Sport

Rúrik með gríðarlega stóra kúlu á höfðinu eftir skallaeinvígi

Íslenski landsliðsframherjinn Rúrik Gíslason fékk gríðarlegt höfuðhögg í leik OB og Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Rúrik og Jeppe Brandrup leikmaður Lyngby skullu saman í baráttunni um boltann og fékk Rúrik gríðarlega kúlu á vinstra gagnaugað eins og sjá má á myndinni.

Fótbolti

Þekktur hjartalæknir hljóp úr stúkunni til að bjarga Muamba

Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, berst enn fyrir lífi sínu á gjörgæslu á hjartadeild á sjúkrahúsi í London. Hjartað í hinum 23 ára gamli Muamba hætti að slá í miðjum bikarleik gegn Tottenham á laugardaginn og hófust endurlífgunartilraunir strax á vellinum. Einn þekktasti hjartasérfræðingu Bretlands, Dr. Andrew Deaner, var á meðal áhorfenda á White Hart Lane og hann fór strax út á völlinn til þess að aðstoða þegar hann sá í hvað stefndi.

Enski boltinn

Muamba liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu

Fabrice Muamba leikmaður Bolton liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hjarta hans hætti að slá í bikarleiknum gegn Tottenham á laugardag. Ástand hins 23 ára gamla Muamba er enn alvarlegt og er hann í öndunarvél á sjúkrahúsi í London.

Enski boltinn

NBA: Miami lagði Orlando | Lakers tapaði á heimavelli

Dwyane Wade skoraði 14 af alls 31 stigum sínum í fjórða leikhluta í 91-81 sigri Miami Heat gegn Orlando Magic í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Chris Bosh skoraði 23 stig fyrir heimamenn sem hafa unnið 13 heimaleiki í röð. LeBron James skoraði 14 stig, tók 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.

Körfubolti

Þú veist aldrei hver á eftir að skara fram úr

"Hættan er að þjálfarar yngstu barnanna vilji vinna leiki eða mót, oft undir pressu frá foreldrum, og velji þá sterkari og fljótari sem yfirleitt eru fæddir snemma á árinu. Þeir krakkar fá svo meiri athygli þjálfarans sem stjórnar stundum A-liðinu en lætur aðstoðarmenn um að stjórna hinum liðunum.,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands. Hann segir þjóðfélagið vissulega ósanngjarnt gagnvart börnum fædd seint á árinu.

Íslenski boltinn

Forréttindi að fæðast snemma á árinu

Óvenjuhátt hlutfall drengjanna sem skipa stórefnilegt landslið Íslands 17 ára og yngri, sem hefur leik í úrslitakeppni Evrópumótsins á morgun, eru fæddir á fyrri hluta ársins. Í átján manna hópi eiga fimmtán afmæli í júní eða fyrr. Fæðingardagurinn getur

Íslenski boltinn

Bara gott að hiksta aðeins

Keflavíkurkonur tóku við deildarmeistaratitlinum eftir öruggan 73-40 sigur á KR í lokaumferðinni á laugardaginn. Þá kom einnig í ljós að Keflavík fær Hauka í undanúrslitum úrslitakeppninnar en Njarðvík glímir við Snæfell.

Körfubolti

Vesturlandsslagur í úrslitum 1. deildar karla í körfubolta

Það verða Vesturlandsliðin og nágrannarnir Skallagrímur og ÍA sem mætast í úrslitaeinvíginu í 1. deild karla í körfubolta en bæði lið unnu undanúrslitaeinvígi sín 2-0. ÍA vann 86-72 sigur á Hamar á Akranesi í kvöld en Skallagrímur tryggði sig áfram með 88-77 sigri á Hetti á Egilsstöðum.

Körfubolti

Snæfellingar farnir að vinna jöfnu leikina - unnu Stólana í kvöld

Snæfell vann níu stiga sigur á Tindastól, 89-80, í 21. umferð Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Snæfell náði Keflavík að stigum í 5. sætinu með þessum þriðja sigri liðsins í röð en Hólmarar eru áfram í 6. sætinu vegna lakari árangurs í innbyrðisleikjum. Tindastóll er öruggt í úrslitakeppnina þrátt fyrir tapið þar sem að Fjölnir vann ekki sinn leik.

Körfubolti

Stjörnumenn gefa ekkert eftir í baráttunni um 2. sætið

Stjarnan vann átta stiga sigur á Fjölni, 82-74, í 21. umferð Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og ætla ekki gefa neitt eftir í baráttunni um annað sæti deildarinnar. Stjarnan hefur tapað mörgum heimaleikjum í vetur en landaði tveimur mikilvægum stigum í kvöld.

Körfubolti

Gylfi þakkar félögunum fyrir sendingarnar

Gylfi Þór Sigurðsson var lítillátur í viðtölum eftir 3-0 sigur Swansea City á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann skoraði tvö fyrstu mörk liðsins. Gylfi hefur þar með skorað 5 mörk í 9 leikjum fyrir velska liðið síðan að hann kom á láni frá Hoffenheim í janúar.

Enski boltinn

Rodgers ætlar að reyna að halda Gylfa hjá Swansea

Gylfi Þór Sigurðsson hefur slegið í gegn hjá velska liðinu Swansea City en hann er á láni frá þýska liðinu Hoffenheim fram á vor. Gylfi skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Swansea á Fulham í gær en sigurinn skilaði liðinu upp í áttunda sæti deildarinnar.

Enski boltinn