Fréttir

Skilnaður einn hættulegasti tímapunkturinn

Sérfræðingur hjá sýslumanni segir að það geti verið stórhættulegur tímapunktur í lífi þolanda að skilja við ofbeldismann og að undirbúningur sé nauðsynlegur. Heimilisofbeldismál séu orðin hættulegri og grófari. Varahéraðssaksóknari segir að í slíkum málum komi steranotkun oft við sögu. 

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sérfræðingur hjá sýslumanni segir að það geti verið stórhættulegur tímapunktur í lífi þolanda að skilja við ofbeldismann og að undirbúningur sé nauðsynlegur. Heimilisofbeldismál séu orðin hættulegri og grófari. Varasaksóknari segir að í slíkum málum komi steranotkun oft við sögu.

Innlent

Kim í lest á leið til Pútíns

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun á næstu dögum funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Einræðisherrann er sagður vera lagður af stað til Valdivostok í Rússlandi á brynvarinni lest sinni.

Erlent

Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum

Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands.

Innlent

Sam­tökin '78 hafi ekkert að gera með kyn­fræðslu

Fræðslu­stýra Sam­takanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í um­ræðum um kyn­fræðslu barna og ung­linga á sam­fé­lags­miðlum síðustu daga að sam­tökin fari með kyn­fræðslu í grunn­skólum. Heitar um­ræður hafa skapast um kyn­fræðslu barna í grunn­skólum og skjá­skot úr kennslu­efni sett fram á mis­vísandi hátt.

Innlent

Fékk skil­orðs­bundinn dóm fyrir mann­dráp af gá­leysi

Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi á Hvalfjarðarvegi í Kjós í nóvember 2021. Karlmaðurinn var ökumaður bíls sem fór út af veginum. Þrítugur karlmaður, farþegi í bílnum, lést í slysinu. Amfetamín mældist í blóði ökumannsins.

Innlent

Djúp­stæður klofningur hálfri öld eftir al­ræmt valda­rán

Síleskt samfélag er enn klofið sem endranær, fimmtíu árum eftir að herforingjar steyptu lýðræðislega kjörnum forseta landsins af stóli í blóðugu valdaráni. Tugir þúsunda manna greiddu fyrir stöðugleika og hagvöxt með lífi sínu undir ógnarstjórn einræðisherrans Augusto Pinochet.

Erlent

Mikil sorg fyrir norðan eftir að ekið var á sex kýr

Kýr drápust í tveimur um­ferðar­slysum á Norður­landi um helgina, annars vegar í Hörg­ár­dal við Jónasar­lund á þjóð­veginum og hins vegar í Eyja­fjarðar­sveit. Ein kú drapst í Hörg­ár­dal en fjórar í Eyja­fjarðar­sveit og lýsir bóndi þar mikilli sorg vegna málsins.

Innlent

Á­kærður fyrir hundruð milljóna króna skatta­laga­brot

Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigandi og stjórnandi Sæmarks, hefur verið ákærður í einu stærsta skattalagabroti Íslandssögunnar. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa skotið rúmum milljarði króna undan skatti með því að nota aflandsfélög. Tveir aðrir sæta einnig ákæru í málinu.

Innlent

„Það er enn hægt að afstýra þessu“

Aðgerðasinnar sem stóðu fyrir mótmælum fyrir utan matvælaráðuneytið í morgun segja ríkisstjórnina leyfa veiðar sem samræmist ekki lögum um dýravelferð. Þeir segja ekki of seint að afstýra frekara drápi. Fjórar langreyðar voru veiddar í gær og verður þeim landað í Hvalfirði í dag.

Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Heimilisofbeldi, mótmæli gegn hvalveiðum, biðraðir í Leifsstöð og lyfjanotkun vegna ADHD verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Innlent

Tugir fallnir í dróna­á­rás á markað í Khartoum

Að minnsta kosti 43 eru sagðir fallnir og tugir til viðbótar særðir eftir drónaárás á útimarkað í Khartoum, höfuðborg Súdans, í gær. Vopnuð átök geisa á milli stjórnarhersins og vopnaðrar sveitar en hvorug fylkingin vill taka ábyrgð á ódæðinu.

Erlent

Norð­læg átt og hlýjast sunnan­til

Lítill hæðarhryggur á Grænlandshafi nálgast nú landið og ríkir norðlæg átt á landinu í dag, yfirleitt fremur hæg, þrír til átta metrar á sekúndu, en nokkru hvassara austanlands.

Veður