Sport

Margrét Lára ekki í leikmannahópi Turbine Potsdam

Margrét Lára Viðarsdóttir getur ekki tekið þátt í fyrri leik 1. FFC Turbine Potsdam á móti rússneska liðinu FC Rossiyanka í átta liða úrslitum í Meistaradeildinni en leikurinn hefst klukkan 17.00 og er í beinni á Eurosport (stöð 40 á Fjölvarpinu).

Fótbolti

Lið & ökumenn: Mercedes, Lotus og Force India

Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum.

Formúla 1

Jose Reina hrósar Luis Suarez fyrir óeigingirnina í gær

Jose Reina, markvörður Liverpool, hrósaði fyrirliðanum Steven Gerrard og framherjanum Luis Suarez eftir 3-0 sigur liðsins í 217. Merseyside-slagnum sem fór fram á Anfield í gærkvöldi. Gerrard skoraði öll mörk Liverpool þar af tvö þau síðustu eftir stoðsendingar frá Suarez.

Enski boltinn

Orðrómurinn angrar Gylfa Þór ekki | útvarpsviðtal úr Boltanum á X-977

Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Swansea hefur leikið mjög vel eftir að hann kom til Englands að láni frá þýska liðinu Hoffenheim. Hann var í viðtali í dag í Boltanum á X-inu 977 þar sem Gylfi Þór þakkaði Brendan Rogers fyrir að hafa fengið sig til Swansea og tileinkaði einmitt stjóra sínum mörkin tvö gegn Wigan.

Enski boltinn

Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld?

Meistaradeild Evrópu í fótbolta er aðalmálið á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld. Enska liðið Chelsea leikur í 16-liða úrslitum keppninnar gegn ítalska liðinu Napólí og stórlið Real Madrid frá Spáni fær CSKA frá Moskvu í heimsókn. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst kl. 19.00 þar sem Þorsteinn J fer yfir málin með sérfræðingum Stöðvar 2 sport. Keppni í Formúlu 1 kappakstrinum hefst um helgina í Ástralínu og aðfaranótt fimmtudags verður sýnt frá æfingum á Stöð 2 sport.

Fótbolti

Ellis og Bogut fengu nýja vinnuveitendur | leikmannaskipti í NBA

Lokað verður fyrir leikmannaskipti í NBA deildinni í körfubolta á morgun, 15. mars, og má búast við að eitthvað muni gerast á þeim markaði. Golden State og Milwaukee tóku stóra ákvörðun í nótt. Monta Ellis, einn besti leikmaður liðsins, var sendur til Milwaukee ásamt Ekpe Udoh og Kwame Brown. Í staðinn fékk liðið Andrew Bogut og Stephen Jackson.

Körfubolti

Meistaradeildin: Di Matteo gerir miklar kröfur | kemst Chelsea áfram?

Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, krefst þess að leikmenn liðsins gefi allt sem þeir eiga í leikinn gegn ítalska liðinu Napólí í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Chelsea er í erfiðri stöðu eftir 3-1 tap á útivelli í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum keppninnar. Það er því að duga eða drepast fyrir Chelsea sem er eina enska liðið sem er eftir í þessari keppni.

Fótbolti

Gylfi Þór verður í viðtali í Boltanum á X-977

Valtýr Björn Valtýsson stýrir gangi mála í dag í íþróttaþættinum Boltanum á útvarpsstöðinni X977. Þátturinn er á dagskrá á hverjum virkum degi á milli 11-12. Í dag mun Valtýr ræða við Gylfa Þór Sigurðsson leikmann enska úrvalsdeildarliðsins Swansea.

Fótbolti

Bynum og Bryant fóru á kostum í tvíframlengdum leik

Andrew Bynum skoraði 37 stig og tók 16 fráköst í 116-111 sigri LA Lakers á útivelli gegn Memphis í NBA deildinni í körfubolta. Úrslitin réðust eftir tvær framlengingar. Kobe Bryant skoraði 22 af alls 34 stigum sínum í síðari hálfleik. Þetta var þriðji sigurleikur Lakers í röð. Spánverjinn Pau Gasol skoraði 14 stig og gaf 8 stoðsendingar í liði Lakers. Yngri bróðir Pay Gasol, Marc Gasol, skoraði 20 stig fyrir Memphis og tók hann 11 fráköst að auki.

Körfubolti

Samantekt úr Meistaramörkunum, markaregn í München

Bayern München frá Þýskalandi og franska liðið Marseille tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Bayern München gjörsigraði Basel frá Sviss á heimavelli, 7-0, þar sem Mario Gomez skoraði fjögur mörk. Það gekk mikið á þegar Inter frá Mílanó vann Marseille 2-1 en það dugði ekki til. Þorsteinn J fór yfir gang mála með gestum sínum í Meistaramörkunum á Stöð 2 sport ásamt sérfræðingunum Pétri Marteinssyni og Reyni Leóssyni.

Fótbolti

Snæfell spillti sigurveislu Keflavíkur og tryggði sig inn í úrslitakeppnina

Keflavíkurkonum tókst ekki að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Expreess deild kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfellskonur mættu í Toyota-höllina í Keflavík, spilltu sigurveislu Keflavíkur og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með 61-59 sigri. Snæfell varð jafnframt fyrsta liðið til að vinna kvennalið Keflavíkur í Toyota-höllinni í vetur en Keflavíkurliðið var fyrir leikinn búið að vinna alla þrettán heimaleiki sína í deildinni.

Körfubolti