Sport

1.715 laxar komnir úr Norðurá

Mjög góð veiði hefur verið í Norðurá í Borgarfirði síðari hluta júlímánaðar og hafa hollin verið að fá 100-150 laxa á þremur dögum. Enn er lax að ganga.

Veiði

Bellamy vill ekki til Celtic

Craig Bellamy framherji Manchester City hefur samkvæmt heimildum Sky Sports engan áhuga á að ganga til liðs við Celtic í sumar en hann var á láni hjá skoska stórliðinu frá Newcastle 2005.

Fótbolti

Zhirkov á leiðinni til Rússlands

Rússneski kantmaðurinn Yury Zhirkov hjá Chelsea er við það að ganga til liðs við Anzhi Makhachkala í heimalandi sínu fyrir 15 milljónir evra en hann hefur verið á mála hjá Chelsea síðustu tvö árin.

Fótbolti

Nökkvi vann Einvígið á Nesinu

Nökkvi Gunnarsson NK vann einvígið á Nesinu 2011. Hann tryggði sér sigur í bráðabana á lokaholunni en í öðru sæti var Ingi Rúnar Gíslason GKJ.

Golf

Barton má fara frá Newcastle

Enski miðjumaðurinn og ólátabelgurinn Joey Barton má yfirgefa Newcastle á frjálsri sölu eftir að hafa farið mikinn á twitter síðasta sólarhringinn þar sem hann hefur gagnrýnt eigendur og stjórnendur Newcastle og rifist við stuðningsmann félagsins.

Enski boltinn

Balotelli: Ég þoli ekki Manchester-borg

Það má ekki líta af Mario Balotelli og þá er hann kominn í vandræði. Balotelli stóð sig vel með Manchester City í úrslitaleik Dublin-bikarsins í gær, skoraði mark og fékk hrós frá stjóranum Roberto Mancini eftir leikinn. Hann talaði hinsvegar "af sér" í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.

Enski boltinn

60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá

Eystri Rangá hefur verið að skila 60-80 löxum á land á dag þrátt fyrir að áin sé stundum lituð hluta úr degi. Ef áin væri hrein allann daginn væru 100 + laxa dagarnir orðnir margir því mikið af laxi hefur verið að ganga síðustu daga.

Veiði

63 laxar á eina stöng í Grímsá

Veiði hefur glæðst til muna í Borgarfjarðaránum eftir vætutíð að undanförnu og er Grímsá þar engin undantekning. Góð veiði hefur verið í ánni að undanförnu en fáir hafa sennilega gert betur en bræðurnir Eggert og Þórir Halldórssynir frá Stykkishólmi sem fengu 63 laxa á ,,rúmlega“ eina stöng dagana 23. til 26. júlí sl. Þeir bræður veiða víða en Grímsáin er í sérstöku uppáhaldi enda hefur hún reynst þeim gjöful í áranna rás.

Veiði

Chelsea gæti boðið í Luka Modric í þriðja sinn

Ron Gourlay, stjórnarformaður Chelsea, segir að félagið muni taka ákvörðun um það í vikunni hvort að þeir bjóði í þriðja sinn í Luka Modric hjá Tottenham eða gefi það alveg upp á bátinn að reyna að kaupa Króatann frá nágrönnum sínum.

Enski boltinn

KR-ingar í bikarúrslit í sextánda sinn - myndir

KR-ingar tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum með því að vinna 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík á Ísafirði í dag. KR-ingar eru þar með komnir í bikarúrslitaleikinn í þriðja sinn á síðustu fjórum tímabilum en þetta verður sextándi bikarúrslitaleikur A-liðs KR frá upphafi.

Íslenski boltinn

Geir: Þetta eru mótherjar sem við eigum að geta ráðið við

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en Geir var í Ríó í Brasilíu í gær þegar dregið var í riðla í undankeppni HM 2014. Ísland lenti þar í riðli með Noregi, Slóveníu, Sviss, Albaníu og Kýpur en að flestra mati er þetta ekki mjög spenandi eða söluvænn riðill.

Íslenski boltinn

Rúnar: Bjarni, Viktor og Guðmundur Reynir fara ekki með til Tbilisi

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, kom KR-liðinu í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð í kvöld þegar KR vann 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í undanúrslitum Valitorsbikarsins á Ísafirði. KR-liðið vann 4-0 sigur á Fram undir hans stjórn í undanúrslitaleiknum í fyrra en gerði út um leikinn í dag með því að skora þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum.

Íslenski boltinn