Sport

Boston beit frá sér

Boston Celtics hleypti lífi í einvígi sitt við Miami Heat í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar með sannfærandi sigri, 101-91, í nótt. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Miami.

Körfubolti

Ég er enn í hálfgerðu losti

Margrét Lára Viðarsdóttir, sem varð á dögunum Þýskalandsmeistari með Turbine Potsdam, segist ennþá vera að átta sig á titlinum. Hún segist skilja í góðu við þýska liðið en þarf að njóta meiri skilnings á meiðslum sínum á næsta viðkomustað.

Fótbolti

Þurfa 3 marka sigur í Úkraínu

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta spilar á morgun hreinan úrslitaleik um sæti á EM í Hollandi þegar liðið mætir Úkraínu í lokaleiknum í sínum undanriðli.

Handbolti

Búinn að bíða í 14 leiki eftir hundraðasta sigrinum

Í lok leiks ÍA og Fram á Akranesvelli 20. maí 2008 leit allt út fyrir það að Guðjón Þórðarson myndi mjög fljótlega bætast í hundrað sigra hópinn með Ásgeiri Elíassyni. Guðjón var þarna að stýra liði til sigurs í 99. sinn í efstu deild og allt leit út fyrir að hann ætlaði að vera með Skagaliðið í efri hlutanum annað árið í röð.

Íslenski boltinn

Verður þetta fullkomið tímabil hjá Kiel?

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel geta í dag tryggt sér fullkomið tímabil í þýsku úrvalsdeildinni og þar með sæti í sögubókunum um ókomna tíð. Eftir sigra í fyrstu 33 deildarleikjunum sínum þá mætir Kiel liði Gummersbach á heimavelli í lokaumferð þýsku deildarinnar.

Handbolti

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - KR 1-2

Þrátt fyrir að hafa ekki spilað sinn besta leik náðu KR að kreista fram sigurinn undir lokin í 2-1 sigri þeirra á Fram í Laugardalnum í dag. Þeir hafa núna unnið fjóra leiki í röð og eru aðeins einu stigi á eftir toppliði ÍA í Pepsi deild karla.

Íslenski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍA 2-2

Skagamenn eru enn í toppsæti Pepsideildarinnar eftir 2-2 jafntefli í Grindavík í dag. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum en Skagamenn vöknuðu til lífsins undir lok seinni hálfleiks eftir að hafa lent undir 1-0 og náðu að jafna rétt fyrir hlé. Í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum framan af en svo tóku Skagamenn völdin þegar leið á og voru nálægt því að taka stigin þrjú undir lokin.

Íslenski boltinn

Button kemur Schumacher til varnar

Jenson Button, ökumaður McLaren í Formúlu 1, kemur Michael Schumacher til varnar og segir lítið að marka gagnrýnina sem heimsmeistarinn sjöfaldi hefur fengið á sig. Endurkoma Schumachers hefur ekki gengið sem skildi og vilja sumir spekingar meina að lítið loft sé enn í blöðru Schumachers.

Formúla 1

EM-þjóðirnar Tékkland, Úkraína og Ítalía töpuðu allar í kvöld

Tékkland, Úkraína og Ítalía töpuðu öll vináttulandsleikjum sínum í kvöld en þjóðirnar eru að undirbúa sig fyrir Evrópumótið sem hefst eftir eina viku. Tékkar töpuðu 1-2 fyrir Ungverjum, Úkraínumenn lágu 2-3 á móti Austurríki og Rússar unnu 3-0 sigur á Ítölum í uppgjöri tveggja liða sem verða með á EM.

Fótbolti

Vranjes framlengir við Flensburg

Svíinn Ljubomir Vranjes hefur skrifað undir nýjan samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Flensburg en hann náði flottum árangri með liðið í vetur en það er í öðru sæti deildarinnar.

Handbolti

Andersson fer til AG í sumar

Dönsku meistararnir í AG tilkynntu loks í dag að Svíinn Kim Andersson muni ganga í raðir liðsins í sumar. Þetta hefur legið fyrir í margar vikur.

Handbolti

Rodgers mættur á Anfield - myndir

Brendan Rodgers var í morgun ráðinn stjóri Liverpool. Það er mikil pressa á þessum 39 ára gamla stjóra enda er hermt að Liverpool hafi greitt Swansea 7 milljónir punda fyrir hann.

Enski boltinn