Sport

AC Milan hækkaði launin hjá þjálfaranum sínum

Massimiliano Allegri, þjálfari AC Milan, er greinilega að standa sig vel í starfinu að mati yfirboðara hans því hann er búinn að fá 500 þúsund evru launahækkun. AC Milan er samt ekki tilbúið að gera nýjan samning við hann fyrr en eftir tímabilið.

Fótbolti

Þetta fá íslensku félögin í styrk frá UEFA og KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið það út hvað íslensku félögin fá í árlegan styrk frá sambandinu en peningarnir koma bæði frá UEFA í gegnum tekjur af Meistaradeild UEFA 2010/2011 sem og frá framlagi frá KSÍ til þeirra félaga sem áttu ekki rétt á styrknum frá UEFA. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá KSÍ.

Íslenski boltinn

John Terry ekki í hópnum hjá Chelsea í kvöld

John Terry, fyrirliði Chelsea, er ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld þegar liðið mætir Everton í enska deildarbikarnum. Það hefur verið mikið umstang í kringum John Terry frá leiknum á móti Queens Park Rangers um helgina en það er þó ekki ástæðan fyrir því að Terry verður ekki með í kvöld.

Enski boltinn

Jafntefli gegn Noregi ekki nóg

Íslenska U-19 landslið karla er úr leik í undankeppni EM 2012 eftir 2-2 jafntefli gegn Noregi í dag. Ísland endaði í neðsta sæti riðilsins en samt hefði sigur dugað til að komast áfram.

Fótbolti

Tevez er sár og reiður

Fjölmiðlafulltrúi Carlos Tevez segir að leikmaðurinn sé sár og reiður vegna þeirra ásakana að hann hafi neitað að spila með félaginu.

Enski boltinn

Vatnsmikil saga úr Geirlandsá

Það hefur gengið á ýmsu á veiðislóðum í grennd við Kirkjubæjarklaustur í haust og sum hollin lítið sem ekkert getað veitt sökum stórrigninga og vatnselgs. Fengum við sendar línur ásamt myndum frá Haraldi Árna Halraldssyni sem lýsir best þeim aðstæðum sem margir veiðimenn þurftu að horfast í augu við lungann úr haustinu. Hollin sem lentu svo í sjatnandi vatni þess á milli fengu fína veiði.

Veiði

Sleppur Veigar Páll við keppnisbann?

Norskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um umdeild atriði varðandi vistaskipti Veigars Páls Gunnarssonar í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Stabæk seldi sem kunnugt er Veigar Pál til Vålerenga í Osló og vakti það athygli hvernig staðið var að þeim viðskiptum. Á morgun mun norska knattspyrnusambandið taka ákvörðun um hvort ákæra verði lögð fram í málinu.

Fótbolti

Nýliðar Vals bæta við sig erlendum leikmanni

Nýliðar Vals í Iceland Express deild karla í körfuknattleik hafa bætt við sig erlendum leikmanni. Hamid Dicko, sem er Bandaríkjamaður með franskt ríkisfang, spilaði sinn fyrsta leik með Val gegn Njarðvík í Lengjubikarnum og skoraði hann 14 stig í þeim leik.

Körfubolti

Erindi um stíflur og áhrif þeirra

Margir hafa lýst yfir áhyggjum af afdrifum fiskistofna í Þjórsá verði af fyrirhuguðum virkjunum í neðanverðri ánni. NASF hefur sent frá sér fréttatilkynningu um fróðlegan fyrirlestur um málefnið.

Veiði

Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum

Það var athyglisverð frétt á Eyjunni núna nýverið, en samkvæmt henni ætlar sveitastjórnin í Húnaþingi að taka gjald af rjúpnaskyttum sem vilja veiða á Víðidalstunguheiði, Tvídægru og Arnarvatnsheiði, svæðum sem talið er að verði að þjóðlendum þegar Óbyggðanefnd hefur unnið sitt starf.

Veiði

Veiðifréttir eru komnar út

Veiðifréttir eru komnar út á rafrænu formi og eiga að vera í pósthólfum félagsmanna. Það er einnig hægt að nálgast blaðið hér.

Veiði

Viljum enda árið vel

Ísland leikur í dag sinn síðasta leik á árinu er stelpurnar okkar mæta Norður-Írlandi í Belfast í undankeppni EM 2013. Ísland er taplaust í riðlinum og segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari að stefnan sé að kóróna frábært ár með landsliðinu með sigri.

Fótbolti