Fréttir

Biden segir Bandaríkin og Norðurlönd deila sögu og framtíðarsýn

Forsætisráðherra segir leiðtoga Norðurlandanna hafa átt mjög frjálslegan og opinn fund með forseta Bandaríkjanna í Helsinki í dag. Auk öryggismála hafi meðal annars verið rætt um jafnréttis- og loftslagsmál ásamt málefnum Norðurslóða. Bandaríkjaforseti segir ríkin deila sameiginlegri sýn um frelsi og samvinnu.

Erlent

Mýrarboltinn á Ísafirði heyrir sögunni til

Mýrarboltinn á Ísafirði verður ekki haldinn í ár, frekar en fyrri ár frá því að mótið var blásið af vegna kórónaveiru árið 2020. Aðalritari hátíðarinnar segir skipuleggjendur hafa fundið sér önnur áhugamál.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum skoðum við aðstæður á gosstöðvunum á Reykjanesi en yfirvöld lokuðu gönguleiðum að þeim í dag vegna mikils hvassviðris og reyks frá gróðureldum.

Innlent

Samþykkja minni hækkun launa

Laun borgarfulltrúa hækka um 2,5 prósent frá fyrsta júlí síðastliðnum, í stað 7,88 prósent samkvæmt þróun launavísitölu frá nóvember 2022 til maí 2023. Borgarstjóri mun einnig óska eftir sömu breytingum á sínum launum.

Innlent

Fékk af­skorinn fingur í pósti

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fékk afskorinn fingur í pósti síðastliðinn mánudag. Pakkinn með fingrinum var sendur í Élysée-höll, bústað forsetans í París. 

Erlent

„Auð­veldasta leiðin og eina leiðin er til suðurs“

Magnús Tumi Guð­munds­son, prófessor í jarð­eðlis­fræði, segir virkni eld­gossins við Litla-Hrút vera svipaða í dag eins og í gær. Hann segir það afar ó­lík­legt að kviku­gangurinn lengist eða að sprungur opnist á nýjum stöðum, til að mynda norðar við Keili. Hraunið muni renna á­fram til suðurs.

Innlent

Sýknu­dómi hjúkrunar­fræðingsins á­frýjað

Sýknudómi Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, hefur verið áfrýjað af ríkissaksóknara. Hún var sýknuð af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum, þar sem ekki taldist sannað að hún hefði haft ásetning til þess.

Innlent

Nýtt í­búða­hverfi muni rísa á Veður­stofu­hæð

Nýtt deiliskipulag sem mun heimila byggingu íbúða á fimmtán til þrjátíu þúsund fermetrum á Veðurstofureitnum er í bígerð samkvæmt nýlegri skipulagslýsingu Reykjavíkurborgar. Með deiliskipulaginu mun að auki nýtt húsnæði Veðurstofu Íslands og Veitna rísa.

Innlent

Hraunið muni flæða áfram inn í Meradali

Hraunið úr eldgosinu mun líklega fylla upp í skálina við Kistufell suður af Litla-Hrúti í dag. Spálíkan rannsóknarstofu eldfjallafræða og náttúruvár spáir því að hraunið muni flæða áfram inni Meradali. Ómögulegt sé þó að spá fyrir um lengd gossins.

Innlent

Skilorð fyrir manndráp af gáleysi í Gleðivík

Karlmaður hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Hann ók lyftara yfir erlendan ferðamann sem hafði verið að skoða listaverkið Eggin í Gleðivík við hafnarsvæðið á Djúpavogi. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Innlent

Æstir for­eldrar með frammí­köll fá bleika spjaldið

Tæplega þrjú þúsund stelpur keppa á Símamótinu sem hefst í kvöld og fer fram um helgina. Áhersla verður lögð á framkomu foreldra á mótinu og verður þeim foreldrum sem sýna vanvirðingu á hliðarlínunni veitt áminning með svokölluðu bleiku spjaldi. 

Innlent

Lands­menn ó­sam­mála um á­kvörðun Svan­dísar

Landsmenn skiptast nokkuð jafnt í fylkingar þegar kemur að skoðun þeirra á ákvörðun matvælaráðherra um tímabundið bann á hvalveiðum. Samkvæmt Þjóðarpúls Gallup eru tæp fjörutíu og tvö prósent ánægð með ákvörðunina en rúmlega þrjátíu og níu prósent eru óánægð.

Innlent

„Ég er mikill daðrari“

Kevin Spacey, hinn þekkti bandaríski leikari, segist miður sín yfir því að maður hafi sakað sig um nauðgun. Spacey segist hafa liðið eins og hann hafi verið stunginn í bakið þegar hann heyrði fyrst af ásökunum.

Erlent

Alvarlegt bílslys í Þrengslum

Alvarlegt umferðarslys varð í Þrengslunum á Suðurlandi á níunda tímanum í dag. Einn hefur verið fluttur slasaður á bráðamóttöku í Reykjavík.

Innlent

Náði mynd­bandi af nýrri gos­sprungu að opnast

Myndband náðist af því þegar ný sprunga opnaðist á gossvæðinu á Reykjanesi á mánudaginn. Í myndbandinu má sjá hvernig hraunið nær að brjótast út úr sprungunni í fyrsta skiptið. Sá sem tók upp myndbandið hafði beðið í nokkra daga á svæðinu eftir að eldgos hæfist.

Innlent

Fær engar bætur eftir á­rekstur við barn

Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða.

Innlent