Sport

Helena og félagar unnu alla 24 leiki deildarkeppninnar

Helena Sverrisdóttir og félagar í slóvakíska liðinu Good Angeles Kosice voru í miklum ham á móti erkifjendunum í MBK Ruzomberok í lokaumferð deildarkeppninnar. Good Angeles liðið var fyrir nokkru búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en vann þarna 100-57 sigur á MBK Ruzomberok sem endaði í 2. sæti.

Körfubolti

Laxasetur opnar á Blönduós

Laxasetur Íslands ehf. var stofnað á Blönduósi í júní í fyrra og er nú unnið að því af fullum þunga að setja setrið upp, en stefnt er að því að opna það á komandi sumri. Verkefnisstjórar eru Þuríður Helga Jónasdóttir og Kristín Arnþórsdóttir. Þær Þuríður og Kristín eru nú að safna munum til að setja upp á setrinu og hafa m.a. leitað til veiðimanna í þeim efnum, en ýmsa gamla muni sem tengjast lax- og silungsveiði vantar í safnið.

Veiði

Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR

Almenn sala veiðileyfa á vefnum hefst að morgni dags þriðjudaginn 20 mars næstkomandi. Þangað til hafa eingöngu félagsmenn rétt til kaupa á vefsölunni hjá SVFR.

Veiði

Spennan magnast í IEX-deild karla | 20. umferð lýkur í kvöld

Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild karla í kvöld og eru það lokaleikirnir í 20. umferð. Það styttist í úrslitakeppnina en eftir leiki kvöldsins eru aðeins tvær umferðir eftir. Leikri kvöldsins eru: Valur – KR, Tindastóll – Þór Þ. og Keflavík – Stjarnan. Allir leikirnir hefjast kl. 19.15.

Körfubolti

Mancini bað stuðningsmenn City afsökunar

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var auðmjúkur eftir að lið hans datt út úr Evrópudeildinni í gærkvöldi. City lenti 2-0 undir (3-0 samanlagt) í fyrri hálfleik en skoraði þrjú mörk í seinni og var nærri því búið að tryggja sig áfram í blálokin.

Enski boltinn

Leikdagar klárir fyrir átta liða úrslitin í Meistaradeildinni

UEFA hefur ákveðið leikdaga fyrir átta liða úrslitin í Meistaradeildinni en dregið var fyrr í dag. Chelsea mun spila sína leiki við Benfica á sama tíma og Real Madrid mætir APOEL frá Kýpur. Stórleikir Barcelona og AC Milan fara síðan fram á sama tíma og leikir þýska liðsins Bayern München.

Fótbolti

Veðbankar spá Rory McIlroy sigri á Masters

Það styttist í að fyrsta stórmót ársins í golfíþróttinn en Mastersmótið á Augusta vellinum hefst þann 5. apríl. Veðbankar eru að sjálfsögðu farnir að taka við veðmálum og telja þeir mestar líkur á því að Norður-Írinn Rory McIlroy fái græna jakkann í verðlaun í mótslok.

Golf

Vorhreinsun hjá Portland | Þjálfarinn rekinn og Oden farinn

Forráðamenn NBA liðsins Portland Trail Blazers tóku "vorhreinsun“ hjá félaginu í gær þegar lokað var fyrir leikmannaskipti á þessari leiktíð. Portland rak þjálfarann, Nate McMillan, sagði upp samningum við miðherjann Greg Oden sem var á sínum tíma valinn fyrstur allra í háskólavalinu. Að auki voru þeir Gerald Wallace og Marcus Camby sendir frá liðinu í leikmannaskiptum.

Körfubolti

Dallas átti í vandræðum með lélegasta lið deildarinnar

Það var mikið um að vera í NBA deildinni í gær en þá var lokað fyrir leikmannaskipti á þessari leiktíð. Mörg lið mættu því "vængbrotinn“ til leiks. Margir þekktir kappar fengu nýjan vinnustað án þess að óska eftir því. Meistaralið Dallas átti í vandræðum gegn lélegasta liði deildarinnar á heimavelli en Dallas hafði tapað 8 af síðustu 11 leikjum sínum í deildinni.

Körfubolti

Er þetta versti markvörður í heimi?

Frammistaða ísrealska markvarðarins Idan Baruch, sem spilar með rúmenska liðinu Concordia Chijana, í leik á dögunum hefur vakið heimsathygli enda gaf Baruch þrjú mörk í einum hálfleik á ótrúlegan hátt.

Fótbolti

Gerrard: Liverpool getur enn náð fjórða sætinu

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, heldur enn í vonina um að Liverpool geti náð fjórða sætinu í ensku úrvalsdeildinni og þar með sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili þrátt fyrir að Liverpool sé tíu stigum á eftir Arsenal.

Enski boltinn

Derek Fisher ekki lengur leikmaður Lakers | Nene til Wizards

Í dag var lokadagur félagsskipta í NBA-deildinni í körfubolta og það var þó nokkuð um skipti milli liða á lokasprettinum. Mesta athygli vakti örugglega að Los Angeles Lakers skipti Derek Fisher til Houston Rockets og Nene fór fram Denver Nuggets til Washington Wizards fyrir JaVale McGee og Ronny Turiaf.

Körfubolti

Joe Hart: Ég trúi þessu ekki

Joe Hart, markvörður Manchester City, var nálægt því að tryggja Manchester City sæti í átta liða úrslitunum Evrópudeildarinnar í kvöld en skalli hans í lok uppbótartíma fór rétt framhjá og Sporting Lissabon komst áfram á fleiri mörkum á útivelli.

Fótbolti

Fjölnismenn unnu Njarðvík og eiga enn möguleika

Fjölnismenn enduðu fjögurra leikja taphrinu, fóru langt með að bjarga sér frá falli og eru enn með í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni eftir 18 stiga sigur á Njarðvík í Grafarvoginuum í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld, 92-74. Fjölnismenn gerðu út um leikinn með því að vinna fjórða leikhlutann 29-17.

Körfubolti

Sir Alex Ferguson: Við getum ekki kvartað

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, þurfti að horfa upp á sína menn tapa þriðja Evrópuleiknum í röð í kvöld og falla út með sannfærandi hætti á móti spænska liðinu Athletic Bilbao sem yfirspilaði Manchester United lengstum í leikjunum tveimur.

Fótbolti

Manchester City skoraði þrjú mörk í seinni en féll samt úr leik

Manchester City getur farið að einbeita sér að baráttunni um Englandsmeistaratitilinn eins og nágrannar þeirra í Manchester United þrátt fyrir 3-2 sigur á heimavelli á móti portúgalska liðinu Sporting Lissabon í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en Sporting Lissabon vann fyrri leikinn 1-0 og fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Fótbolti