Benedikt: Við hræðumst engan Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 22. mars 2012 21:45 Benedikt að stýra sínum mönnum í kvöld. "Það er ásættanlegt miðað við nýliða að ná þriðja sæti," sagði glaðbeittur Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs eftir sigurinn á Haukum í kvöld. Hann tryggði nýliðunum þriðja sætið í deildarkeppni Iceland Express-deildar karla. "Við höfum spilað vel lengst af í vetur. Við höfum komið með attitude til leiks, við hræðumst engan og það skiptir okkur engu hvað að eru margir landsleikir í hinu liðinu. Við hræðumst engan," sagði Benedikt sem hlakkar til úrslitakeppninnar þar sem Þór mætir Snæfelli. "Þetta er skemmtilegasti tími ársins og nú reyni ég að nota þá reynslu og þekkingu sem ég hef safnað í gegnum árin. Það er ákveðin kúnst að spila í úrslitakeppni og ákveðnir hlutir verða að ganga upp. Þetta verður ekki auðvelt, við erum að fara að spila við lið sem varð Íslandsmeistari fyrir ekki tveimur árum síðan og þeir hafa þessa þekkingu og reynslu og þetta verður hörkueinvígi." "Deildarkeppnin var ótrúlega jöfn í vetur. Hún hefur skipst í nokkur sæti og ég man ekki eftir tímabili þar sem maður þarf að fara á vefinn til að rifja upp hvernig fyrri leikurinn fór. Þetta hefur allt snúist um innbyrðis í vetur og það er ekki bara eitt lið, við höfum verið jafnir fjórum liðum í allan vetur og þetta er búið að vera skrýtið hvað það varðar. Ég hef aldrei pælt mikið í innbyrðis og nú varð maður að gera það því að það ræður í hvaða sæti maður lendir fyrir úrslitakeppni," sagði Benedikt en Þór lenti fyrir neðan KR á slakari árangri í innbyrði viðureignum liðanna. "Ég er mest ánægður með varnarleikinn heilt yfir í vetur. Þetta hefur gengið upp og ofan eins og gengur og hefur snúist um að hengja ekki haus þegar dýfan kemur og missa sig ekki í gleði þegar vel gengur. Það hefur verið mjög erfitt síðustu tvær vikur. Við höfum mætt í leiki og ætlað að vinna á hæfileikum, það er ekki við. Við förum í gegnum þetta á sterkri liðsheild ekki einhverjum einstaklings hæfileikum," sagði Benedikt sem gerði leikinn í kvöld svo upp í örfáum orðum. "Þessi leikur okkar í kvöld var klassískur leikur hjá okkur. Það skiptir ekki máli við hverja við spilum, þetta er alltaf stál í stál. Það skiptir engu máli í hvaða sæti andstæðingurinn er, svona hafa okkar leikir verið allt tímabilið," sagði Benedikt að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
"Það er ásættanlegt miðað við nýliða að ná þriðja sæti," sagði glaðbeittur Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs eftir sigurinn á Haukum í kvöld. Hann tryggði nýliðunum þriðja sætið í deildarkeppni Iceland Express-deildar karla. "Við höfum spilað vel lengst af í vetur. Við höfum komið með attitude til leiks, við hræðumst engan og það skiptir okkur engu hvað að eru margir landsleikir í hinu liðinu. Við hræðumst engan," sagði Benedikt sem hlakkar til úrslitakeppninnar þar sem Þór mætir Snæfelli. "Þetta er skemmtilegasti tími ársins og nú reyni ég að nota þá reynslu og þekkingu sem ég hef safnað í gegnum árin. Það er ákveðin kúnst að spila í úrslitakeppni og ákveðnir hlutir verða að ganga upp. Þetta verður ekki auðvelt, við erum að fara að spila við lið sem varð Íslandsmeistari fyrir ekki tveimur árum síðan og þeir hafa þessa þekkingu og reynslu og þetta verður hörkueinvígi." "Deildarkeppnin var ótrúlega jöfn í vetur. Hún hefur skipst í nokkur sæti og ég man ekki eftir tímabili þar sem maður þarf að fara á vefinn til að rifja upp hvernig fyrri leikurinn fór. Þetta hefur allt snúist um innbyrðis í vetur og það er ekki bara eitt lið, við höfum verið jafnir fjórum liðum í allan vetur og þetta er búið að vera skrýtið hvað það varðar. Ég hef aldrei pælt mikið í innbyrðis og nú varð maður að gera það því að það ræður í hvaða sæti maður lendir fyrir úrslitakeppni," sagði Benedikt en Þór lenti fyrir neðan KR á slakari árangri í innbyrði viðureignum liðanna. "Ég er mest ánægður með varnarleikinn heilt yfir í vetur. Þetta hefur gengið upp og ofan eins og gengur og hefur snúist um að hengja ekki haus þegar dýfan kemur og missa sig ekki í gleði þegar vel gengur. Það hefur verið mjög erfitt síðustu tvær vikur. Við höfum mætt í leiki og ætlað að vinna á hæfileikum, það er ekki við. Við förum í gegnum þetta á sterkri liðsheild ekki einhverjum einstaklings hæfileikum," sagði Benedikt sem gerði leikinn í kvöld svo upp í örfáum orðum. "Þessi leikur okkar í kvöld var klassískur leikur hjá okkur. Það skiptir ekki máli við hverja við spilum, þetta er alltaf stál í stál. Það skiptir engu máli í hvaða sæti andstæðingurinn er, svona hafa okkar leikir verið allt tímabilið," sagði Benedikt að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira