Sport

Mario Gomez hafnaði Real Madrid - svo segir afi hans

Jose Gomez, afi þýska landsliðsframherjans Mario Gomez hjá Bayern München, hefur greint frá því að afabarnið hans hafi hafnað tilboði frá spænska stórliðnu Real Madrid. Gomez skrifaði í vikunni undir nýjan samning við Bayern til ársins 2016.

Fótbolti

19 ára stelpurnar úr leik - töpuðu naumt á móti Frökkum

Íslenska 19 ára landsliðinu í fótbolta tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppnin EM en það var ljóst eftir 1-0 tap á móti Frökkum í lokaleik riðilsins í dag. Íslensku stelpurnar fengu eitt stig og enduðu í neðsta sæti í riðlinum. Rúmenar urðu efstir og tryggðu sér því sæti í úrslitakeppninni.

Íslenski boltinn

Reading á toppinn í ensku b-deildinni - Le Fondre hetjan gegn Leeds

Adam Le Fondre kom inn á sem varamaður á 69. mínútu og tryggði Reading dýrmætan 2-0 sigur á tíu mönnum Leeds í ensku b-deildinni í fótbolta með því að skora tvö mörk á síðustu sex mínútum leiksins. Sigurinn kemur Reading jafnframt toppsætið í ensku b-deildinni því liðið er nú með tveggja stiga forskot á Southampton sem á reyndar leik inni á morgun.

Enski boltinn

Dalglish: Ég hef aldrei lent í svona áður

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, ætlar að halda sínu striki og hvorki að gefast upp eða breyta sínum aðferðum þrátt fyrir skelfilegt gengi liðsins á undanförnu. Liverpool hefur aðeins náð í fjögur stig út úr síðustu átta leikjum sínum.

Enski boltinn

Muamba kominn á kreik

Fabrice Muamba, miðjumaður Bolton, er byrjaður að labba á göngum gjörgæsludeildar London Chest-spítalans. Muamba fékk hjartaáfall í leik Bolton gegn Tottenham 17. mars.

Enski boltinn

Stelpurnar komnar með bakið upp við vegg

Tap íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Belgíu í gærkvöldi breytti stöðu liðsins í undankeppninni til hins verra. Sigur hefði sett landsliðið í nokkuð afgerandi forystusæti en tapið þýðir að liðið má vart við að tapa stigum í þeim fjórum leikjum sem eftir eru.

Íslenski boltinn

Brynjar Björn: Gengi liðsins kemur ekki á óvart

Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, segir gengi liðsins í Championship-deildinni ekki koma sér á óvart. Reading er sem stendur í öðru sæti deildarinnar en liðið tekur á móti Leeds á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Enski boltinn

Masters 2012: Aðeins þrír kylfingar hafa varið titilinn

Aðeins 16 kylfingar hafa náð því að sigra oftar en einu sinni á Mastersmótinu. Jack Nicklaus á metið en hann á 6 græna jakka. Arnold Palmer og Tiger Woods koma þar næstir með alls 4. Aðeins þrír kylfingar hafa náð að verja titilinn á Masters.

Golf

Harrington og Byrd unnu Par 3 keppnina

Írinn Pardraig Harrington og Bandaríkjamaðurinn Jonathan Byrd hrósuðu sigri á árlegri Par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. Hætta þurfti keppni vegna þrumuveðurs þegar nokkrir keppendur áttu enn eftir að skila sér í mark.

Golf