Sport

Schumacher fær fimm sæta refsingu

Michael Schumacher fær fimm sæta refsingu á ráslínu í kappakstrinum í Mónakó eftir tvær vikur. Schumacher var talinn brotlegur þegar hann ók aftan á Bruno Senna í spænska kappakstrinum í gær.

Formúla 1

Rúrik fór meiddur af velli

OB setti strik í meistarabaráttu Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld en þá gerðu liðin markalaust jafntefli. OB fékk að sama skapi dýrmætt stig í fallbaráttunni.

Fótbolti

Martin Skrtel bestur hjá Liverpool á tímabilinu

Stuðningsmenn Liverpool hafa kosið Martin Skrtel besta leikmann liðsins á þessu tímabili en slóvakíski miðvörðurinn vann sér fast sæti í miðri vörn Liverpool á tímabilinu og spilaði alls 45 leiki með liðinu. Skrtel fékk 44 prósent atkvæða en næstur honum kom framherjinn Luis Suarez með 33 prósent atkvæða. Daniel Agger varð síðan í þriðja sæti.

Enski boltinn

Árni Þór semur við Friesenheim

Örvhenta skyttan Árni Þór Sigtryggsson mun enn á ný söðla um í Þýskalandi í sumar en hann hefur nú skrifað undir eins árs samning við B-deildarliðið Friesenheim.

Handbolti

Lagerbäck: FIFA-listinn skiptir engu máli fyrr en eftir tvö ár

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hitti Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport, í dag og ræddi málefni íslenska landsliðsins en Lagerbäck tilkynnti í dag hóp sinn fyrir komandi vináttulandsleiki við Frakka og Svía. Það er nú hægt að nálgast þetta viðtal á Vísi.

Íslenski boltinn

Andrei Arshavin verður fyrirliði Rússa á EM í sumar

Dick Advocaat, þjálfari Rússa, er búinn að gefa það út að Andrei Arshavin verði fyrirliði rússneska landsliðsins á EM í sumar. Þetta verður síðasta verkefni Advocaat með rússneska liðið en hann mun fara til PSV Eindhoven eftir mótið.

Fótbolti

Alex McLeish rekinn frá Aston Villa

Alex McLeish hefur verið rekinn sem þjálfari Aston Villa en liðið rétt slapp við fall úr ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. McLeish var á sínu fyrsta tímabili með Aston Villa en fyrir ári síðan hætti hann sem stjóri nágrannanna í Birmingham City.

Enski boltinn

Lars ætlar að funda með Eiði Smára í sumar

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, valdi Eið Smára Guðjohnsen ekki í landsliðshóp sinn fyrir vináttuleiki við Frakka og Svía þrátt fyrir að Eiður Smári sé byrjaður að spila á ný með AEK Aþenu eftir að hann fótbrotnaði í október.

Íslenski boltinn

Gott síðdegi á urriðaslóð

Vorveiðin á urriða í efsta hluta Elliðaánna mun hafa verið undir meðallagi það sem af er vertíðinni sem stendur yfir í maí. Síðdegis síðastliðinn föstudag stóð tíðindamaður Veiðivísis þar á bakkanum ásamt öðrum og tók fyrstu fluguköst sumarsins.

Veiði

Van Nistelrooy leggur skóna á hilluna

Ruud van Nistelrooy hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann er 35 ára gamall og á að baki farsælan feril með liðum eins og Manchester United og Real Madrid. Van Nistelrooy endaði ferilinn hjá spænska liðinu Malaga.

Fótbolti

Örn Ingi hættur í FH og farinn í Aftureldingu

Örn Ingi Bjarkason, leikmaður í úrvalsliði N1 deildar karla í handbolta, hefur gert tveggja ára samning við Aftureldingu en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Örn Ingi hefur spilað stórt hlutverk hjá FH undanfarin ár og varð Íslandsmeistari með liðinu 2011. Örn er sonur Bjarka Sigurðssonar, fyrrverandi landsliðsmanns.

Handbolti