Sport

Barcelona ekki í vandræðum með Zaragoza

Barcelona var ekki í neinum vandræðum með Real Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið gjörsigraði leikinn 4-1 á Zaragoza komst yfir eftir hálftíma leik þegar Carlos Aranda skoraði laglegt mark.

Fótbolti

Master 2012: Rástímar á þriðja keppnisdegi | Tiger hefur leik 14:45

Þriðji keppnisdagur á Mastersmótinu í golfi fer fram í dag og verða Bandaríkjmennirnir Fred Couples og Jason Dufner í síðasta ráshópnum sem leggur af stað 18.45 að íslenskum tíma. Áhugamaðurinn Kelly Kraft, sigurvegarinn á bandaríska áhugamannameistaramótinu, fer fyrstur af stað í dag kl. 13.15 en hann verður einn í ráshóp. Tiger Woods hefur leik kl. 14:45 og verður hann með sigurvegara síðasta árs í ráshóp, Suður-Afríkumanninum Charl Schwartzel.

Golf

NBA: Memphis Grizzlies keyrði yfir Miami | Aldrige hetja Portland

Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt en alls fóru fram 11 leikir. Stórleikur kvöldsins var í beinni útsendingu á Stöð2 Sport þegar Miami Heat tók á móti Memphis Grizzlies. Gestirnir tóku völdin alveg frá byrjun og réðu ferðinni allan leikinn. Rudy Gay var góður í lið Memphis og fór fyrir sínu liði en hann gerði 17 stig.

Körfubolti

Skorar ekki enn á Liberty

Gylfa Þór Sigurðssyni tókst ekki að opna markareikning sinn á heimavelli í gær þegar Swansea City tapaði 0-2 á heimavelli á móti Newcastle í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi átti fleiri skot en allt Newcastle-liðið til samans.

Enski boltinn

Masters 2012: Tiger Woods ætlar sér enn sigur | er í 40.-46. sæti

"Ég lagði mig fram og reyndi mitt besta við hvert einasta högg. Halda einbeitingunni og slá næsta högg eins og ég ætlaði mér – það gekk nánast aldrei upp en ég var að reyna eins og ég gat,“ sagði Tiger Woods eftir að hafa leikið á 75 höggum á öðrum keppnisdegi Mastersmótsins í golfi. Tiger, sem er fjórfaldur sigurvegari á þessu risamóti, er samtals á +3 í 40.-46. sæti mótsins þegar kepni er hálfnuð.

Golf

Masters 2012: Couples og Dufner efstir | Tiger langt frá sínu besta

Hinn 52 ára gamli Fred Couples stal senunni á öðrum keppnisdegi Mastersmótsins í golfi. Bandaríkjamaðurinn sem sigraði á þessu risamóti árið 1992 lék eins og unglingur þar sem hann fékk sjö fugla og endaði hann á 67 höggum eða -5. Hann deilir efsta sætinu með landa sínum Jason Dufner sem lék á 70 höggum á öðrum keppnisdeginum.

Golf

Van Persie býst við markaleik á móti Man City

Robin van Persie, framherji Arsenal, býst við miklum markaleik á sunnudaginn þegar Arsenal tekur á móti Manchester City á Emirates-leikvanginum. Van Persie segir að bæði lið verði að fá þrjú stig og hafi bæði hæfileikamenn til að bjóða upp á flottan leik.

Enski boltinn

Paul Ince vill verða stjóri Eggerts Gunnþórs

Paul Ince, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, er tilbúinn að setjast í stjórastólinn hjá Úlfunum strax í dag svo að hann geti hjálpað sínum gömlu félögum að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Guðmundur Reynir missir af tveimur fyrstu leikjum KR

Guðmundur Reynir Gunnarsson, leikmaður KR, mun að óbreyttu missa af fyrstu tveimur leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í sumar. Guðmundur Reynir er í skiptinámi í Harvard í Bandaríkjunum og síðasta próf misserisins er 10. maí. Guðmundur á bókað flug heim daginn eftir.

Íslenski boltinn

Fimmta tap OB í röð

Rúrik Gíslason spilaði allan leikinn þegar að OB tapaði fyrir AC Horsens, 1-0, í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti

Ungverjar unnu Makedóníumenn - Svíar unnu sinn leik

Fyrsta degi af þremur er lokið í riðli Svía í forkeppni Ólympíuleikanna í London og eru Ungverjar og Svíar í efstu sætunum eftir leiki dagsins. Ungverjaland vann 29-26 sigur á Makedóníu en Svíar unnu 25-20 sigur á Brasilíu í hinum leiknum.

Handbolti

Masters 2012: Tiger Woods af stað 17:42 - allir rástímar dagsins

Rory McIlroy frá Norður-Írlandi byrjaði vel á öðrum keppnisdegi Mastersmótsins í golfi en hann hefur leikið fjóra holur þegar þetta er skrifað og er hann samtals á 3 höggum undir pari. McIlroy lék á -1 á fyrsta keppnisdeginum en hann fékk fugla -1 á 2. og 3. braut Augusta vallarins. Lee Westwood frá Englandi er einnig byrjaður að leika í dag. Hann var efstur eftir fyrsta keppnisdaginn á -5 og hann er enn efstur þegar hann hefur leikið 6 holur. Westwood er enn á -5.

Golf

22 marka tap fyrir Rússlandi

Íslands tapaði í dag stórt fyrir Rússlandi í undankeppni HM U-20 liða en riðill Íslands fer fram í Tyrklandi. Lokatölur voru 41-19, Rússlandi í vil.

Handbolti