Sport

Koscielny vill fá M'Vila til Arsenal

Franski landsliðsmaðurinn hjá Arsenal, Laurent Koscielny, vill ólmur fá félaga sinn í landsliðinu, Yann M'Vila, til Arsenal í sumar. M'Vila spilar með Rennes í Frakklandi og hefur verið orðaður við Arsenal upp á síðkastið.

Fótbolti

Umboðsmaður Tigers keyrði ölvaður

Umboðsmaður Tiger Woods, Mark Steinberg, er hæstánægður með gengi skjólstæðings síns og svo mikið að hann ákvað að halda fullvel upp á gengi Tigers um helgina.

Golf

Laudrup orðaður við Swansea

Swansea er enn í stjóraleit en eins og kunnugt er hætti Brendan Rodgers hjá félaginu til þess að taka við Liverpool. Nú er Daninn Michael Laudrup orðaður við félagið.

Enski boltinn

Tveir stórlaxar í Holunni

Þar horfði hann á tvo stóra laxa sem hann áætlaði á bilinu 14 – 16 pund, en eins og flestir vita þá opnar Blanda í fyrramálið og hefst þá laxveiðitímabilið formlega.

Veiði

SVFR framlengir við Norðurá

Stjórn SVFR og Veiðifélags Norðurár gengu í gærkvöldi frá nýjum samningi um leigu árinnar, en fyrri samningur hefði að óbreyttu runnið út á næsta ári.

Veiði

Barton fékk einn á lúðurinn

Ráðist var á knattspyrnumanninn Joey Barton fyrir utan skemmtistað í Liverpool snemma í morgun. Lögreglan hefur tvo menn á þrítugsaldri í haldi vegna árásarinnar.

Enski boltinn

Celta Vigo í efstu deild á ný

Celta Vigo tryggði sér í gær sæti í efstu deild spænsku knattspyrnunnar eftir fimm ára fjarveru. Celta dugði eitt stig í heimaleik gegn Cordoba sem dugði einnig stig til að tryggja sig í umspil. Úr varð tíðindalítill leikur þar sem hvorugt liðið sótti að ráði.

Fótbolti

Guðmundur: Búinn að vera stórkostlegur tími

Það styttist í kveðjustund Guðmundar Guðmundssonar með landsliðið. Það var tilkynnt um helgina að Guðmundur hætti með liðið eftir ÓL í sumar. Hann hefur náð einstökum árangri með landsliðið. Eftir rúmlega fjögur farsæl ár í starfi landsliðsþjálfara styttist í að Guðmundur Guðmundsson láti af störfum. Það gerir hann í ágúst að loknum Ólympíuleikunum.

Handbolti

Stelpurnar okkar sáu aldrei til sólar í Úkraínu

Íslenska kvennalandsliðið lék gegn Úkraínu ytra í gær í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM. Íslenska liðið varð að vinna leikinn með þremur mörkum til þess að komast á EM í Hollandi en það átti aldrei að vera því íslenska liðið átti undir högg að sækja allan leikinn.

Handbolti

Talsmaður Ferdinand lætur Hodgson heyra það

Talsmaður Rio Ferdinand segir enska knattspyrnusambandið og Roy Hodgson þjálfara enska landsliðsins hafa komið fram við varnarmanninn af "fullkomnu virðingaleysi" eftir að Rio Ferdiand var enn einu sinni sniðgenginn í vali á varnarmönnum í enska landsliðið fyrir Evrópumeistaramótið í Póllandi og Úkraínu.

Fótbolti

Wade býst við svörum hjá Spoelstra

Dwyane Wade hefur sett pressu á þjálfara Miami Heat fyrir fjórða leik Heat og Boston Celtics í úrslitum Austurstrandar NBA körfuboltans sem hefst í nótt klukkan hálf eitt og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Wade ætlast til að Erik Spoelstra finni svör við batnandi leik Boston Celtics.

Körfubolti

Sögulegur sigur hjá Tiger | Jafnaði Nicklaus

Tiger Woods fór á kostum á lokadegi Memorial-mótsins í kvöld og tryggði sér sögulegan sigur. Þetta var 73. sigur Tigers á PGA-mótaröðinni og hann hefur þar með jafnað sjálfan Jack Nicklaus.

Golf

Robert Green yfirgefur West Ham

Robert Green mun ekki skrifa undir nýjan samning við West Ham sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í maí. Samningur Green við Lundúnarliðið er runninn út og er honum því frjálst að semja við hvaða lið sem er.

Fótbolti