Handbolti

Árni Þór semur við Friesenheim

Árni er hér með Arnóri Gunnarssyni og félögum í Bittenfeld.
Árni er hér með Arnóri Gunnarssyni og félögum í Bittenfeld.
Örvhenta skyttan Árni Þór Sigtryggsson mun enn á ný söðla um í Þýskalandi í sumar en hann hefur nú skrifað undir eins árs samning við B-deildarliðið Friesenheim.

Árni kemur til félagsins frá Bittenfeld en var þar áður hjá Rheinland. Árni hefur þess utan leikið á Spáni.

Hann er uppalinn Akureyringur og lék á sínum tíma einnig með Haukum.

"Með Árna fáum við reynslumikinn mann sem þekkir þetta allt. Við fáum þess utan jafnvægi á hægri vænginn hjá okkur og við ætlumst til mikils af honum," sagði þjálfari Friesenheim, Thomas King.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×