Fréttir

Viktor Pétur nýr formaður SUS

Viktor Pétur Finnsson, viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands og formaður Stefnis FUS í Hafnarfirði, var kjörinn formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna af fulltrúum aðildarfélaga á 47. Sambandsþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) sem fram fór á Hótel Selfoss um helgina.

Innlent

„Það hefur fennt yfir, en sárið er ekki gróið“

Gunnar Alexander Ólafsson, aðstandandi konu sem lést eftir röð mistaka á Landspítala árið 2013, segist hafa ákveðið að halda erindi um málið til þess að unnt verði að draga lærdóm af því og að slíkt muni ekki endurtaka sig.

Innlent

Óttast að and­leg veikindi hafi tekið sig upp á ný

Systir Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, segir hann hafa glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum. Hún óttast að veikindin hafi hugsanlega tekið sig upp á ný og hann sé á slæmum stað andlega. Fjölskyldan sé örmagna en reyni að einbeita sér að leitinni auk þess að hlúa að ungum syni Magnúsar og fóstursyni. 

Innlent

Vonuðust til þess að drottningin myndi tala um fyrir John­son

Háttsettir embættismenn í Bretlandi áttu samtöl við fulltrúa Buckingham-hallar um framgöngu Boris Johnson þegar hann var forsætisráðherra og ræddu meðal annars möguleikann á því að málið yrði tekið upp á reglulegum fundum Johnson og Elísabetar drottningar.

Erlent

Aukin hætta á aur­skriðum fyrir austan

Úrhellisrigningu er spáð á Austurlandi, Austfjörðum og Ströndum á Norðurlandi vestra í dag. Gera má ráð fyrir að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum fyrir austan, en líkur á aurskriðum aukast við þær aðstæður.

Veður

Blöskraði aga­leysið í grunn­skólanum og breytti um stefnu

„Því miður er orðið minna og minna um að börn og unglingar og, þá sér í lagi strákar, fái að tuskast aðeins til og kynnast sínum eigin styrk og veikleikum,“ segir Sigursteinn Snorrason baradagalistaþjálfari og eigandi bardagaskólans Mudo Gym. Sigursteinn varð fyrir einelti í grunnskóla og var það ein stærsta ástæða þess að hann byrjaði að æfa bardagalistir.

Innlent

Vilja samgöngubætur með sameiningu á Vestfjörðum

Íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar kjósa um sameiningu í næsta mánuði og reynir þá í fyrsta sinn á ný ákvæði um íbúakosningar, þess efnis að þær séu bindandi og standi í tvær vikur hið minnsta. Sveitarfélögin nýta tilefnið til að þrýsta á tvenn jarðgöng.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Læknir sem gerði banvæn mistök þegar hann tók á móti barni segir ekkert mikilvægara en að heilbrigðisstarfsfólk segi sannleikann og gangist strax við mistökum sínum. Hann telur fámenni Íslendinga gera þessi mál erfiðari. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent

Segir flökku­­sögu um sig sýna hvert um­­ræðan sé komin

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisnar, segir á­rásir gegn með­limum hin­segin sam­fé­lagsins sem borið hefur á í um­ræðunni undan­farna viku, hafa skorið sig í hjartað. Hún segist sjálf hafa verið við­fangs­efni falskra flökku­sagna um kyn­ferðis­lega mis­notkun barna og segir Ís­lendinga þurfa að á­kveða hvernig sam­fé­lag sitt eigi að vera.

Innlent

Álamafía upprætt í Evrópu

Evrópska lögreglan, Europol, hefur í samstarfi við lögreglu í á 4. tug landa upprætt umfangsmikið smygl á álum til Kína. Alls voru rúmlega 250 manns handteknir í aðgerðinni.

Erlent

Skora á konur að stíga fram

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á konur að stíga fram ef þær þurfi vegna mögulegrar óviðeigandi hegðunar breska grínistans Russell Brand á meðan hann tók þátt í góðgerðarviðburðum samtakanna frá 2006 til 2012. BBC barst kvartanir vegna grínistans á þessum árum en brást ekki við.

Erlent

Átján störf fylgja varðskipinu Freyju á Siglufirði

Mikil ánægja er á meðal íbúa á Siglufirði að varðskipið Freyja sé þar með heimahöfn því það tryggir átján störf á svæðinu. Þá segir bæjarstjórinn að það sé mjög mikilvægt að varðskip skuli eiga heimahöfn úti á landi, ekki bara í Reykjavík.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn ekki vera heilaga kýr og boðar mögulegt klofningsframboð frá flokknum ef frumvarp sem utanríkisráðherra hefur boðað fær fram að gana. Rætt verður við hann í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent

Hafnaði á staur í Breið­holti

Fólks­bíl var ekið út af veginum við Grænastekk í Breið­holtinu í morgun og hafnaði bíllinn á ljósastaur. Götum var lokað á meðan við­bragðs­aðilar voru á vett­vangi.

Innlent