Sport

Vinnur Njarðvík sjötta sigurinn í röð á Snæfelli? | Úrslitakeppni kvenna hefst í kvöld

Úrslitakeppni Iceland Express deild kvenna í körfubolta hefst í kvöld þegar undanúrslitaeinvígi Njarðvíkur og Snæfells fer af stað í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Það lið sem vinnur fyrr þrjá leiki tryggir sér sæti í úrslitaeinvíginu um íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 en liðið mætast síðan á sunnudaginn í Hólminum.

Körfubolti

Fín byrjun hjá Tiger Woods | lofar góðu fyrir Mastersmótið

Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. Hinn 36 ára gamli Woods lék á 69 höggum á Arnold Palmer Invitational meistaramótinu og er hann í fjórða sæti að loknum fyrsta keppnisdegi. Gríðarlegur áhugi er hjá fjölmiðlum sem fylgjast grannt með hverju skrefi hjá Woods í aðdraganda fyrsta stórmóts ársins – Mastersmótsins sem hefst þann 5. apríl.

Golf

Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 24-24 | FH-ingar komnir í úrslitakeppnina

FH-ingar unnu upp fimm marka forskot HK í seinni hálfleik og tryggðu sér 24-24 jafntefli og um leið öruggt sæti í úrslitakeppninni þegar FH og HK mættust í spennandi leik í Kaplakrika í N1 deild karla í kvöld. HK var 17-12 yfir í hálfleik og FH komst síðast yfir í leiknum í stöðunni 6-5 þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður.

Handbolti

Ferguson í sálfræðihernaði | örvænting hjá Man City?

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Englandsmeistaraliðs Manchester United er klókur þegar kemur að sálfræðihernaðinum sem þarf að nota í baráttunni um meistaratitilinn. Hinn þaulreyndi Ferguson sendi grannaliðinu Manchester City "kveðju“ í gegnum fjölmiðla í dag þar sem hann segir að Man City sé að fara á taugum og Man Utd eigi nóg af "skotfærum“ fyrir lokasprettinn á deildarkeppninni.

Enski boltinn

UEFA greiðir um 17 milljarða kr. til félagsliða vegna EM 2012

Stærstu knattspyrnuliðin í Evrópu fá háa greiðslu frá Knattspyrnusambandi Evrópu á þessu ári vegna Evrópumóts karlalandsliða sem fram fer í Póllandi og Úkraínu í sumar. Alls skipta stærstu liðin um 17 milljörðum kr. á milli sín eða sem nemur um 83 milljónum punda.

Fótbolti

Körfu - og handbolti í aðalhlutverki í Boltanum á X977

Körfubolti og handbolti verða í aðalhlutverki í Boltanum á X-inu 977 á milli 11-12 í dag. Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður ætlar að gera upp deildarkeppnina í Iceland Express deild karla ásamt Svala Björgvinssyni körfuboltasérfræðingi Stöðvar 2 sport. Það er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. Að auki verður farið yfir umferðina sem fram fer í N1 deild karla í handbolta og farið yfir það sem er efst á baugi í íþróttaheiminum.

Körfubolti

Brasilíumaðurinn David Luiz er orðaður við Barcelona

David Luiz er vinsæll á meðal stuðningsmanna Chelsea þrátt fyrir að hann hafi gert ótal mistök frá því hann kom til liðsins frá Benfica í Portúgal. Varnarmaðurinn er nú orðaður við stórlið Barcelona á Spáni. Samkvæmt frétt Daily Mail gæti Barcelona boðið allt að 35 milljónir punda eða sem nemur 7 milljörðum kr í hinn 24 ára gamla Brasilíumann.

Enski boltinn

Clippers í frjálsu falli | Boston stöðvaði sigurgöngu Milwaukee

Það gengur frekar illa hjá LA Clippers þessa dagana í NBA deildinni í körfuknattleik og stórstjörnur liðsins Blake Griffin og Chris Paul hafa ekki náð að koma í veg fyrir þriggja leikja taphrinu liðsins. Liðið tapaði 97-90 á útivelli gegn New Orelans í nótt þar sem að Chris Paul lék áður. Alls fóru sex leikir fram í nótt.

Körfubolti

Vonandi fyrst til að vinna

Margrét Lára Viðarsdóttir komst í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar með þýska liðinu Turbine Potsdam. Margrét Lára spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðsli og vill ekki tjá sig um umdeild ummæli þjálfara síns hjá Potsdam.

Fótbolti

Sogndal vill fá Skúla Jón

Norsk félög halda áfram að kroppa í bestu leikmenn Pepsi-deildarinnar því samkvæmt heimildum Vísis er úrvalsdeildarliðið Sogndal á eftir Skúla Jóni Friðgeirssyni, varnarmanni KR.

Íslenski boltinn

Benedikt: Við hræðumst engan

"Það er ásættanlegt miðað við nýliða að ná þriðja sæti," sagði glaðbeittur Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs eftir sigurinn á Haukum í kvöld. Hann tryggði nýliðunum þriðja sætið í deildarkeppni Iceland Express-deildar karla.

Körfubolti

Juve og Bayern hafa áhuga á Adriano

Tækifæri Brasilíumannsins fjölhæfa hjá Barcelona, Adriano, hafa verið af skornum skammti og líklegt að hann yfirgefi herbúðir félagsins í sumar. Þessi 27 ára leikmaður hefur verið ellefu sinnum í byrjunarliði Barcelona í vetur og er alls ekki sáttur við hvað hann fær lítið að spila.

Fótbolti