Sport

Krísufundur hjá Inter

Það var krísufundur hjá ítalska félaginu Inter í dag þegar Massimo Moratti, forseti Inter, settist niður með þjálfaranum, Claudio Ranieri.

Fótbolti

John Henry ánægður með Kenny Dalglish

John Henry, eigandi Liverpool, var vitanlega hæstánægður með að félagið hafi borið sigur úr býtum í enska deildabikarnum í gær. Þetta var fyrsti titill félagsins síðan að Henry tók við félaginu árið 2010.

Enski boltinn

Tíu milljarða hagnaður Arsenal

Arsenal hagnaðist vel á sölu þeirra Cesc Fabregas og Samir Nasri en félagið hefur tilkynnt hagnað upp á tæpa tíu milljarða króna fyrir fyrri hluta núverandi rekstrarárs, frá maí til nóvember 2011.

Enski boltinn

Bryant með brákað nef og vægan heilahristing

Kobe Bryant, aðalstjarna NBA liðsins LA Lakers, er með brákað nef eftir viðskipti sín við Dwayne Wade leikmanna Miami Heat í Stjörnuleiknum í Orlando í gær. Forráðamenn Lakers greindu frá því að Bryant færi í skoðun hjá háls – nef og eyrnalækni í dag.

Körfubolti

Hreindýraveiði á Grænlandi?

Nú er úthlutun lokið vegna hreindýraveiða á Íslandi og líklega um 3.500 veiðimenn sem þurfa að bíta í það súra epli að hafa ekki fengið úthlutað dýri. En þeir veiðimenn sem vilja ekki missa af upplifuninni og jafnvel gera hana betri, ættu að skoða þessa frétt sem við fundum hjá Lax-Á. Það eru víðar hreindýr en á Íslandi sem betur fer.

Veiði

Mahan í fyrsta sinn á meðal 10 efstu á heimslistanum

Bandaríski kylfingurinn Hunter Mahan kom sér í níunda sætið á heimslistanum í golfi með sigri sínum á Heimsmótinu í holukeppni sem lauk í gær í Arizona í Bandaríkjunum. Mahan hafði betur gegn Norður-Íranum Rory McIlroy í úrslitum mótsins, 2/1. Mahan hefur aldrei áður náð að vera á meðal 10 efstu á heimslistanum áður.

Golf

Diarra samdi við Fulham

Mahamadou Diarra, fyrrum leikmaðu Real Madrid, hefur samið við Fulham í ensku úrvalsdeildinni og mun spila með liðinu til loka leiktíðarinnar.

Enski boltinn

Stjörnuhelgi NBA í Orlando | myndasyrpa

Það var mikið um að vera í Orlando um helgina þar sem að Stjörnuhelgi NBA fór fram. Í myndasyrpunni má finna helstu tilþrifin úr sjálfum Stjörnuleiknum og einnig troðslukeppninni sem fram fór á laugardag. Jeremy Evans leikmaður Utah sigraði í troðslukeppninni og Kevin Durant frá Oklahoma var valinn besti leikmaður Stjörnuleiksins. Kevin Love frá Minnesota sigraði í þriggja stiga keppninni.

Körfubolti