Handbolti

Ólafur vildi ekki snerta Meistaradeildarbikarinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson.
Ólafur Stefánsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ekstra Bladet skrifar í dag um þá sérvisku íslenska landsliðsmannsins Ólafs Stefánssonar að vilja ekki koma nálægt Meistaradeildarbikarnum á blaðamannafundi fyrir úrslitahelgi Meistaradeildarinnar. Ólafur verður þar í eldlínunni með danska félaginu AG en liðið mætir hans gamla liði Atlético Madrid (Ciudad Real) í undanúrslitunum á morgun.

Ólafur hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum á ferlinum með Magdeburg (2002) og Ciuda Real (2006, 2008 og 2009) og blaðamaður Ekstra Bladet kallar hann Mr. Champions League eða Herra Meistaradeild upp á íslensku.

„Þú snertir aðeins bikarinn þegar þú ert búinn að vinna hann. Þangað til heldur maður fingrunum fyrir sjálfan sig," sagði Ólafur við Ekstra Bladet. Þegar hann var spurður út í það hvernig væri að mæta vinum sínum Alfreði Gíslasyni og Degi Sigurðssyni.

„Svona er bara sportið," svaraði Ólafur en hann vann Meistaradeildina með Alfreð 2002 og fjölda titla með Degi í Val.

Það er hægt að sjá viðtalið og mynd af Óla (og bikarnum) með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×