Sport Sjáðu mörkin hjá Gylfa | allt það helsta úr enska boltanum á Vísi Fjórir leikir fóru fram um helgina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þar var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson áberandi en hann skoraði tvívegis í 3-0 sigri Swansea á útivelli gegn Fulham. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar eru aðgengileg á sjónvarpshlutanum á Vísi. Enski boltinn 19.3.2012 12:00 Rúrik með gríðarlega stóra kúlu á höfðinu eftir skallaeinvígi Íslenski landsliðsframherjinn Rúrik Gíslason fékk gríðarlegt höfuðhögg í leik OB og Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Rúrik og Jeppe Brandrup leikmaður Lyngby skullu saman í baráttunni um boltann og fékk Rúrik gríðarlega kúlu á vinstra gagnaugað eins og sjá má á myndinni. Fótbolti 19.3.2012 11:45 Þekktur hjartalæknir hljóp úr stúkunni til að bjarga Muamba Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, berst enn fyrir lífi sínu á gjörgæslu á hjartadeild á sjúkrahúsi í London. Hjartað í hinum 23 ára gamli Muamba hætti að slá í miðjum bikarleik gegn Tottenham á laugardaginn og hófust endurlífgunartilraunir strax á vellinum. Einn þekktasti hjartasérfræðingu Bretlands, Dr. Andrew Deaner, var á meðal áhorfenda á White Hart Lane og hann fór strax út á völlinn til þess að aðstoða þegar hann sá í hvað stefndi. Enski boltinn 19.3.2012 11:15 Klinsmann neitar því að vera á leið til Tottenham Jürgen Klinsmann, fyrrum framherji þýska landsliðsins í fótbolta og enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, segir að hann hafi ekki hug á því að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Tottenham. Enski boltinn 19.3.2012 10:45 Muamba liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu Fabrice Muamba leikmaður Bolton liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hjarta hans hætti að slá í bikarleiknum gegn Tottenham á laugardag. Ástand hins 23 ára gamla Muamba er enn alvarlegt og er hann í öndunarvél á sjúkrahúsi í London. Enski boltinn 19.3.2012 10:15 Donald náði efsta sæti heimlistans á ný Enski kylfingurinn Luke Donald endurheimti efsta sæti heimslistans í golfi með því að sigra á Transitions meistaramótinu á PGA mótaröðinn í gær. Golf 19.3.2012 09:45 NBA: Miami lagði Orlando | Lakers tapaði á heimavelli Dwyane Wade skoraði 14 af alls 31 stigum sínum í fjórða leikhluta í 91-81 sigri Miami Heat gegn Orlando Magic í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Chris Bosh skoraði 23 stig fyrir heimamenn sem hafa unnið 13 heimaleiki í röð. LeBron James skoraði 14 stig, tók 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Körfubolti 19.3.2012 09:00 Guðjón Þórðar um Gylfa: Fer í eitt af stóru liðunum Guðjón Þórðarson gaf Gylfa Þór Sigurðssyni fyrsta alvöru tækifærið í enska boltanum þegar hann var stjóri Crewe 2008-09 og sá strax hvað bjó í stráknum. Gylfi fór á kostum um helgina og skoraði tvisvar í 3-0 sigri Swansea á Fulham. Enski boltinn 19.3.2012 08:00 Þú veist aldrei hver á eftir að skara fram úr "Hættan er að þjálfarar yngstu barnanna vilji vinna leiki eða mót, oft undir pressu frá foreldrum, og velji þá sterkari og fljótari sem yfirleitt eru fæddir snemma á árinu. Þeir krakkar fá svo meiri athygli þjálfarans sem stjórnar stundum A-liðinu en lætur aðstoðarmenn um að stjórna hinum liðunum.,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands. Hann segir þjóðfélagið vissulega ósanngjarnt gagnvart börnum fædd seint á árinu. Íslenski boltinn 19.3.2012 07:30 Forréttindi að fæðast snemma á árinu Óvenjuhátt hlutfall drengjanna sem skipa stórefnilegt landslið Íslands 17 ára og yngri, sem hefur leik í úrslitakeppni Evrópumótsins á morgun, eru fæddir á fyrri hluta ársins. Í átján manna hópi eiga fimmtán afmæli í júní eða fyrr. Fæðingardagurinn getur Íslenski boltinn 19.3.2012 07:00 Bara gott að hiksta aðeins Keflavíkurkonur tóku við deildarmeistaratitlinum eftir öruggan 73-40 sigur á KR í lokaumferðinni á laugardaginn. Þá kom einnig í ljós að Keflavík fær Hauka í undanúrslitum úrslitakeppninnar en Njarðvík glímir við Snæfell. Körfubolti 19.3.2012 06:00 Independent um Gylfa: Sá renglulegi öðlast glæsileika þegar hann fær boltann við tærnar Blaðamaður Independent-blaðsins fer fögrum orðum um Gylfa Þór Sigurðsson í umfjöllun sinni um 3-0 sigur Swansea City á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Gylfi skoraði tvö fyrstu mörk Swansea og Patrick Barcklay valdi hann að sjálfsögðu mann leiksins. Enski boltinn 18.3.2012 23:30 Fabio Capello sér ekki eftir ákvörðun sinni að hætta Fabio Capello, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, talaði um það í ítölskum sjónvarpsþætti að það hafi verið rétt ákvörðun að hætta með landslið Englands aðeins nokkrum mánuðum fyrir stórmót. Fótbolti 18.3.2012 23:00 Rooney: Alltaf mikilvægast að skora fyrsta markið á útivelli Wayne Rooney var glaður eftir sigurinn, 5-0, gegn Wolves í ensku úrvaldsdeildinni í dag en liðið féll illa úr leik í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið og því var það mikilvægt að koma sterkir til baka að mati leikmannsins. Enski boltinn 18.3.2012 22:00 Framarar komnir í 8-liða úrslit Lengjubikarsins Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnum nú síðdegis og í kvöld en Víkingar frá Ólafsvík fóru illa með BÍ/Bolungarvík þegar liðið vann 2-1 í Kórnum. Fótbolti 18.3.2012 21:58 Vesturlandsslagur í úrslitum 1. deildar karla í körfubolta Það verða Vesturlandsliðin og nágrannarnir Skallagrímur og ÍA sem mætast í úrslitaeinvíginu í 1. deild karla í körfubolta en bæði lið unnu undanúrslitaeinvígi sín 2-0. ÍA vann 86-72 sigur á Hamar á Akranesi í kvöld en Skallagrímur tryggði sig áfram með 88-77 sigri á Hetti á Egilsstöðum. Körfubolti 18.3.2012 21:38 Haukar féllu í DHL-höllinni | Úrslit kvöldsins í körfunni Haukar féllu úr Iceland Express deild karla í kvöld þegar liðið tapaði með sex stigum á móti KR í DHL-höllinni, 98-92 en sigurinn var mjög mikilvægur Vesturbæjarliðinu í baráttunni um annað sæti deildarinnar. Körfubolti 18.3.2012 21:15 Snæfellingar farnir að vinna jöfnu leikina - unnu Stólana í kvöld Snæfell vann níu stiga sigur á Tindastól, 89-80, í 21. umferð Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Snæfell náði Keflavík að stigum í 5. sætinu með þessum þriðja sigri liðsins í röð en Hólmarar eru áfram í 6. sætinu vegna lakari árangurs í innbyrðisleikjum. Tindastóll er öruggt í úrslitakeppnina þrátt fyrir tapið þar sem að Fjölnir vann ekki sinn leik. Körfubolti 18.3.2012 21:02 Stjörnumenn gefa ekkert eftir í baráttunni um 2. sætið Stjarnan vann átta stiga sigur á Fjölni, 82-74, í 21. umferð Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og ætla ekki gefa neitt eftir í baráttunni um annað sæti deildarinnar. Stjarnan hefur tapað mörgum heimaleikjum í vetur en landaði tveimur mikilvægum stigum í kvöld. Körfubolti 18.3.2012 20:52 Gylfi þakkar félögunum fyrir sendingarnar Gylfi Þór Sigurðsson var lítillátur í viðtölum eftir 3-0 sigur Swansea City á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann skoraði tvö fyrstu mörk liðsins. Gylfi hefur þar með skorað 5 mörk í 9 leikjum fyrir velska liðið síðan að hann kom á láni frá Hoffenheim í janúar. Enski boltinn 18.3.2012 20:30 Sigurgöngu Real Madrid lauk í kvöld | gerðu jafntefli við Málaga Real Madrid og Malaga gerðu 1-1 jafntefli í kvöld en leikurinn fór fram á Bernabeu, heimavelli Real Madrid. Malaga náði að jafna metinn þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma. Fótbolti 18.3.2012 20:00 Torres: Það hafa allir hér hjá Chelsea haft trú á mér Fernando Torres, leikmaður Chelsea, fór á kostum í dag gegn Leicester í enska bikarnum. Spánverjinn skoraði tvö mörk og lagði upp tvö. Enski boltinn 18.3.2012 19:45 Nóg um að vera í Lengjubikarnum um helgina | Doninger með þrennu fyrir ÍA Sjö leikjum er lokið um helgina í Lengjubikar karla í knattspyrnu en nú fer að styttast í að Pepsi-deildin hefjist og því fróðlegt að fylgjast með liðunum. Fótbolti 18.3.2012 19:00 Úrslit dagsins í ítalska boltanum - Lazio tapar dýrmætum stigum Sex leikir fóru fram í ítalska boltanum í dag og þar ber helst að nefna frábær sigur hjá Catania gegn Lazio. Fótbolti 18.3.2012 18:30 Dregið í undanúrslit enska bikarsins | Liverpool gæti mætt Everton Nú rétt í þessu var dregið í undanúrslitin í enska bikarnum. Báðir leikirnir fara fram á Wmebley. Enski boltinn 18.3.2012 18:16 Framkonur náðu aftur tveggja stiga forystu á toppnum | Fjórtán sigrar í röð Fram náði tveggja stiga forskoti á Val á toppi N1 deildar kvenna eftir sjö marka sigur á Gróttu, 25-18, í Safamýrinni í dag. Gróttuliðið hefur vaxið mikið eftir áramót en náði aðeins að halda í við Framliðið í fyrri hálfleik. Handbolti 18.3.2012 18:00 Füchse Berlin vann fyrri leikinn á móti HSV Hamburg Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin munu fara með tveggja marka forystu í farteskinu til Hamborgar eftir 32-30 sigur á HSV Hamburg í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Handbolti 18.3.2012 17:38 Rodgers ætlar að reyna að halda Gylfa hjá Swansea Gylfi Þór Sigurðsson hefur slegið í gegn hjá velska liðinu Swansea City en hann er á láni frá þýska liðinu Hoffenheim fram á vor. Gylfi skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Swansea á Fulham í gær en sigurinn skilaði liðinu upp í áttunda sæti deildarinnar. Enski boltinn 18.3.2012 17:30 AGK vann Sävehof með níu mörkum i Svíþjóð | 14 íslensk mörk AG Kaupmannahöfn er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í handbolta eftir auðveldan níu marka sigur á sænska liðinu IK Sävehof, 34-25, í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar en leikurinn fór fram í Svíþjóð. Handbolti 18.3.2012 16:54 Lescott: Getur reynst dýrmætt að fá Tevez aftur í liðið Joleon Lescott, leikmaður Manchester City, vill meina að endurkoma Carlos Tevez inn í liðið jafngildi að kaupa heimsklassaleikmann á þessum tímapunkti. Enski boltinn 18.3.2012 16:30 « ‹ ›
Sjáðu mörkin hjá Gylfa | allt það helsta úr enska boltanum á Vísi Fjórir leikir fóru fram um helgina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þar var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson áberandi en hann skoraði tvívegis í 3-0 sigri Swansea á útivelli gegn Fulham. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar eru aðgengileg á sjónvarpshlutanum á Vísi. Enski boltinn 19.3.2012 12:00
Rúrik með gríðarlega stóra kúlu á höfðinu eftir skallaeinvígi Íslenski landsliðsframherjinn Rúrik Gíslason fékk gríðarlegt höfuðhögg í leik OB og Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Rúrik og Jeppe Brandrup leikmaður Lyngby skullu saman í baráttunni um boltann og fékk Rúrik gríðarlega kúlu á vinstra gagnaugað eins og sjá má á myndinni. Fótbolti 19.3.2012 11:45
Þekktur hjartalæknir hljóp úr stúkunni til að bjarga Muamba Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, berst enn fyrir lífi sínu á gjörgæslu á hjartadeild á sjúkrahúsi í London. Hjartað í hinum 23 ára gamli Muamba hætti að slá í miðjum bikarleik gegn Tottenham á laugardaginn og hófust endurlífgunartilraunir strax á vellinum. Einn þekktasti hjartasérfræðingu Bretlands, Dr. Andrew Deaner, var á meðal áhorfenda á White Hart Lane og hann fór strax út á völlinn til þess að aðstoða þegar hann sá í hvað stefndi. Enski boltinn 19.3.2012 11:15
Klinsmann neitar því að vera á leið til Tottenham Jürgen Klinsmann, fyrrum framherji þýska landsliðsins í fótbolta og enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, segir að hann hafi ekki hug á því að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Tottenham. Enski boltinn 19.3.2012 10:45
Muamba liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu Fabrice Muamba leikmaður Bolton liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hjarta hans hætti að slá í bikarleiknum gegn Tottenham á laugardag. Ástand hins 23 ára gamla Muamba er enn alvarlegt og er hann í öndunarvél á sjúkrahúsi í London. Enski boltinn 19.3.2012 10:15
Donald náði efsta sæti heimlistans á ný Enski kylfingurinn Luke Donald endurheimti efsta sæti heimslistans í golfi með því að sigra á Transitions meistaramótinu á PGA mótaröðinn í gær. Golf 19.3.2012 09:45
NBA: Miami lagði Orlando | Lakers tapaði á heimavelli Dwyane Wade skoraði 14 af alls 31 stigum sínum í fjórða leikhluta í 91-81 sigri Miami Heat gegn Orlando Magic í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Chris Bosh skoraði 23 stig fyrir heimamenn sem hafa unnið 13 heimaleiki í röð. LeBron James skoraði 14 stig, tók 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Körfubolti 19.3.2012 09:00
Guðjón Þórðar um Gylfa: Fer í eitt af stóru liðunum Guðjón Þórðarson gaf Gylfa Þór Sigurðssyni fyrsta alvöru tækifærið í enska boltanum þegar hann var stjóri Crewe 2008-09 og sá strax hvað bjó í stráknum. Gylfi fór á kostum um helgina og skoraði tvisvar í 3-0 sigri Swansea á Fulham. Enski boltinn 19.3.2012 08:00
Þú veist aldrei hver á eftir að skara fram úr "Hættan er að þjálfarar yngstu barnanna vilji vinna leiki eða mót, oft undir pressu frá foreldrum, og velji þá sterkari og fljótari sem yfirleitt eru fæddir snemma á árinu. Þeir krakkar fá svo meiri athygli þjálfarans sem stjórnar stundum A-liðinu en lætur aðstoðarmenn um að stjórna hinum liðunum.,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands. Hann segir þjóðfélagið vissulega ósanngjarnt gagnvart börnum fædd seint á árinu. Íslenski boltinn 19.3.2012 07:30
Forréttindi að fæðast snemma á árinu Óvenjuhátt hlutfall drengjanna sem skipa stórefnilegt landslið Íslands 17 ára og yngri, sem hefur leik í úrslitakeppni Evrópumótsins á morgun, eru fæddir á fyrri hluta ársins. Í átján manna hópi eiga fimmtán afmæli í júní eða fyrr. Fæðingardagurinn getur Íslenski boltinn 19.3.2012 07:00
Bara gott að hiksta aðeins Keflavíkurkonur tóku við deildarmeistaratitlinum eftir öruggan 73-40 sigur á KR í lokaumferðinni á laugardaginn. Þá kom einnig í ljós að Keflavík fær Hauka í undanúrslitum úrslitakeppninnar en Njarðvík glímir við Snæfell. Körfubolti 19.3.2012 06:00
Independent um Gylfa: Sá renglulegi öðlast glæsileika þegar hann fær boltann við tærnar Blaðamaður Independent-blaðsins fer fögrum orðum um Gylfa Þór Sigurðsson í umfjöllun sinni um 3-0 sigur Swansea City á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Gylfi skoraði tvö fyrstu mörk Swansea og Patrick Barcklay valdi hann að sjálfsögðu mann leiksins. Enski boltinn 18.3.2012 23:30
Fabio Capello sér ekki eftir ákvörðun sinni að hætta Fabio Capello, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, talaði um það í ítölskum sjónvarpsþætti að það hafi verið rétt ákvörðun að hætta með landslið Englands aðeins nokkrum mánuðum fyrir stórmót. Fótbolti 18.3.2012 23:00
Rooney: Alltaf mikilvægast að skora fyrsta markið á útivelli Wayne Rooney var glaður eftir sigurinn, 5-0, gegn Wolves í ensku úrvaldsdeildinni í dag en liðið féll illa úr leik í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið og því var það mikilvægt að koma sterkir til baka að mati leikmannsins. Enski boltinn 18.3.2012 22:00
Framarar komnir í 8-liða úrslit Lengjubikarsins Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnum nú síðdegis og í kvöld en Víkingar frá Ólafsvík fóru illa með BÍ/Bolungarvík þegar liðið vann 2-1 í Kórnum. Fótbolti 18.3.2012 21:58
Vesturlandsslagur í úrslitum 1. deildar karla í körfubolta Það verða Vesturlandsliðin og nágrannarnir Skallagrímur og ÍA sem mætast í úrslitaeinvíginu í 1. deild karla í körfubolta en bæði lið unnu undanúrslitaeinvígi sín 2-0. ÍA vann 86-72 sigur á Hamar á Akranesi í kvöld en Skallagrímur tryggði sig áfram með 88-77 sigri á Hetti á Egilsstöðum. Körfubolti 18.3.2012 21:38
Haukar féllu í DHL-höllinni | Úrslit kvöldsins í körfunni Haukar féllu úr Iceland Express deild karla í kvöld þegar liðið tapaði með sex stigum á móti KR í DHL-höllinni, 98-92 en sigurinn var mjög mikilvægur Vesturbæjarliðinu í baráttunni um annað sæti deildarinnar. Körfubolti 18.3.2012 21:15
Snæfellingar farnir að vinna jöfnu leikina - unnu Stólana í kvöld Snæfell vann níu stiga sigur á Tindastól, 89-80, í 21. umferð Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Snæfell náði Keflavík að stigum í 5. sætinu með þessum þriðja sigri liðsins í röð en Hólmarar eru áfram í 6. sætinu vegna lakari árangurs í innbyrðisleikjum. Tindastóll er öruggt í úrslitakeppnina þrátt fyrir tapið þar sem að Fjölnir vann ekki sinn leik. Körfubolti 18.3.2012 21:02
Stjörnumenn gefa ekkert eftir í baráttunni um 2. sætið Stjarnan vann átta stiga sigur á Fjölni, 82-74, í 21. umferð Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og ætla ekki gefa neitt eftir í baráttunni um annað sæti deildarinnar. Stjarnan hefur tapað mörgum heimaleikjum í vetur en landaði tveimur mikilvægum stigum í kvöld. Körfubolti 18.3.2012 20:52
Gylfi þakkar félögunum fyrir sendingarnar Gylfi Þór Sigurðsson var lítillátur í viðtölum eftir 3-0 sigur Swansea City á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann skoraði tvö fyrstu mörk liðsins. Gylfi hefur þar með skorað 5 mörk í 9 leikjum fyrir velska liðið síðan að hann kom á láni frá Hoffenheim í janúar. Enski boltinn 18.3.2012 20:30
Sigurgöngu Real Madrid lauk í kvöld | gerðu jafntefli við Málaga Real Madrid og Malaga gerðu 1-1 jafntefli í kvöld en leikurinn fór fram á Bernabeu, heimavelli Real Madrid. Malaga náði að jafna metinn þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma. Fótbolti 18.3.2012 20:00
Torres: Það hafa allir hér hjá Chelsea haft trú á mér Fernando Torres, leikmaður Chelsea, fór á kostum í dag gegn Leicester í enska bikarnum. Spánverjinn skoraði tvö mörk og lagði upp tvö. Enski boltinn 18.3.2012 19:45
Nóg um að vera í Lengjubikarnum um helgina | Doninger með þrennu fyrir ÍA Sjö leikjum er lokið um helgina í Lengjubikar karla í knattspyrnu en nú fer að styttast í að Pepsi-deildin hefjist og því fróðlegt að fylgjast með liðunum. Fótbolti 18.3.2012 19:00
Úrslit dagsins í ítalska boltanum - Lazio tapar dýrmætum stigum Sex leikir fóru fram í ítalska boltanum í dag og þar ber helst að nefna frábær sigur hjá Catania gegn Lazio. Fótbolti 18.3.2012 18:30
Dregið í undanúrslit enska bikarsins | Liverpool gæti mætt Everton Nú rétt í þessu var dregið í undanúrslitin í enska bikarnum. Báðir leikirnir fara fram á Wmebley. Enski boltinn 18.3.2012 18:16
Framkonur náðu aftur tveggja stiga forystu á toppnum | Fjórtán sigrar í röð Fram náði tveggja stiga forskoti á Val á toppi N1 deildar kvenna eftir sjö marka sigur á Gróttu, 25-18, í Safamýrinni í dag. Gróttuliðið hefur vaxið mikið eftir áramót en náði aðeins að halda í við Framliðið í fyrri hálfleik. Handbolti 18.3.2012 18:00
Füchse Berlin vann fyrri leikinn á móti HSV Hamburg Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin munu fara með tveggja marka forystu í farteskinu til Hamborgar eftir 32-30 sigur á HSV Hamburg í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Handbolti 18.3.2012 17:38
Rodgers ætlar að reyna að halda Gylfa hjá Swansea Gylfi Þór Sigurðsson hefur slegið í gegn hjá velska liðinu Swansea City en hann er á láni frá þýska liðinu Hoffenheim fram á vor. Gylfi skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Swansea á Fulham í gær en sigurinn skilaði liðinu upp í áttunda sæti deildarinnar. Enski boltinn 18.3.2012 17:30
AGK vann Sävehof með níu mörkum i Svíþjóð | 14 íslensk mörk AG Kaupmannahöfn er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í handbolta eftir auðveldan níu marka sigur á sænska liðinu IK Sävehof, 34-25, í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar en leikurinn fór fram í Svíþjóð. Handbolti 18.3.2012 16:54
Lescott: Getur reynst dýrmætt að fá Tevez aftur í liðið Joleon Lescott, leikmaður Manchester City, vill meina að endurkoma Carlos Tevez inn í liðið jafngildi að kaupa heimsklassaleikmann á þessum tímapunkti. Enski boltinn 18.3.2012 16:30