Fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ítarlega verður fjallað um eldgos sem hófst við Litla Hrút á Reykjanesi skömmu fyrir klukkan 17 í fréttum kvöldsins. Kristján Már Unnarsson fréttamaður verður í beinni frá gosstöðvunum með nýjustu upplýsingar frá vísindamönnum sem keppast nú við að afla gagna um nýja gosið.

Innlent

Gosið í takt við fyrri gos og fer ró­lega af stað

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir í samtali við þáttastjórnendur að eldgosið sem nú er hafið sé í takt við hin gosin og að ekki sé um stórgos að ræða. 

Innlent

Löng leið að gosinu sem leynir á sér

Bæjar­stjóri Grinda­víkur segist feginn yfir fregnum af nýju gosi. Það hafi komið upp á góðum stað með til­liti til inn­viða. Hann varar al­menning við því að fara á staðinn, um sé að ræða langa leið sem leyni á sér.

Innlent

Þyrlu­flug yfir gos­stöðvar

Vísir var í beinni út­sendingu frá þyrlu­flugi yfir nýjum gos­stöðvum á Reykja­nesi eftir að gos hófst um klukkan 16:40 við Litla-Hrút. 

Innlent

Gos hafið á Reykjanesi: „Mikil hætta á að fólk verði fyrir gaseitrun“

Eldgos er hafið við fjallið Litla-Hrút á Reykjanesi, skammt frá Meradölum þar sem hraun kom upp á síðasta ári. Mikinn reyk og gas leggur nú upp af Reykjanesi og er talið að sprungan sé um 1.500 metrar að lengd. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar mun fylgjast vel með þróun mála og má sjá allt það nýjasta í vaktinni. 

Innlent

Lindar­hvols­skýrslan komin á borð héraðs­sak­sóknara

Ríkissaksóknari hefur sent bréf Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, ásamt fylgigögnum á borð við skýrslu hans frá 2018, til embættis héraðssaksóknara til viðeigandi meðferðar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu.

Innlent

Skjálft­a­skuggi myndaðist á laugar­dag

Skjálft­a­skuggi myndaðist síðast­liðinn laugar­dag norð­austur af Fagra­dals­fjalli og suð­vestur af Keili. Mögu­leiki er að kvika safnist þar fyrir en hug­takið nær yfir svæði þar sem nær engir skjálftar verða utan lítilla jarð­hræringa.

Innlent

Full­yrðing um nauðgun innan marka tjáningar­frelsisins

Kona nokkur hefur verið sýknuð af kröfu fyrrverandi kærasta um miskabætur og fangelsisrefsingu vegna ummæla sem hún lét falla á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram árið 2022. Þar sakaði hún ónafngreindan karlmann um nauðgun en fyrrverandi kærastinn taldi augljóst að um sig væri að ræða.

Innlent

For­setinn endur­kjörinn með 87 prósent at­kvæða

Shavkat Mirziyoyev hefur verið endurkjörinn sem forseti Mið-Asíuríkisins Úsbekistans. Samkvæmt tölum frá kjörstjórn hlaut forsetinn 87,1 prósent atkvæða í kosningunum sem fram fóru í gær og mun hann því sitja sitt þriðja kjörtímabil.

Erlent

„Jörðin opnast beint fyrir framan okkur“

Hjón úr Hafnar­firði urðu vitni að því hvar jörðin opnaðist fyrir framan þau þar sem þau voru stödd við ná­lægt skjálf­ta­upp­tökum við Keili í gær­kvöldi þegar að stærsti skjálfti hrinunnar til þessa reið yfir.

Innlent

Met­ár í fjölda ferða­manna handan við hornið

Ferðamálastjóri segir að metár í fjölda ferðamanna hérlendis verði líklega slegið á næsta ári. Fjöldi brottfara erlendra ferðamanna frá Íslandi í júní síðastliðnum voru um 233 þúsund sem er álíka mikið og metárið 2018.

Innlent

„Meiri­hlutanum finnst þetta ekki nógu mikil­vægt“

Þrír nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins hafa kallað eftir því að nefndin komi saman til að ræða bæði Lindarhvolsmálið og Íslandsbankasöluna. Einn þeirra telur ólíklegt að nefndin verði kölluð saman. Engin viðbrögð hafi borist frá meirihluta nefndarinnar.

Innlent

Árekstur við Hellu

Fólksbíll og flutningabíll skullu saman á Suðurlandsvegi við Hellu á þrettánda tímanum í dag. Veginum var lokað um stund á meðan hreinsunarstarf var unnið á vettvangi og nú er að greiðast úr töfum sem urðu vegna þesss.

Innlent

Mikil­vægt að stíga var­lega til jarðar í um­ræðunni um megrunar­lyf

Forstjóri Lyfjastofnunar segir tilkynningar stofnunarinnar til eftirlitsnefndar Lyfjastofnunar Evrópu vegna mögulegra tengsla á milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígshugsana vera hluta af reglubundnu verklagi stjórnvalda. Ekki sé búið að sýna fram á bein tengsl með óyggjandi hætti. Fólk er hvatt til að tilkynna aukaverkanir en rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru á slíkum lyfjum.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka á Austurlandi síðdegis í gær. Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við aðgerðastjóra Landhelgisgæslunnar sem segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar, hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið.

Innlent