Sport

Upson til Stoke á frjálsri sölu

Miðvörðurinn Matthew Upson er genginn til liðs við Stoke City. Upson, sem skrifaði undir tveggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið, kemur til félagsins á frjálsri sölu.

Enski boltinn

Stelpurnar hafa sýnt okkur áhuga

Jesper Holdt Jensen, danski miðjumaðurinn hjá Stjörnunni, fór á kostum í 5-1 sigri Garðbæinga á Þór á sunnudaginn. Jesper skoraði eitt mark, lagði upp tvö og er leikmaður 14. umferðar að mati Fréttablaðsins.

Íslenski boltinn

Sárt að þurfa að segja sig úr landsliðshópnum

Hannes Þór Halldórsson, markvörður toppliðs KR, hefur verið í sannkölluðu landsliðsformi á sínu fyrsta tímabili með KR-ingum og var í kjölfarið valinn í A-landsliðið fyrir vináttuleikinn á móti Ungverjum í kvöld. Hannes varð hins vegar að segja sig úr hópnum vegna meiðsla á hendi og það verður því einhver bið á því að hann spili fyrsta landsleikinn.

Íslenski boltinn

Casillas: Sigurinn sem breytti öllu fyrir Spánverja

Iker Casillas landsliðsmarkvörður og fyrirliði Spánverja segir sigurinn á Ítalíu í vítaspyrnukeppninni á Evrópumótinu 2008 ástæðuna á bak við velgengni Spánverja á EM 2008 og HM 2010. Þann dag hafi lukkan snúist á band með Spánverjum.

Fótbolti

Stjörnukonur komnar með sjö stiga forskot á toppnum

Stjörnukonur stigu stórt skref í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli félagins með því að vinna 3-2 sigur á KR í Vesturbænum í kvöld. Stjarnan er nú komið með sjö stiga forskot á toppnum þar sem að Valskonur töpuðu stigum yfir norðan. Það urðu óvænt úrslit í Kópavoginum þegar nýliðar Grindavíkur unnu sinn annan leik í röð og komust þar með af botninum.

Íslenski boltinn

Þór/KA náði stigi á móti Val með marki úr víti í uppbótartíma

Valur tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni á Þórsvellinum í kvöld þegar Þór/KA og Valur gerðu 1-1 jafntefli í leik liðanna í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna. Mateja Zver tryggði Þór/KA stig með því að jafna metin úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Staða Stjörnunnar á toppnum gæti því vænkast enn frekar eftir þessa umferð.

Íslenski boltinn

AEK-liðið steinlá á Kýpur án Eiðs Smára

AEK Aþena tapaði 3-0 í æfingaleik á móti kýpverska liðinu Anorthosis Famagusta á Kýpur í kvöld en Íslendingarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Elfar Freyr Helgason voru fjarri góðu gammni þar sem að þeir eru uppteknir með íslenska landsliðinu í Ungverjalandi.

Fótbolti

Ítalía-Spánn í beinni í staðinn fyrir England-Holland

Stöð 2 Sport 3 mun sýna leik Ítalíu og heimsmeistara Spánar í beinni á morgun í staðinn fyrir leik Englands og Hollands sem var aflýst fyrr í dag vegna óeirðanna í Lundúnaborg. Leikurinn fer fram í Bari og hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma. Leikurinn er á Stöð 2 Sport 3 þar sem leikur Íslands og Ungverjalands er sýndur á Stöð 2 Sport á sama tíma.

Fótbolti

Barton æfir með aðalliði Newcastle á nýjan leik

Joey Barton miðvallarleikmaður Newcastle United æfði með aðalliði félagsins á nýjan leik í gær. Barton, sem hefur fengið grænt ljós á frjálsa sölu frá félaginu, æfði einn í síðustu viku en óánægju gætti hjá stjórnarmönnum Newcastle vegna framkomu hans á Twitter.

Enski boltinn

Fyrrum leikmaður Blackburn æfir með AEK

Franski miðjumaðurinn Herold Goulon æfir um þessar mundir með Eiði Smára Guðjohnsen og Elfari Frey Helgasyni hjá AEK Aþenu. Goulon var fenginn til Blackburn þegar Sam Allardyce réð þar ríkjum en fékk fá tækifæri undir stjórn Steve Kean og látinn fara að loknu síðasta tímabili.

Fótbolti

Ummæli Williams vekja mikla athygli

Það mætti halda að kylfusveinninn Steve Williams hafi unnið Bridgestone-golfmótið um helgina. Athygli fjölmiðla er ekki síður á kylfusveininum en kylfingnum Adam Scott sem spilaði frábært golf og stóð uppi sem sigurvegari.

Golf