Sport

Alonso vonar að velgengni McLaren hjálpi Ferrari

Fernando Alonso hjá Ferrari varð í öðru sæti í þýska kappakstrinum í gær á eftir Lewis Hamilton hjá McLaren. Hann vonast til þess að McLaren ökumennirnir taki stig af Sebastian Vettel hjá Red Bull í komandi mótum og það hjálpi honum að sækja á Vettel í stigamótinu.

Formúla 1

Helgin var góð í Ytri Rangá

Helgin var ágæt í Ytri Rangá. Það var hvasst á laugardaginn og nær ómögulegt að kasta flugu en samt náðu veiðimenn að landa 22 löxum. Sunnudagurinn var mun betri, vindinn lægði og veiðimenn gátu kastað, en alls komu 53 laxar á land. Helstu svæðin sem voru að gefa yfir helgina eru þau sömu og undanfarið, en það eru svæði eitt, fjögur og sex.

Veiði

McLaren lætur ekki deigan síga eftir sigur

Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins segir að lið sitt muni halda áfram að setja pressu á Sebastian Vettel, sem hefur gott forskot í stigamóti ökumanna. Lewis Hamilton á McLaren vann mót í Þýskalandi í gær, en Vettel varð fjórði á Red Bull bíl sínum.

Formúla 1

Rólegt í sjóbleikjunni á Eyjafjarðarsvæðinu

Fremur rólegt hefur í sjóbleikjunni á Eyjafjarðarsvæðinu það sem af er júlí. Kalt vor hefur seinkað leysingum og árnar verið mjög vatnsmiklar nú í júlí. Engin ástæða er þó til að örvænta því þótt bleikjan hafi verið fyrr á ferðinni síðustu árin verður það að teljast fremur undantekning en regla - á árunum í kringum 2000 var bleikjan yfirleitt ekki á ferðinni fyrr en eftir 20. júlí.

Veiði

Stórlaxaveiði á Bíldsfelli

Veiðimenn í Alviðru í Sogi settu í sjö laxa í gærmorgun og lönduðu þremur. Stórlaxaveiði hefur verið í Bíldsfelli síðustu tvo daga.

Veiði

Eigandi Neuchatel Xamax rekur nýráðið þjálfarateymi

Tsjetsjeninn Bulat Chagaev, eigandi svissneska knattspyrnufélagsins Neuchatel Xamax síðan í maí, hefur rekið nýráðið þjálfarateymi sitt eftir 2-0 tap gegn meisturum Basel um helgina. Chagaev hafði áður rekið fyrri þjálfara, skrifstofufólk og sagt um samningum við styrktaraðila.

Fótbolti

Kristján Þór: Ég gaf þessu sénsinn

Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ lék vel á lokadeginum á Íslandsmótinu í höggleik, 69 höggum, þremur höggum undir pari og gerði hann atlögu að Axel Bóassyni sem var efstur fyrir lokahringinn. Kristján fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í Vestmannaeyjum árið 2008 en hann hefur endað í öðru sæti á tvö síðustu ár á Íslandsmótinu í höggleik.

Golf

Forlan afgreiddi Paragvæ

Diego Forlan var í aðalhlutverki hjá Úrúgvæ í kvöld er liðið tryggði sér sigur í Copa America-keppninni. Úrúgvæ lagði Paragvæ í úrslitum, 3-0.

Fótbolti

Haraldur: Gaman að keyra brautina með þrjú stig

„Hann var sætur þessi sigur en erfiður enda ekki mörg lið sem koma hingað og vinna. Það er sterkt að labba héðan burt með þrjú stig. Það er erfitt að spila við Stjörnuna – sérstaklega á þessu teppi,“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, glaður í bragði eftir sigur sinna manna á Stjörnunni 3-2.

Íslenski boltinn

Bjarni: Fórum illa með álitlegar sóknir og þokkaleg færi

„Nú er maður jafn svekktur og maður var glaður fyrir viku. Að tapa leik á heimavelli á síðustu mínútu í svona bardagaleik sem gat endað hvorumeginn sem var. Mér fannst samt við skarpari sóknarlega en fórum illa með álitlegar sóknir og þokkaleg færi,“ sagði Bjarni Jóhansson þjálfari Stjörnunnar eftir tap sinna manna á heimavelli gegn Keflvíkingum 3-2 – eitthvað sem sést ekki á hverjum degi í Garðabæ.

Íslenski boltinn

Willum: Öflugt þetta Keflavíkurhjarta

„Þetta var ofsalegur liðsheildarsigur. Við lögðum þennan leik þannig upp að við værum ekkert að fara galopna okkur. Það hefði verið óðsmannsæði. Við fórum vel yfir leik Stjörnunnar og þeir hafa verið á feiknarflugi og mér fannst okkur takast sem lið að loka vel á þá,“ sagði ánægður og glaður Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíku,r eftir sigur sinna manna gegn Stjörnunni 3-2 í Pepsi deildinni.

Íslenski boltinn

Axel Bóasson: Búinn að bíða lengi eftir að ná loksins stóra sigrinum

Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili sýndi snilldartakta á lokaholunni á Íslandsmótinu í höggleik í golfi sem lauk í dag á Hólmsvelli í Leiru. Axel lék sér að því að slá með 8-járni af um 180 metra færi í öðru höggi inná flötina og setti hann púttið í fyrir erni og tryggði þar með sigurinn. Hann lék lokahringinn á 74 höggum og samtals var hann á 2 höggum undir pari.

Golf

Ólafía Þórunn: Þetta er frábær tilfinning

"Þetta er frábær tilfinning. Ég ætlaði bara að vera yfirveguð á þessum lokahring og fá sem flest pör, en það var erfitt í þessum aðstæðum,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir rétt eftir að hún fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í höggleik kvenna í golfi á Hólmsvelli í Leiru í dag.

Golf