Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 27. júlí 2011 14:12 Hörður með 7 punda urriða úr Skeifunni Við fengum þessa frétt senda frá Herði Heiðar Guðbjörnssyni sem var staddur í Veiðivötnum. "Við félagarnir vorum að veiðum í Veiðivötnum á dögunum og veiddist bara ágætlega þrátt fyrir að lenda í leiðindar veðri í tvo hálfa daga. Þrátt fyrir það er fiskurinn enn til staðar í vatninu þannig að það er um að gera að láta sig hafa það að reyna. Þessi fiskur sem hér er með á mynd var tekinn í Skeifunni, en hann vóg tæp 7 pund. Flestir þeir fiskar sem veiddust hjá okkur voru almennt nokkuð vænir, eða margir 3-4 pund sem er hinn besti matfiskur. Undirritaður var þarna líka fyrir 10 dögum síðan en þá var meiri tregða í veiðinni, þannig að við vonum að þetta sé allt á réttri leið eða við vonum það a.m.k." Veiðin er klárlega að taka smá kipp í Veiðivötnum eftir tregðu undanfarnar vikur. Minnum ykkur á að senda okkur ykkar veiðifréttir og veiðimyndir á kalli@365.is Stangveiði Mest lesið Stórlax úr Víðidalnum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði Duglegir veiðikrakkar í Elliðaánum í gær Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði
Við fengum þessa frétt senda frá Herði Heiðar Guðbjörnssyni sem var staddur í Veiðivötnum. "Við félagarnir vorum að veiðum í Veiðivötnum á dögunum og veiddist bara ágætlega þrátt fyrir að lenda í leiðindar veðri í tvo hálfa daga. Þrátt fyrir það er fiskurinn enn til staðar í vatninu þannig að það er um að gera að láta sig hafa það að reyna. Þessi fiskur sem hér er með á mynd var tekinn í Skeifunni, en hann vóg tæp 7 pund. Flestir þeir fiskar sem veiddust hjá okkur voru almennt nokkuð vænir, eða margir 3-4 pund sem er hinn besti matfiskur. Undirritaður var þarna líka fyrir 10 dögum síðan en þá var meiri tregða í veiðinni, þannig að við vonum að þetta sé allt á réttri leið eða við vonum það a.m.k." Veiðin er klárlega að taka smá kipp í Veiðivötnum eftir tregðu undanfarnar vikur. Minnum ykkur á að senda okkur ykkar veiðifréttir og veiðimyndir á kalli@365.is
Stangveiði Mest lesið Stórlax úr Víðidalnum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði Duglegir veiðikrakkar í Elliðaánum í gær Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði