Sport

Landsliðsfyrirliðinn ekki í fyrsta hóp Peter Öqvist

Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson er ekki 22 manna landsliðshópi Peter Öqvist fyrir Norðurlandamótið í körfubolta karla sem fram fer í Sundsvall í sumar. Magnús Þór hefur verið fyrirliði landsliðsins undanfarin sex ár og hefur ekki misst úr landsleik síðan árið 2002 en hann hefur verið með í síðustu 69 leikjum liðsins.

Körfubolti

Jón Guðni: Var sanngjarnt

„Við tökum stigið sáttir en þau hefða getað og mátt vera þrjú í dag. Þeir fá kannski færi líka til að klára þetta þannig að ég held að þetta hafi verið sanngjarnt,“ sagði varnarmaðurinn öflugi Jón Guðni Fjóluson eftir að Fram og Breiðblik gerðu 1-1 jafntefli á Kópavogsvelli í kvöld.

Íslenski boltinn

Ólafur: Alls ekki sáttur

Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks sagðist ekki geta annað en tekið stiginu sem fékkst með jafntefli Breiðabliks gegn Fram á heimavelli í kvöld en var alls ekki sáttur við leik sinna manna.

Íslenski boltinn

Valsmaður fékk rautt í sigri Færeyinga á Eistum

Valsmaðurinn Pol Johannes Justinussen fékk að líta rauða spjaldið á lokamínútunum þegar færeyska landsliðið vann 2-0 sigur á Eistum í undankeppni EM 2012 í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Færeyinga í undankeppninni en þeir hafa nú náð í þremur stigum meira en íslenska landsliðið hefur gert í sínum riðli.

Fótbolti

Engir Úgandamenn með ÍBV-liðinu í kvöld

Þór og ÍBV verða án margra leikmanna þegar þau mætast í Pepsi-deild karla á Þórsvellinum á Akureyri í kvöld. Þrír leikmenn Þórsliðsins eru í agabanni og tveir landsliðsmenn Úganda komust ekki til landsins í tæka tíð eftir að hafa spilað á móti Gínea-Bissá um helgina.

Íslenski boltinn

Markakóngur til Swansea

Welska knattspyrnuliðið Swansea sem nýverið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni hefur fest kaup á Danny Graham frá Watford. Kaupverðið er 3.5 milljónir punda. Graham varð markakóngur Championship-deildarinnar á síðasta ári og hafði verið orðaður við brotthvarf frá Watford.

Enski boltinn

Umfjöllun: Srjdan landaði sigrinum

Þórsarar unnu virkilega góðan sigur á ÍBV á heimavelli sínum á Akureyri í kvöld. Þeir geta þakkað Srjdan Rajkovic markmanni sínum fyrir stigin þrjú en hann átti magnaðan leik í 2-1 sigrinum.

Íslenski boltinn

Petrov búinn að jafna sig eftir óhapp í mótinu í Mónakó

Vitaly Petrov hjá Renault liðinu er búinn að jafna sig eftir óhapp sem hann varð fyrir í keppninni í Mónakó á dögunum. Stöðva þurfti keppnina á meðan hugað var að Petrov, sem varð fyrir hnjaski og bíll hans stöðvaðist í brautinni, auk fleiri bíla. Petrov segir að hann hafi verið í slag um fjórða sætið í Mónakó, áður en að óhappinu kom.

Formúla 1

Crouch: Mun ekki leggja landsliðsskóna á hilluna

Enski landsliðsmaðurinn Peter Crouch gefur lítið fyrir sögusagnir þess efnis að hann ætli að hætta að gefa kost á sér í landsliðið. Crouch segist hafa orðið pirraður að hafa ekki verið í hópnum gegn Sviss um helgina. Hann elski þó að spila fyrir þjóð sína og muni halda því áfram.

Enski boltinn

Opnunarhollið í Blöndu með 11 laxa

Opnunin í Blöndu endaði í 11 löxum, 10 þeirra voru á bilinu 10 - 14 pund en eitt örverpi var í hópnum. Auk þessara 11 settu menn í og misstu svipaðan fjölda við erfið skilyrði. Engu að síður eru menn sáttir við opnunina, enda einungis veitt á 4 stangir.

Veiði

Henderson og Doni orðaðir við Liverpool

Enski landsliðsmaðurinn Jordan Henderson er sterklega orðaður við Liverpool. Liverpool eru sagðir hafa gert tvö tilboð, síðast upp á 16 milljón pund en báðum tilboðum var hafnað af Sunderland. Talið er að Sunderland vilji 20 milljón pund fyrir leikmanninn.

Enski boltinn

Öqvist hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp

Svíinn Peter Öqvist, sem nýverið var ráðinn þjálfari A-landsliðs karla í körfuknattleik hefur valið sinn fyrsta æfingahóp ásamt aðstoðarmönnum sínum. Alls eru 22 leikmenn í hópnum sem mun æfa fyrir Norðurlandamótið sem fram fer í Sundsvall í sumar.

Körfubolti

Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum

Það er víst að veiðimenn landsins eru orðnir langþreyttir á þessu kuldaveðri sem hefur legið yfir landinu undanfarnar vikur. Hitinn í kortunum þessa vikuna er til dæmis hvergi mikið yfir 9 gráðum og víða fyrir norðan og inná hálendi á að frysta í nótt og jafnvel snjóa. Þetta gerir það að verkum að lífríkið er ekki almennilega farið af stað og vötnin ennþá mjög köld.

Veiði