Button óheppinn á heimavelli 11. júlí 2011 11:57 Jenson Button varð að stöðva bíl sinn eftir misheppnað þjónustuhlé hjá McLaren. AP mynd: Nigel Roddis Bretinn Jenson Button hjá McLaren var frekar óheppinn í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Hann féll úr leik eftir að þjónustuliðinu hans mistókst að festa ró sem festir hægra framdekkið við framhjólabúnað bílsins í þjónustuhléi. Button ók af stað, en varð að stöðva þar sem dekkið var við það að detta undan. „Fyrir síðasta þjónustuhléið það var hraðinn til staðar og ég hafði náð Lewis (Hamilton), Sebastian (Vettel) og Mark (Webber). Þegar þeir fóru í þjónustuhlé, þá ók ég áfram einn hring og ég tel að ég hefði komið út við hlið, eða jafnvel á undan Mark eftir hléið mitt. En framhjólið var laust og ég varð að stöðva bílinn", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren eftir mótið í gær. Starfsmaður McLaren sem átti að festa rónna á hægra framhjólið undir bíl Buttons missti hana og sneri sér til að ná í aðra loftbyssu til að festa hjólið, sem er regla hjá McLaren ef svona atvik koma upp, samkvæmt frétt á autosport.com. Sú hreyfing varð til þess að sá starfsmaður sem sér um að lækka bílinn af tjakknum sem notaður er að framan, taldi allt klárt og því fór sem fór. Button var sendur af stað og sagðist Button vona að svipað atvik kæmi ekki fyrir aftur. „Þetta er svekkjandi, sérstaklega fyrir framan heimamenn, af því ég naut mótsins. Ég hafði góðan hraða og hafði gaman af því að komast framúr Felipe í innaverðri Vale beygjunni. Við færðum áhorfendum eitthvað að kætast yfir og það var synd að við gátum ekki náði í fleiri stig í meistaramótinu. Ég tel að það hefði verið möguleiki á verðlaunasæti", sagði Button. Button hefur aldrei komist á verðlaunapall í breska kappakstrinum, en hann hefur keppt í mótinu tólf sinnum á ferlinum. Formúla Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bretinn Jenson Button hjá McLaren var frekar óheppinn í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Hann féll úr leik eftir að þjónustuliðinu hans mistókst að festa ró sem festir hægra framdekkið við framhjólabúnað bílsins í þjónustuhléi. Button ók af stað, en varð að stöðva þar sem dekkið var við það að detta undan. „Fyrir síðasta þjónustuhléið það var hraðinn til staðar og ég hafði náð Lewis (Hamilton), Sebastian (Vettel) og Mark (Webber). Þegar þeir fóru í þjónustuhlé, þá ók ég áfram einn hring og ég tel að ég hefði komið út við hlið, eða jafnvel á undan Mark eftir hléið mitt. En framhjólið var laust og ég varð að stöðva bílinn", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren eftir mótið í gær. Starfsmaður McLaren sem átti að festa rónna á hægra framhjólið undir bíl Buttons missti hana og sneri sér til að ná í aðra loftbyssu til að festa hjólið, sem er regla hjá McLaren ef svona atvik koma upp, samkvæmt frétt á autosport.com. Sú hreyfing varð til þess að sá starfsmaður sem sér um að lækka bílinn af tjakknum sem notaður er að framan, taldi allt klárt og því fór sem fór. Button var sendur af stað og sagðist Button vona að svipað atvik kæmi ekki fyrir aftur. „Þetta er svekkjandi, sérstaklega fyrir framan heimamenn, af því ég naut mótsins. Ég hafði góðan hraða og hafði gaman af því að komast framúr Felipe í innaverðri Vale beygjunni. Við færðum áhorfendum eitthvað að kætast yfir og það var synd að við gátum ekki náði í fleiri stig í meistaramótinu. Ég tel að það hefði verið möguleiki á verðlaunasæti", sagði Button. Button hefur aldrei komist á verðlaunapall í breska kappakstrinum, en hann hefur keppt í mótinu tólf sinnum á ferlinum.
Formúla Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira