingar ætla að endurgreiða stuðningsmönnum liðsins sem lögðu leið sína í Kaplakrika í gærkvöld og sáu sína menn tapa 7-2 gegn FH. Þá bjóða leikmennirnir öllum stuðningsmönnum liðsins í grillveislu að lokinni æfingu liðsins annað kvöld. Íslenski boltinn 7.7.2011 16:45
Gengur vel í Gljúfurá í Borgarfirði Síðasti tveggja daga hópur í Gljúfurá fékk tíu laxa. Þetta var þriðja holl sumarsins og lauk veiðum í gær. Þá stóð veiðibókin í sléttum 30 veiddum löxum. Veiði 7.7.2011 16:42
Wes Brown til Sunderland Varnarmaðurinn Wes Brown hefur gengið til liðs við Sunderland frá Manchester United. Brown skrifaði undir fjögurra ára samning í dag en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Enski boltinn 7.7.2011 16:00
Elfar Freyr Helgason á leið til AEK Knattspyrnumaðurinn Elfar Freyr Helgason úr Breiðabliki er á leiðinni til gríska félagsins AEK Aþenu. Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverðið en Elfar Freyr á eftir að gangast undir læknisskoðun og semja um kaup og kjör. Íslenski boltinn 7.7.2011 15:30
Hörður Axel samdi við þýskt úrvalsdeildarlið Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflvíkingum í IcelandExpress deild karla á næstu leiktíð. Hörður, sem er 22 ára gamall leikstjórnandi, hefur samið við þýska úrvalsdeildarliðið Mitteldeutscher til þriggja ára. Frá þessu er greint á karfan.is. Körfubolti 7.7.2011 15:26
Argentína veldur vonbrigðum á heimavelli Það er óhætt að segja að landslið Argentínu í knattspyrnu hafi ollið stuðningsmönnum sínum vonbrigðum í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu til þessa. Liðið gerði markalaust jafntefli við Kólumbíu í gærkvöldi. Miklar vonir voru bundnar við argentínska liðið enda liðið stjörnum hlaðið og á heimavelli. Fótbolti 7.7.2011 14:15
Svíar unnu Bandaríkin - Brasilía og Bandaríkin mætast Svíþjóð lagði Bandaríkin 2-1 í lokaumferð C-riðils á heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Úrslitin þýða að Svíar mæta Áströlum í átta liða úrslitum en Bandaríkin mæta Brasilíu. Fótbolti 7.7.2011 13:30
Læknir Tiger Woods játar sök í lyfjahneykslismáli Kanadíski læknirnir Anthony Galea hefur játað að hafa smyglað ólöglegum lyfjum til Bandaríkjanna. Galea sem starfar í Toronto í Kanada hefur haft íþróttamenn á borð við Tiger Woods og hafnarboltastjörnuna Alex Rodriguez á sínum snærum. Golf 7.7.2011 13:00
Veiði hafin á öllum svæðum Hreggnasa Veiði er nú hafin í öllum ánum sem Veiðifélagið Hreggnasi er með á leigu og selur veiðileyfi í. Góð veiði hefur verið í Korpu og byrjunin í Svalbarðsá í Þistilfirði lofar mjög góðu. Gljúfurá í Húnaþingi var opnuð í gær og þar fékkst einn lax og nokkrar bleikjur. Rólegt hefur verið yfir veiðinni í Grímsá og Laxá í Kjós og Bugðu en menn eru vongóðir um að veiðin glæðist eftir stórstreymið nú um helgina og á morgun. Veiði 7.7.2011 12:59
Lax að ganga í Hvannadalsá Við heyrðum í veiðimönnum úr Hvannadalsá. Þeir segja mikið vatn vera í ánni og frekar kalt úti. Lítið gekk hjá þeim til að byrja með á sunnudag en fór svo strax að ganga betur á mánudag, þá fengu þeir tvo laxa í Djúpafossi, annar um 90cm en hinn í kringum 83cm. Í gær beit hann svo á í Árdalsafossi og Árdalsfljóti en þeir voru í kringum 83cm, á meðan slagurinn stóð yfir sáu þeir um 10-15 laxa renna sér inn í Árdalsfljót. Veiði 7.7.2011 12:57
Ytri Rangá ennþá frekar róleg Alls komu 13 laxar upp í Ytri Rangá í gær og menn urðu varir við miklu meira líf en hefur verið undanfarið. Veiði 7.7.2011 12:54
Veiðin gengur vel í Elliðaánum Samkvæmt veiðivörðum stóðu Elliðaárnar í 176 veiddum löxum í gærkveldi. Stöðugar göngur eru í árnar en í nótt gengur 30 laxar gegnum teljarann við rafstöðina. Veiði 7.7.2011 12:51
Góð veiði í Straumunum Síðasta holl í Straumunum var með 17 laxa á tveimur dögum á tvær stangir. Hollið þar á undan var með 16 laxa en mikið vatn er í vatnamótunum. Veiði 7.7.2011 12:49
Veiðidagar barna í Elliðaánum Nú fer að líða að fyrsta veiðidegi barna í Elliðaánum og er mikil eftirvænting meðal yngri kynslóðarinnar. Töluverðar eftirspurnir hafa verið eftir plássum og hefur því einum degi verið bætt við þann 13.júlí næstkomandi. Enn eru örfá pláss laus þennan dag. Veiði 7.7.2011 12:46
Robbie Fowler semur við tælenskt félag Fyrrum framherji Liverpool Robbie Fowler hefur ákveðið að ganga til liðs við tælenska knattspyrnufélagið Muang Thong United. Fowler sem er einn vinsælasti leikmaðurinn í sögu Liverpool spilaði tvö síðustu tímabil í Ástralíu. Enski boltinn 7.7.2011 12:15
Þakið hrundi á stúku FC Twente - einn látinn Björgunaraðgerðum er lokið á leikvangi FC Twente, De Grolsch Veste, í Enschede í Hollandi. Þakið á stúku hollenska félagsins hrundi í morgun var fólk fast í rústunum. Nýjustu fregnir herma að einn hafi látist, tíu fluttir á sjúkrahús og þrír fengu aðhlynningu á staðnum. Fótbolti 7.7.2011 11:00
Pepsimörkin: Gaupahornið í Vestmannaeyjum Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 var með innslag í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær. Gaupi brá sér á leik í Vestmannaeyjum og tók púlsinn á stemningunni í Eyjum. Íslenski boltinn 7.7.2011 11:00
Lyfjahneyksli á HM kvenna í Þýskalandi Tveir leikmenn knattspyrnulandsliðs Norður-Kóreu féllu á lyfjaprófi að loknum leik liðsins gegn Kólumbíu í C-riðli á heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu í Þýskalandi. Ekki er greint frá því hvaða lyf leikmennirnir notuðu. Fótbolti 7.7.2011 10:15
Guðmundur og Ólafur í 4. sæti á EM - Ísland mætir Noregi í dag Íslenska karlalandsliðið í golfi mætir Norðmönnum í dag í fyrstu umferð í B-riðli á Evrópumeistaramóti áhugakylfinga sem fram fer í Portúgal. Íslendingar enduðu í 10. sæti eftir höggleikinn sem fram fór fyrstu tvo keppnisdagana. Samtals lék íslenska liðið á 2 höggum undir pari en Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR fór á kostum í gær þegar hann lék á 5 höggum undir pari eða 67 höggum. Guðmundur og Ólafur Björn Loftsson deildu fjórða sætinu í einstaklingskeppninni á samtals -6 höggum undir pari. Golf 7.7.2011 09:45
Brown og O'Shea í læknisskoðun hjá Sunderland Allt útlit er fyrir að John O'Shea varnarmaður Manchester United sé á leiðinni til Sunderland. Írinn hélt áleiðis til Sunderland í gær en hann mun gangast undir læknisskoðun í dag. Wes Brown liðsfélagi O'Shea hjá United fór í læknisskoðun hjá Sunderland í gærkvöldi. Enski boltinn 7.7.2011 09:29
Arsenal hafnar 20 milljóna punda boði United í Nasri Arsenal hefur hafnað 20 milljóna punda boði eða sem svarar um þremur og hálfum milljarði íslenskra króna Manchester United í franska miðjumanninn Samir Nasri. Arsenal vill fá 25 milljónir punda fyrir Nasri. Enski boltinn 7.7.2011 09:19
Pepsimörkin: Mörkin og tilþrifin úr 9. umferð Fimm leikir fóru fram í 9. umferð í Pepsideildinni i fótbolta karla í gær. Mörkin létu ekki á sér standa og í þessari samantekt úr þættinum Pepsimörkin frá því í gær eru öll mörkin sýnd og það er breska hljómsveitin Coldplay sem sér um undirleikinn. Íslenski boltinn 7.7.2011 08:05
Ólafur: Barnaskapur að spila svona varnarleik Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika var sæmilega sáttur með leik sinna manna í samtali við blaðamann. Hann hafði hann áhyggjur af slælegum varnartilburðum sinna manna en er þó ekki farinn að örvænta þótt stigataflan sýni ekki eins mörg stig og margir Blikar höfðu vonast eftir. Íslenski boltinn 6.7.2011 23:07
Andri: Mjög sáttur með framlag minna manna Andri Marteinsson þjálfarin Víkinga var ánægður með leik sinna manna en að sama skapi var hann ekki eins sáttur með úrslit leiksins. Víkingar sem leiddu lengi vel gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks misstu leikinn niður í 2-2 jafntefli þegar skammt lifði leiks. Íslenski boltinn 6.7.2011 23:04
Viktor: Gaman að skora framhjá Ingvari Hinn 17 ára Viktor Jónsson sýndi góðan leik með Víkingum í kvöld og skoraði seinna mark sinna manna í leiknum og það gegn sínum gamla þjálfara. Íslenski boltinn 6.7.2011 23:01
Óli Þórðar: Vorum teknir í kennslustund „Frá fyrstu mínútu til síðustu var þetta kennslustund í fótbolta. Við komumst yfir þvert gegn gangi leiksins og það var engan vegin sanngjarnt en svona er þetta. Fótbolti getur farið á alla vegu en Stjörnumenn héldu áfram og stútuðu okkur,“ sagði þungur á brún Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis eftir ósigurinn gegn Stjörnunni í kvöld. Íslenski boltinn 6.7.2011 22:58
Bjarni: Spiluðum frábærlega Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar hitti svo sannarlega naglan á höfuðið þegar hann skipti varnarmanninum Tryggva Sveini Bjarnasyni inná í framlínuna þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum gegn Fylki í kvöld. Tryggvi skoraði eftir mínútu og það lagði grunninn að 4-1 sigrinum. Íslenski boltinn 6.7.2011 22:56