Fréttir

Ókeypis íbúðalóðir á Hvammstanga

Íbúum fjölgar og fjölgar á Hvammstanga enda tvö ný hverfi í byggingu. Ástæðan er meðal annars sú að lóðir á staðnum eru ókeypis, það er engin biðlisti í leikskólann og þá er næga atvinnu að hafa á Hvammstanga.

Innlent

„Ef ekkert verður gert þá deyr ein­hver“

Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst.

Innlent

Yfir­­gnæfandi meiri­hluti presta styðji Agnesi

Prestafélag Íslands gaf í dag frá sér ályktun þar sem fram kemur að félagsmenn styðji séra Agnesi Sigurðardóttur til að gegna embætti biskups. Varaformaður félagsins segir ályktunina ekki koma umboði Agnesar til þess að sinna embættinu við. 

Innlent

Milli sex og átta milljarðar tapist í þjófnaði brotahópa

Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir stærstan hluta þjófnaða í verslunum vera af völdum erlendra brotahópa. Hann segir lögreglu ekki nægilega tæknivædda til að taka á vandanum og bindur því vonir við að nýr þjófavarnarbúnaður, sem nýtir myndgreiningu í samráði við lögreglu, taki á vandanum.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar fjöllum við um hluthafafund Íslandsbanka, sem blásið var til í skugga bankasölumálsins. Ný stjórn var kjörin og fráfarandi stjórnarformaður baðst afsökunar á því sem misfórst við framkvæmd útboðsins.

Innlent

Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán

Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn.

Erlent

Fundu tvö þúsund ára gamalt skips­flak

Rómverskt skipsflak fannst á um 160 metra dýpi í um áttatíu kílómetra fjarlægð frá ítölsku höfuðborginni Róm. Um er að ræða skip sem talið er að hafi sokkið fyrir meira en tvö þúsund árum síðan.

Erlent

Deila magnaðist þegar spenni­stöðin hvarf

Landeiganda í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu brá heldur í brún þegar heil spennistöð hvarf skyndilega af landi hennar fyrr í mánuðinum. Málið tengist langvarandi deilum um jörðina Stekkjarlæk en hún sakar nágranna sína á bænum Bergsstöðum um að eiga hlut að máli. Hún segist langþreytt á stöðunni og íhuga að krefjast nálgunarbanns.

Innlent

Fékk sjald­gæft sjónar­spil í af­mælis­gjöf

Karlmaður frá New Hampshire í Bandaríkjunum var að fagna afmælinu sínu með þremur dætrum sínum þegar hann náði ótrúlegu atviki á myndband. Þrír hvalir stukku á sama tíma upp úr sjónum og virtist vera sem um væri að ræða þaulæft atriði hjá þeim.

Erlent

Lög­reglan lýsir eftir Jóhanni Inga

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu lýsir eftir Jóhanni Inga Ögmunds­syni, 30 ára. Talið er að hann sé klæddur í svartar Nike buxur sem eru smá eyddar á hliðunum og grárri hettu­peysu.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar fylgjumst við með hluthafafundi hjá Íslandsbanka sem nú fer fram en kallað var eftir fundinum í kjölfar mikillar gagnrýni á störf bankans í tengslum við sölu á hlut ríkisins. 

Innlent

„Leiðin var styttri en við héldum“

Erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti nærri gosstöðvunum í gær voru í skýjunum með upplifun sína. Sumir áttu von á erfiðari göngu en tuttugu kílómetra hringferðinni inn að Litla-Hrúti og til baka.

Innlent

Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot

Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður.

Erlent

Rifu niður lög­reglu­borða á gos­stöðvum

Tveir hópar er­lendra ferða­manna voru til vand­ræða við eitt bíla­stæðið á gos­stöðvum við Litla-Hrút í gær. Þetta kemur fram í til­kynningu lög­reglunnar á Suður­nesjum, þar sem tekið er fram að svæðið sé opið í dag en loki klukkan 18:00.

Innlent

Ása þreytt á áreiti gulu pressunnar við heimili hennar

Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta Gilgo Beach-raðmorðingjans Rex Heuermann, sást fyrir framan hús þeirra í bænum Massapequa Park í New York fylki í gærmorgun. Þegar fréttamenn gáfu sig á tal við hana við húsið brást hún ósátt við og lyfti löngutöng. 

Erlent

Norður-Kóreu­menn sýndu „banda­ríska“ her­dróna

Norður-Kóreu­menn efndu til sér­stakrar her­sýningar í gær­kvöldi. Þar sýndu þeir nýjan búnað og voru þar í fyrir­rúmi nýir her­drónar sem taldir eru keim­líkir banda­rískum drónum, að því er fram kemur í um­fjöllun Guar­dian.

Erlent

Áfram sumar og sól í dag

Það verður áfram bjart og hlýtt í suðvesturfjórðungi landsins, en norðan- og austanlands verður áfram skýjað og lítilsháttar væta. Það verður norðaustlæg átt og strekkingur á norðvestanverðu landinu og með suðausturströndinni.

Veður

Starfs­fólk í á­falli eftir furðu­legt rán í Húsa­smiðjunni

Uppi varð fótur og fit í verslun Húsasmiðjunnar í Skútuvogi á mánudag þegar maður gekk inn með lambhúshettu og tók upp öxi sem var þar til sölu. Að sögn starfsfólks ógnaði hann því á leið út og hafa tveir þurft á áfallahjálp að halda. Lögregla náði manninum, sem segir verknaðinn hafa átt að vera hluta af Tik-Tok myndbandi. Hann hafi ekki ætlað að vera ógnandi. Rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Skútuvogi segir skipulagðan þjófnað hafa færst í aukana og öryggisráðstafanir hertar.

Innlent

Starfaði ekki með börnum innan Sam­takanna ’78

Stjórn Samtakanna ’78 áréttar að einstaklingur sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna kynferðislegrar misnotkunar á börnum hefur aldrei unnið sjálfboðaliðastörf með börnum eða ungmennum innan samtakanna. Þá er viðkomandi ekki lengur á sjálfboðaliðskrá þeirra.

Innlent

Ísböð og heitar laugar á lúxushóteli Hreiðars

Fyrirhugað hótel Hreiðars Hermannsonar á Orustustöðum í Skaftárhreppi verður með ísböðum og heitum laugum og tugkílómetra stígakerfi fyrir viðamikla afþreyingu. Enn ríkir þó óvissa um hvort leyfi fáist til að leggja varanlegan veg að hótelinu.

Innlent