Sport

Tim Howard brjálaður út í mótshaldara

Bandaríski markvörðurinn Tim Howard blótaði mótshöldurum Gold Cup-mótsins í sand og ösku fyrir að láta verðlaunaafhendinguna eftir úrslitaleik mótsins í nótt fara alla fram á spænsku.

Fótbolti

Tinna vann upp forskot Valdísar á lokadeginum

Tinna Jóhannsdóttir úr Keili vann upp sex högga forskot Valdísar Þóru Jónsdóttur úr Leyni á lokakeppnisdegi Eimskipsmótaraðarinnar í golfi. Tinna lék Hvaleyraholtsvöllinn á 70 höggum eða -1 í dag og var samtals á 7 höggum yfir pari eftir þrjá hringi. Valdís Þóra varð önnur á +8 og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK varð þriðja á +9.

Golf

Haraldur Franklín sigraði Guðmund í bráðabana

Mikil spenna var á lokadegi Eimskipsmótaraðarinnar á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í dag þar sem að úrslit réðust í karlaflokki í bráðbana. Haraldur Franklín Magnús úr GR tryggði sér sigur í bráðabana gegn Guðmundi Ágústi Kristjánssyni sem er einnig úr GR.

Golf

Ólafur: Skömm að vinna ekki leikinn

Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, segir að það hafi verið grátlegt hjá sínum mönnum að hafa gefið frá sér tvö stig gegn Þór í dag. Liðin skildu jöfn, 1-1, en Fylkismenn fengu nóg af færum til að tryggja sér sigurinn.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Sigurmark Vals á lokaandartaki leiksins

Valsmenn unnu ótrúlegan sigur, 2-1, á Víkingum í 8.umferð Pepsi-deild karla á Vodafonevellinum í kvöld. Valsmenn misstu mann útaf með rautt spjald eftir hálftíma leik og léku einum færri út leiktímann, en það kom ekki að sök og þeir náðu að innbyrða sigur.

Íslenski boltinn

Vettel naut sín vel Í Valencia

Sebastian Vettel vann sjötta sigur sinn í Formúlu 1 á árinu í Valencia á Spáni í dag á Red Bull keppnisbíl. Vettel var meira og minna í forystu í mótinu og er kominn með 77 stiga forskot á næsta ökumann í stigakeppni ökumanna.

Formúla 1

Umfjöllun: Enn einn sigurinn hjá KR

KR-ingar halda áfram sigurgöngu sinni í Pepsi-deild karla. Í kvöld styrktu þeir stöðu sína á toppnum með sanngjörnum 3-0 sigri á Grindvíkingum Suður með sjó. KR-ingar eru því með 20 stig í efsta sæti á meðan Grindvíkingar eru í tíunda sæti með sjö stig.

Íslenski boltinn

Vettel kom fyrstur í mark

Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull hefur tekið afgerandi forystu í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1 eftir sigur í evrópska kappakstrinum sem fór fram í Valencia á Spáni.

Formúla 1

Metopnun í Selá

Selá opnaði í morgun og var metveiði miðað við fyrri opnanir, alls veiddust tuttugu laxar í ánni í dag og muna menn ekki annað eins!

Veiði

Flott opnun í Víðidalsá

Eftir 2 vaktir eru a.m.k. 9 stórlaxar komnir á land í Víðidalsá og veiddist víðsvegar um ánna. Harðeyrarstrengur, Efri Garðar, Ármót og Laxapollur gáfu t.a.m. allir fiska og er víst talsvert af laxi í Laxapolli. Laxarnir sem komu á land voru allir á bilinu 80 – 85 cm að lengd og var öllum sleppt aftur enda sleppiskylda á stórlaxi í Víðidalnum.

Veiði