Sport

KR skoraði úr víti í sjöundu tilraun

Lið KR í Pepsi-deild kvenna beið lægri hlut í viðureign sinni gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar 3-1 í Garðabæ í gærkvöldi. Það var þó sárabót í tapinu að Vesturbæingum tókst loks að skora úr vítaspyrnu.

Íslenski boltinn

Ólafur: Kominn í mitt besta form

"Það er mjög sérstakt að vera kominn aftur til Kölnar,“ sagði Ólafur Stefánsson á blaðamannafundi fyrir úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í Köln í gær.

Handbolti

Tvö lið af fjórum nýliðar

Füchse Berlin og AG frá Kaupmannahöfn eru bæði komin áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu en liðin eiga það sameiginlegt að vera á sínu fyrsta tímabili í keppni þeirra bestu.

Handbolti

Helgarviðtal: Flugan sat pikkföst í vörum eiginkonunnar

Hjálmar Árnason, framkvæmdarstjóri Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, er forfallinn veiðimaður. Hann steig sín fyrstu skref í veiðinni á bryggjunni í Klakksvík í Færeyjum. Hann lagði þó stöngina frá sér í smástund en veiddi maríulaxinn þegar hann var 25 ára.

Veiði

Fyrstu handboltaleikirnir í þrívídd

Það verður engu til sparað í umfjöllun og umgjörð þegar að úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu í handbolta um helgina. Úrslithelgin fer fram í Köln og verða undanúrslitaleikirnir háðir í dag. Bronsleikurinn og sjálfur úrslitaleikurinn fara svo fram á morgun.

Handbolti

Aron Kristjáns: Danirnir eiga góðan séns

Um helgina ráðast úrslitin í Meistaradeild Evrópu í Köln í Þýskalandi. Fjögur bestu félagslið Evrópu eru þar saman komin og má reikna með að boðið verði upp á handboltaveislu í allra hæsta gæðaflokki.

Handbolti

Pistillinn: Þér er boðið í stærstu veislu ársins

Íslenskir handboltaunnendur eru góðu vanir eftir frábæran árangur strákanna okkar síðustu árin og velgengni þeirra með félagsliðum sínum í bestu og stærstu deildum heims. Nú um helgina fara fram lokaúrsltin í Meistaradeild Evrópu og í þetta sinn eiga Íslendingar alls átta fulltrúa í þremur liðum af fjórum sem komust í undanúrslitin - sex leikmenn og tvo þjálfara. Það, eitt og sér, er ótrúlegt afrek.

Handbolti

Nani sýnir leynda hæfileika

Portúgalanum Nani hjá Man. Utd er ýmislegt til lista lagt annað en að spila fótbolta. Það sannaði Nani á blaðamannafundi hjá portúgalska landsliðinu.

Fótbolti

Stjörnustúlkur í stuði - myndir

Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu sinn annan leik í röð í Pepsi-deild kvenna í kvöld er KR kom í heimsókn. Stjarnan komst með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar en KR er í næstneðsta sæti.

Íslenski boltinn

Gunnar Berg og Skúli þjálfa Stjörnuliðin

Handknattleiksdeild Stjörnunnar tilkynnti í kvöld um ráðningu á þjálfurum meistaraflokka félagsins fyrir næsta vetur. Gunnar Berg Viktorsson mun þjálfa karlaliðið en Skúli Gunnsteinsson kvennaliðið.

Handbolti

Dempsey: Ég vil spila í Meistaradeildinni

Clint Dempsey átti frábært tímabil með Fulham í ensku úrvalsdeildinni og skoraði alls 23 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Svo gæti farið að Dempsey yfirgefi Craven Cottage í sumar en hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum og hefur talað opinberlega um áhuga sinn að komast í sterkara lið.

Enski boltinn

Kobe Bryant í liði ársins í tíunda skiptið á ferlinum

Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers, var valinn í lið ársins í NBA-deildinni í tíunda sinn á ferlinum en hann er í hópi fimm bestu leikmanna deildarinnar að mati blaðamanna sem skrifa um NBA-deildina. Með Bryant í úrvalsliðinu eru þeir LeBron James, Kevin Durant, Chris Paul og Dwight Howard.

Körfubolti

Stelpurnar unnu þær dönsku í spennuleik - bronsið í höfn

Íslenska kvennalandsliðið vann fimm stiga sigur á Danmörku, 72-67, í þriðja leik sínum á Norðurlandamótinu í körfubolta sem fram fer í Noregi. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska kvennalandsliðið vinnur tvo leiki á einu Norðurlandamóti en áður höfðu stelpurnar unnið stórsigur á gestgjöfunum.

Körfubolti

Pepsimörkin: Markaregnið úr 5. umferð

Alls voru 17 mörk skoruð í 5. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta en umferðinni lauk í gær með fimm leikjum. Flest mörk voru skoruð á Selfossvelli þar sem að heimamenn gerðu 3-3 jafntefli gegn Grindavík. Öll mörkin má sjá í þessari markasyrpu og tónlistin er frá bandrísku hljómsveitinni, The Black Keys og lagið heitir Gold on the ceiling.

Íslenski boltinn

Guardiola: Ég mun þjálfa á ný ef einhverju liði tekst að tæla mig

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, stýrir liðinu í síðasta sinn í kvöld þegar Barcelona mætir Athletic Bilbao í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar. Barcelona getur þarna unnið sinn fjórtánda titil undir stjórn Guardiola en hann tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að taka sér hvíld frá þjálfun.

Fótbolti

Eyjólfur velur þrjá nýliða í 21 árs landsliðið

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla í fótbolta, er búinn að velja hópinn sinn fyrir leiki á móti Aserum og Norðmönnum í undankeppni EM. Leikið verður gegn Aserum á KR velli, þriðjudaginn 5. júní kl. 19:15 og gegn Norðmönnum í Drammen viku síðar.

Íslenski boltinn

Ólafur vildi ekki snerta Meistaradeildarbikarinn

Ekstra Bladet skrifar í dag um þá sérvisku íslenska landsliðsmannsins Ólafs Stefánssonar að vilja ekki koma nálægt Meistaradeildarbikarnum á blaðamannafundi fyrir úrslitahelgi Meistaradeildarinnar. Ólafur verður þar í eldlínunni með danska félaginu AG en liðið mætir hans gamla liði Atlético Madrid (Ciudad Real) í undanúrslitunum á morgun.

Handbolti

Liðsfélagar Guðjóns Vals hrósa honum í hástert

Guðjón Valur Sigurðsson verður í sviðsljósinu með AG Kaupmannahöfn á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar um helgina og liðsfélagar hans hafa verið að hrósa honum í viðtölum í dönskum fjölmiðlum. DR sport fékk reyndar ekki viðtal við Guðjón sjálfan en talaði við Lars Jörgensen og Mikkel Hansen um íslenska landsliðsmanninn.

Handbolti