Sport

Rússar skoruðu fjögur mörk hjá Petr Cech

Rússar eru til alls líklegir í EM í fótbolta í ár eftir 4-1 sigur á Tékkum í seinni leik dagsins í A-riðli. Hinn 21 árs gamli Alan Dzagoev skoraði tvö mörk fyrir Rússa og Roman Pavlyuchenko kom inn á sem varamaður og bæði skoraði og lagði upp mark. Petr Cech, markvörður Tékka og Evrópumeistara Chelsea, þurfti því að sækja boltann fjórum sinnum í markið sitt í kvöld.

Fótbolti

Hetjulegar innkomur og tvö rauð spjöld í fjörugum opnunarleik EM

Evrópumótið í fótbolta byrjaði á dramatískum og viðburðaríkum leik Pólverja og Grikkja en Grikkirnir náðu 1-1 jafntefli þrátt fyrir að lenda 0-1 undir á 17. mínútu og missa mann af velli í lok fyrri hálfleiks. Pólverjar misstu líka markvörðinn Wojciech Szczesny af velli með rautt spjald og gátu þakkað fyrir stigið þegar varamarkvöðurinn Przemyslaw Tyton varði vítaspyrnu frá fyrirliða gríska liðsins.

Fótbolti

Umfjöllun og viðtöl: ÍA - KR 1-2

Bikarmeistarar KR eru komnir áfram í sextán liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á Skagamönnum á Akranesi í kvöld. KR-ingar hefndu þar með fyrir tapið í Pepsi-deildinni á sama stað í síðasta mánuði.

Fótbolti

Smuda: Lewandowski á leið til United

Francieszek Smuda, landsliðsþjálfari Póllands í knattspyrnu, segir í viðtali við Reuters-fréttastofuna að skærasta stjarna liðsins, Robert Lewandowski, sé á leið til Manchester United.

Fótbolti

Rangnick hafnaði West Brom

Þjóðverjinn Ralf Rangnick verður ekki næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins West Brom. Steve Clarke þykir nú líklegastur til að fá starfið eins og áður hefur komið fram.

Enski boltinn

Birgir Leifur um miðjan hóp

Birgir Leifur Hafþórsson lék á pari á fyrsta keppnisdegi móts í Áskorendamótaröð Evrópu sem fer nú fram í Kärnten í Austurríki.

Golf

Bryndís komin heim til Keflavíkur

Sjö leikmenn skrifuðu í dag undir samninga við kvennalið Keflavíkur í körfuknattleik. Þeirra á meðal er Bryndís Guðmundsdóttir sem spilaði með KR á síðustu leiktíð.

Körfubolti

Aðsendur pistill: Þjóðaríþrótt Íslendinga

Tvær góðar greinar hafa komið fram undanfarnar vikur, báðar um kvennahandbolta.Fjölluðu þær um hvernig hægt að bæta boltann og hvað beri að gera í því sambandi. Það ber að fagna þegar fólk kemur hugmyndum og umræðu af stað varðandi þjóðarsportið.

Handbolti

Allt varð vitlaust þegar hlýnaði við Norðurá

"Rétt fyrir klukkan tíu hlýnaði verulega allt í einu. Þá fór einfaldlega allt af stað, og með ólíkindum að fylgjast með náttúrunni. Laxinn helltist einfaldlega inn á Eyrina og laxinn stökk og djöflaðist."

Veiði