Sport

Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá

Nú er engum blöðum um það að fletta að haustið er komið með tilheyrandi litadýrð og rúðuskafi. Menn eru þó enn að egna fyrir laxinum í Ytri Rangá og geta aflabrögð verið góð þrátt fyrir misgóð skilyrði

Veiði

West Ham fær ekki að kaupa Ólympíuleikvanginn

Baráttunni um Ólympíuleikvanginn í London er hvergi nærri lokið. Búið var að að úthluta West Ham völlinn eftir að ÓL lýkur næsta sumar en í dag verður sá samningur felldur úr gildi. West Ham getur þakkað það Tottenham og Leyton Orient sem kærðu gjörninginn.

Enski boltinn

Enska knattspyrnusambandið stendur með Rooney

Forráðamenn enska knattspyrnusambandsins standa þétt við bak Wayne Rooney og ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur svo Rooney fái aðeins eins leiks bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Svartfjallalandi.

Fótbolti

Finn það á æfingunum að alvaran er að byrja

Helena Sverrisdóttir verður á morgun fyrsta íslenska körfuboltakonan sem spilar í Euroleague-deildinni, Meistaradeild kvennakörfuboltans, þegar hún og félagar hennar í slóvakíska liðinu Dobri Anjeli skella sér til Póllands.

Körfubolti

Tvö upp úr okkar riðli á lokakvöldi riðlakeppni EM?

Riðlakeppni undankeppni EM lýkur í kvöld en Ísland og England eru tvær af þeim þjóðum sem hafa þegar lokið keppni. Fimm sæti á EM eru í boði á lokakvöldinu en England, Spánn, Þýskaland, Ítalía og Holland hafa þegar tryggt sig inn á EM auk gestgjafa Póllands og Úkraínu.

Fótbolti

Keflvíkingar ráða kannski þjálfara í dag

„Við erum búnir að ræða bæði við Zoran Daníel Ljubicic og Gunnar Oddsson. Það er okkar von að þeir taki þetta að sér saman,“ sagði Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, en Keflvíkingar eru að leggja lokahönd á þjálfaramálin hjá sér.

Íslenski boltinn

Við Óli Þórðar erum ólíkar týpur

Ásmundur Arnarsson hætti í gær með 1. deildarlið Fjölnis og gerði þriggja ára samning um að taka við Pepsi-deildarliði Fylkis. Fjölnismenn stóðu ekki í vegi fyrir honum og réðu síðan strax í gær aðstoðarmann hans undanfarin þrjú ár, Ágúst Þór Gylfason, sem eftirmann hans.

Íslenski boltinn

Ólafur Örn skoðar sína möguleika

"Ég er bara samningslaus leikmaður að skoða mína möguleika. Þannig er staðan hjá mér í dag,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, fráfarandi þjálfari Grindavíkur, en hann á enn eftir að ganga frá leikmannasamningi og ekki er víst að hann spili áfram með Grindavík.

Íslenski boltinn

Krkic afar hrifinn af Totti

Spánverjinn Bojan Krkic er afar sáttur í herbúðum ítalska félagsins Roma en þangað kom hann í sumar frá Barcelona. Krkic hrósar fyrirliða félagsins, Francesco Totti, sérstaklega mikið.

Fótbolti

Horner: Árið hefur verið magnað

Christian Horner, yfirmaður Formúlu 1 liðs Red Bull, segir að markmið liðsins sé að tryggja liðinu meistaratitil bílsmiða í framhaldinu af því að Sebastian Vettel ökumaður liðsins tryggði sér titil ökumanna í gær. Yngstur allra til að vinna tvo meistaratitla í röð, eftir að hafa orðið yngsti meistari sögunnar í fyrra.

Formúla 1

Martin Atkinson ekki settur í skammarkrókinn

Enska dómaranum Martin Atkinson verður ekki refsað fyrir mistök sín í leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni sem fram fór á Goodison Park á dögunum. Atkinson rak þá Everton-manninn Jack Rodwell af velli þrátt fyrir að varla hafi verið um brot að ræða.

Enski boltinn

Ásmundur gerir þriggja ára samning við Fylki

Fylkismenn hafa staðfest það að Ásmundur Arnarsson, fyrrum þjálfari 1. deildarliðs Fjölnis, hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Fylkis. Ásmundur skrifaði undir þriggja ára samning við Árbæjarliðið og tekur þar við starfi Ólafs Þórðarsonar.

Íslenski boltinn

Button: Vettel á titilinn skilið

Jenson Button fagnaði sigri í japanska kappakstrinum í gær á McLaren, en Button var eini ökumaðurinn sem átti tölfræðilega möguleika á því að skáka Vettel í titilslagnum fyrir mótið í Japan.

Formúla 1

Lengsti bráðbani í sögu PGA - Molder fékk 100 milljónir kr.

Bryce Molder sigraði í fyrsta sinn á ferlinum á PGA móti í golfi í gær eftir maraþonbráðabana gegn Briny Baird. Þeir luku leik á 17 höggum undir pari og úrslitin réðust ekki fyrr en á sjöttu holu í bráðabana sem er sá lengsti í sögunni á bandarísku PGA mótaröðinni en hann stóð yfir um tvo tíma.

Golf

Ronaldo: Fólk elskar að horfa á mig spila

Það gustar um Portúgalann Cristiano Ronaldo sem fyrr. Hann er umdeildur knattspyrnumaður sem reglulega má þola að baulað sé á hann. Sjálfur er hann þó sannfærður um að fólk elski að horfa á hann spila fótbolta.

Fótbolti

Fjarvera Norðmanna á EM kostar sambandið um 2 milljarða kr.

Norska karlalandsliðið í fótbolta stólaði á að Íslendingar myndu ná góðum úrslitum gegn Portúgal undankeppni Evrópumótsins s.l. föstudag því Norðmenn áttu á þeim tíma möguleika á að komast áfram í úrslitakeppnina. Eftir 5-3 tap Íslands runnu möguleikar Norðmanna endanlega út í sandinn og tekjumissir þeirra er talin vera um 2 milljarðar kr.

Fótbolti