Sport

Vettel fremstur í flokki á lokaæfingunni

Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur á lokaæfingu Formúlu 1 liða á Valencia götubrautinni á Spáni í dag. Fernando Alonso á Ferrari, sem er á heimavelli varð annar og liðfsfélagi hans Felipe Massa þriðji.

Formúla 1

Andri Már og Valdís Þóra leiða

Þriðja stigamót ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi hófst í gær á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Ungir kylfingar gáfu tóninn í karlaflokknum þar sem að Andri Már Óskarsson úr GHR á Hellu lék best allra á 68 höggum eða 3 höggum undir pari.

Golf

Garðar: Var ekki sanngjarnt

Garðar Jóhannsson skoraði mark Stjörnunnar í kvöld en það dugði ekki til gegn ÍBV sem vann 2-1 sigur í leik liðanna í Pepsi-deild karla í kvöld.

Fótbolti

Daníel: Trúi þessu ekki

Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, var hundsvekktur með að hafa tapað leiknum gegn ÍBV í kvöld á ódýru víti sem tryggði Eyjamönnum 2-1 sigur í leik liðanna í kvöld.

Fótbolti

Scott Carson á leið til Tyrklands

Markvörðurinn Scott Carson er á leið frá West Brom þar sem hann er við það að skrifa undir þriggja ára samning við Bursaspor. Hann gekkst undir læknisskoðun hjá félaginu í dag.

Enski boltinn

Gasperini tekur við Inter

Ítalska félagið Inter tilkynnti í dag að það hefði ráðið Gian Piero Gasperini sem þjálfara félagsins. Hann tekur við starfinu af Brasilíumanninum Leonardo sem verður íþróttastjóri hjá PSG.

Fótbolti

Ciudad Real flytur sig væntanlega til Madrid

Flestir bendir til þess að spænska handboltastórveldið Ciudad Real sé að flytja til Madrid. Ekki hefur tekist að fá nóg af stórum stuðningsaðilum í bænum til þess að halda rekstrinum áfram þar.

Handbolti

Umfjöllun: ÍBV vann á umdeildu víti

Andri Ólafsson reyndist hetja sinna manna í ÍBV gegn Stjörnunni í kvöld þrátt fyrir að hafa spilað í aðeins tíu mínútur. Hann skoraði sigurmark ÍBV úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Lokatölur 2-1 fyrir ÍBV.

Íslenski boltinn

Alonso fljótastur á Ferrari

Fernando Alonso á Ferrari náði besta aksturstíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Valencia götubrautinni á Spáni í dag. Hann varð á undan Lewis Hamilton á McLaren, Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji og Michael Schumacher á Mercedes fjórði samkvæmt frétt á autosport.com.

Formúla 1

Laxveiðinámskeið Veiðiheims í Elliðaánum.

Næstkomandi fimmtudag þann 30. júní fer fram laxveiðinámskeið í Elliðaánum. Farið verður yfir lífsferil laxa, veiðistaðalestur, allar helstu flugurnar, veiðiplanið og meðhöndlun á fiski. Einnig verður farið ítarlega yfir alla helstu veiðistaðina í Elliðaánum, bæði í myndum sem og gengið verður með neðri part ánna. Að loknum veiðistaðalestri verður svo farið í fluguköstin.

Veiði

Ein öflugasta flugan í göngulax

Núna þegar laxinn er farinn að hellast í árnar er ágætt að taka fyrir eina gamla og góða flugu sem hefur reynst mönnum afskaplega vel við veiðar snemma á tímabilinu. Það er Collie Dog. Þessi fluga hefur verið mikið notuð hér á landi en notkun hennar þó minnkað mikið eftir að túbuvæðingin ýtti henni aðeins til hliðar.

Veiði

Fljúgandi start í Ytri Rangá

Veiðar hófust í Ytri Rangá í morgun og laxinn var svo sannarlega mættur. Lax-á á er með sína fulltrúa á svæðinu, þá Stefán Pál Ágústsson og Stefán Sigurðsson. Stefán Sig var nú rétt í þessu að landa 12 punda hrygnu en nafni hans Ágústsson var enn fisklaus. Alls voru komnir 6 laxar á land en það er ein besta byrjun í Ytri Rangá í mörg ár.

Veiði