Fréttir „Sveiattan við því að gera ekki betur en þetta“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins fór ófögrum orðum um fjármálageirann og lífeyrissjóðina í Reykjavík síðdegis í dag fyrir skort þeirra á stuðningi við Grindvíkinga. Innlent 16.11.2023 23:44 Hermenn sagðir gefast upp í massavís Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti í dag yfir miklum áhyggjum af sífellt umfangsmeiri átökum í Búrma, eða Mjanmar. Að minnsta kosti tvær milljónir hafa þurft að flýja átökin í landinu þar sem uppreisnarhópum hefur vegnað vel gegn sveitum herforingjastjórnar Búrma. Erlent 16.11.2023 23:43 Hundur yfirgaf ekki látinn húsbónda sinn í tíu vikur Hundur fannst á lífi við hlið látins húsbónda síns í fjöllum Colorado-ríkis í Bandaríkjunum. Þeir höfðu verið týndir tíu vikur, eftir að hafa farið á veiðar. Erlent 16.11.2023 23:22 Íslendingur kærður í Kanada vegna barnaníðsefnis Íslenskur karlmaður hefur verið kærður fyrir þrjú brot er varða barnaníðsefni í kanadísku borginni Abbotsford. Innlent 16.11.2023 22:36 Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. Innlent 16.11.2023 22:07 Drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Grindavík Myndefni úr dróna sem var flogið yfir Grindavík í dag sýnir eyðilegginguna á bænum úr lofti. Innlent 16.11.2023 21:19 Allt eðlilegt í óeðlilegum aðstæðum Sálfræðingur segir eðlilegt að íbúar Grindavíkur upplifi fjölbreyttar tilfinningar þessa dagana. Langvarandi óvissu geti fylgt mikil streita sem fólk takist á við með misjöfnum hætti. Áfallaviðbrögð geti brotist út í öllu frá ótta, reiði og sorg upp í ógleði, svima og brenglað tímaskyn. Mikilvægt sé að upplýsa börn um stöðuna. Innlent 16.11.2023 21:00 Barnaþingsmenn gætu vel hugsað sér að setjast á Alþingi Hópur barna skundaði á Alþingi í dag til að kynna sér störf þingsins áður en þau setjast sjálf á Barnaþing sem fram fer í Hörpu á morgun. Mörg þeirra gætu vel hugsað sér að verða alþingismenn í framtíðinni. Innlent 16.11.2023 19:41 Róbert Spanó kjörinn í stjórn tjónaskrár fyrir Úkraínu Róbert Spanó var í dag kjörinn í stjórn alþjóðlegar tjónaskrár fyrir Úkraínu. Skráin mun taka til eignaskemmda, manntjóns og meiðsla af völdum stríðs Rússlands í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Innlent 16.11.2023 19:39 Kvikugasið staðfesti að kvikan liggi grunnt Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, segir að kvikugasið sem mældist í borholu í Svartsengi staðfesti að kvika sé staðsett grunnt austan við Þorbjörn. Innlent 16.11.2023 19:36 Eyjakona í Grindavík búin að flýja ógn jarðelds í annað sinn á ævinni Kona úr Vestmannaeyjum sem settist að í Grindavík eftir að hafa flúið Heimaeyjargosið fyrir hálfri öld hefur núna upplifað það í annað sinn á ævinni að flýja undan ógn jarðelds. Hún segir ómetanlegt að sjá hvað landsmenn eru tilbúnir að gera til að hjálpa Grindvíkingum en sjálf býr hún núna í íbúð sem ókunnugt fólk lánaði henni. Innlent 16.11.2023 19:19 Kvikugas mælist í Svartsengi Í dag mældist kvikugas upp úr borholu í Svartsengi sem staðsett er rétt norðan Þorbjarnar. Frekari mælinar verði gerðar á morgun en það að kvikugas mælist úr borholunni er staðfesting á að kvika sé til staðar norðan Hagafells, líkt og talið hafði verið. Innlent 16.11.2023 18:13 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona úr Vestmannaeyjum sem settist að í Grindavík eftir að hafa flúið Heimaeyjargosið fyrir hálfri öld hefur núna upplifað það í annað sinn á ævinni að flýja undan ógn jarðelds. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún segir ómetanlegt að sjá hvað landsmenn eru tilbúnir að gera til að hjálpa Grindvíkingum. Innlent 16.11.2023 18:11 Þrívíddarprentuð Hallgrímskirkja úr málmi á Degi verkfræðinnar Dagur verkfræðinnar verður haldinn í áttunda sinn á morgun. Þar verða haldnir fyrirlestrar um hin ýmsu verkfræðiverkefni og verður Teningurinn veittur. Hann er viðurkenning Verkfræðingafélags Íslands fyrir framúrskarandi verkefni. Innlent 16.11.2023 16:05 ÖBÍ stóð fyrir gjörningi með „blankaráni“ Öryrkjabandalag Íslands stóð í gær fyrir gjörningi fyrir utan höfuðstöðvar viðskiptabankanna þriggja. Bandalagið hefur undanfarið staðið fyrir gjörningnum undir nafninu Blanka. Innlent 16.11.2023 15:54 Grindvíkingum boðið í sund, á söfn og á íþróttaæfingar Borgarráð samþykkti í dag að greitt yrði fyrir aðgengi Grindvíkinga að fjölbreyttri þjónustu í Reykjavík. Þá var verkaskipting varðandi skólamál til umræðu. Fáni Grindavíkurbæjar var dreginn að húni við Ráðhúsið. Innlent 16.11.2023 15:36 Bein útsending: Hátíðardagskrá á degi íslenskrar tungu Haldið er upp á dag íslenskrar tungu í 28. sinn í dag. Í Eddu, húsi íslenskunnar, fer fram sérstök hátíðardagskrá klukkan 16. Innlent 16.11.2023 15:32 Dæmd í sjö ára fangelsi vegna límmiða Rússnesk kona hefur verið dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. Sasha Skochilenko var handtekinn í Pétursborg í apríl 2022, eftir að hún setti límmiða með slagorðum gegn innrásinni yfir verðmerkingar í verslun. Erlent 16.11.2023 15:31 Kanna hvort vegabréf og peningar hafi verið haldlögð Íslensk stjórnvöld og Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu vinna að því að kanna afdrif 180 Venesúelamanna sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi. Fólkinu var flogið í beinu leiguflugi til Venesúela í gær. Talið er að fólkið sé í haldi lögreglu í Venesúela. Vegabréf þess hafi verið handlögð. Innlent 16.11.2023 15:20 Átta ára fangelsi fyrir skotárás og fleiri brot Fannar Daníel Guðmundsson hefur verið dæmdur til átta ára fangelsisvistar vegna skotárásar á skemmtistaðnum The Dubliner í mars síðastliðnum auk fleiri brota. Innlent 16.11.2023 15:03 Opna dagdvöl fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að ganga til samstarfs við Samhjálp um rekstur dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið boðið að vera með gegn hlutdeild í kostnaði. Innlent 16.11.2023 15:00 Ægisíðan verulega ógeðsleg Bjarni Brynjólfsson fyrrverandi upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar segir ástandið við Ægisíðuna slæmt og fjörukantinn þar verulega ógeðslegan: Endalausar skólpleifar í þarabunkum, leifar af klósettpappír og fleira miður geðslegt. Innlent 16.11.2023 14:54 Ætla að tryggja Grindvíkingum laun næstu mánuði Félagsmála- og fjármálaráðherra vinna nú að frumvarpi sem á að leggja fyrir ríkisstjórn á morgun sem á að tryggja að Grindvíkingar fái laun næstu mánuði. Horft er til úrræða í kórónuveirufaraldri við gerð frumvarpsins. Innlent 16.11.2023 14:21 Vilja fella út meinlegan staf úr tóbakslögum Píratar leggja fram frumvarp þar sem lagt er til að fellt verði út alfarið ákvæði sem bannar fjölmiðlum að fjalla um einstakar vörutegundir tóbaks nema til að vara sérstaklega við skaðsemi þeirra. Innlent 16.11.2023 14:16 Ofbauð að Clinton fengi sviðið og afboðaði komu sína Skipuleggjendur bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir eru miður sín vegna umræðu sem skapast hefur í kringum komu bandarísku stjórnmálakonunnar Hillary Clinton á viðburð tengdan hátíðinni. Þeir benda þó á að hátíðin snúist um bókmenntir - ekki pólitík. Rithöfundur sem hætti við að koma fram á Iceland Noir vegna afstöðu Clintons til vopnahlés á Gasa segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að sniðganga hátíðina. Innlent 16.11.2023 14:10 Orkuverinu í Svartsengi verði fjarstýrt til áramóta Páll Kristinsson, rekstrarstjóri í orkuveri HS Orku í Svartsengi, segir að starfsmenn búist við því að þurfa að fjarstýra orkuverinu til áramóta hið minnsta. Reykjanesvirkjun geti framleitt rafmagn fari allt á versta veg en erfiðara verði með heitt og kalt vatn, þó unnið sé að lausnum. Innlent 16.11.2023 13:27 Sánchez náði að mynda ríkisstjórn Pedro Sánchez, formaður spænska sósíalíska verkamannaflokksins, hefur náð að mynda ríkisstjórn með fjögurra þingmanna meirihluta. Hann verður því forsætisráðherra Spánar annað kjörtímabil. Erlent 16.11.2023 13:05 Segja íbúum á suðurhluta Gasa nú að flýja Ísraelar hafa varpað dreifimiðum á Gasaströndina þar sem íbúar eru beðnir um að flýja frá hlutum svæðisins. Þykir það til marks um að forsvarsmenn ísraelska hersins ætli að útvíkka hernaðinn á jörðu niðri en hundruð þúsunda Palestínumanna hafa flúið frá norðurhluta Gasastrandarinnar til suðurhlutans. Erlent 16.11.2023 13:03 Gleymdi hvað hann ætlaði að sækja vegna hryllingsins sem blasti við Baldvin Einar Einarsson, íbúi í Grindavík, segir hús sitt í norðurhluta bæjarins ónýtt. Óvissan sé algjör en hann búi nú hjá þriggja manna fjölskyldu sonar síns í fjörutíu fermetra íbúð. Hann flutti til Grindavíkur fyrir fjórum árum til að vera nærri foreldrum sínum sem nú eru fallnir frá. Innlent 16.11.2023 12:46 Vonast til að koma rafmagni aftur á innan nokkurra klukkustunda Vinnuflokkar frá HS Veitum hafa verið í bænum fyrir hádegið en rafmagn fór af stórum hluta bæjarins í gær. Innlent 16.11.2023 12:36 « ‹ ›
„Sveiattan við því að gera ekki betur en þetta“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins fór ófögrum orðum um fjármálageirann og lífeyrissjóðina í Reykjavík síðdegis í dag fyrir skort þeirra á stuðningi við Grindvíkinga. Innlent 16.11.2023 23:44
Hermenn sagðir gefast upp í massavís Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti í dag yfir miklum áhyggjum af sífellt umfangsmeiri átökum í Búrma, eða Mjanmar. Að minnsta kosti tvær milljónir hafa þurft að flýja átökin í landinu þar sem uppreisnarhópum hefur vegnað vel gegn sveitum herforingjastjórnar Búrma. Erlent 16.11.2023 23:43
Hundur yfirgaf ekki látinn húsbónda sinn í tíu vikur Hundur fannst á lífi við hlið látins húsbónda síns í fjöllum Colorado-ríkis í Bandaríkjunum. Þeir höfðu verið týndir tíu vikur, eftir að hafa farið á veiðar. Erlent 16.11.2023 23:22
Íslendingur kærður í Kanada vegna barnaníðsefnis Íslenskur karlmaður hefur verið kærður fyrir þrjú brot er varða barnaníðsefni í kanadísku borginni Abbotsford. Innlent 16.11.2023 22:36
Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. Innlent 16.11.2023 22:07
Drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Grindavík Myndefni úr dróna sem var flogið yfir Grindavík í dag sýnir eyðilegginguna á bænum úr lofti. Innlent 16.11.2023 21:19
Allt eðlilegt í óeðlilegum aðstæðum Sálfræðingur segir eðlilegt að íbúar Grindavíkur upplifi fjölbreyttar tilfinningar þessa dagana. Langvarandi óvissu geti fylgt mikil streita sem fólk takist á við með misjöfnum hætti. Áfallaviðbrögð geti brotist út í öllu frá ótta, reiði og sorg upp í ógleði, svima og brenglað tímaskyn. Mikilvægt sé að upplýsa börn um stöðuna. Innlent 16.11.2023 21:00
Barnaþingsmenn gætu vel hugsað sér að setjast á Alþingi Hópur barna skundaði á Alþingi í dag til að kynna sér störf þingsins áður en þau setjast sjálf á Barnaþing sem fram fer í Hörpu á morgun. Mörg þeirra gætu vel hugsað sér að verða alþingismenn í framtíðinni. Innlent 16.11.2023 19:41
Róbert Spanó kjörinn í stjórn tjónaskrár fyrir Úkraínu Róbert Spanó var í dag kjörinn í stjórn alþjóðlegar tjónaskrár fyrir Úkraínu. Skráin mun taka til eignaskemmda, manntjóns og meiðsla af völdum stríðs Rússlands í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Innlent 16.11.2023 19:39
Kvikugasið staðfesti að kvikan liggi grunnt Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, segir að kvikugasið sem mældist í borholu í Svartsengi staðfesti að kvika sé staðsett grunnt austan við Þorbjörn. Innlent 16.11.2023 19:36
Eyjakona í Grindavík búin að flýja ógn jarðelds í annað sinn á ævinni Kona úr Vestmannaeyjum sem settist að í Grindavík eftir að hafa flúið Heimaeyjargosið fyrir hálfri öld hefur núna upplifað það í annað sinn á ævinni að flýja undan ógn jarðelds. Hún segir ómetanlegt að sjá hvað landsmenn eru tilbúnir að gera til að hjálpa Grindvíkingum en sjálf býr hún núna í íbúð sem ókunnugt fólk lánaði henni. Innlent 16.11.2023 19:19
Kvikugas mælist í Svartsengi Í dag mældist kvikugas upp úr borholu í Svartsengi sem staðsett er rétt norðan Þorbjarnar. Frekari mælinar verði gerðar á morgun en það að kvikugas mælist úr borholunni er staðfesting á að kvika sé til staðar norðan Hagafells, líkt og talið hafði verið. Innlent 16.11.2023 18:13
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona úr Vestmannaeyjum sem settist að í Grindavík eftir að hafa flúið Heimaeyjargosið fyrir hálfri öld hefur núna upplifað það í annað sinn á ævinni að flýja undan ógn jarðelds. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún segir ómetanlegt að sjá hvað landsmenn eru tilbúnir að gera til að hjálpa Grindvíkingum. Innlent 16.11.2023 18:11
Þrívíddarprentuð Hallgrímskirkja úr málmi á Degi verkfræðinnar Dagur verkfræðinnar verður haldinn í áttunda sinn á morgun. Þar verða haldnir fyrirlestrar um hin ýmsu verkfræðiverkefni og verður Teningurinn veittur. Hann er viðurkenning Verkfræðingafélags Íslands fyrir framúrskarandi verkefni. Innlent 16.11.2023 16:05
ÖBÍ stóð fyrir gjörningi með „blankaráni“ Öryrkjabandalag Íslands stóð í gær fyrir gjörningi fyrir utan höfuðstöðvar viðskiptabankanna þriggja. Bandalagið hefur undanfarið staðið fyrir gjörningnum undir nafninu Blanka. Innlent 16.11.2023 15:54
Grindvíkingum boðið í sund, á söfn og á íþróttaæfingar Borgarráð samþykkti í dag að greitt yrði fyrir aðgengi Grindvíkinga að fjölbreyttri þjónustu í Reykjavík. Þá var verkaskipting varðandi skólamál til umræðu. Fáni Grindavíkurbæjar var dreginn að húni við Ráðhúsið. Innlent 16.11.2023 15:36
Bein útsending: Hátíðardagskrá á degi íslenskrar tungu Haldið er upp á dag íslenskrar tungu í 28. sinn í dag. Í Eddu, húsi íslenskunnar, fer fram sérstök hátíðardagskrá klukkan 16. Innlent 16.11.2023 15:32
Dæmd í sjö ára fangelsi vegna límmiða Rússnesk kona hefur verið dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. Sasha Skochilenko var handtekinn í Pétursborg í apríl 2022, eftir að hún setti límmiða með slagorðum gegn innrásinni yfir verðmerkingar í verslun. Erlent 16.11.2023 15:31
Kanna hvort vegabréf og peningar hafi verið haldlögð Íslensk stjórnvöld og Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu vinna að því að kanna afdrif 180 Venesúelamanna sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi. Fólkinu var flogið í beinu leiguflugi til Venesúela í gær. Talið er að fólkið sé í haldi lögreglu í Venesúela. Vegabréf þess hafi verið handlögð. Innlent 16.11.2023 15:20
Átta ára fangelsi fyrir skotárás og fleiri brot Fannar Daníel Guðmundsson hefur verið dæmdur til átta ára fangelsisvistar vegna skotárásar á skemmtistaðnum The Dubliner í mars síðastliðnum auk fleiri brota. Innlent 16.11.2023 15:03
Opna dagdvöl fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að ganga til samstarfs við Samhjálp um rekstur dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið boðið að vera með gegn hlutdeild í kostnaði. Innlent 16.11.2023 15:00
Ægisíðan verulega ógeðsleg Bjarni Brynjólfsson fyrrverandi upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar segir ástandið við Ægisíðuna slæmt og fjörukantinn þar verulega ógeðslegan: Endalausar skólpleifar í þarabunkum, leifar af klósettpappír og fleira miður geðslegt. Innlent 16.11.2023 14:54
Ætla að tryggja Grindvíkingum laun næstu mánuði Félagsmála- og fjármálaráðherra vinna nú að frumvarpi sem á að leggja fyrir ríkisstjórn á morgun sem á að tryggja að Grindvíkingar fái laun næstu mánuði. Horft er til úrræða í kórónuveirufaraldri við gerð frumvarpsins. Innlent 16.11.2023 14:21
Vilja fella út meinlegan staf úr tóbakslögum Píratar leggja fram frumvarp þar sem lagt er til að fellt verði út alfarið ákvæði sem bannar fjölmiðlum að fjalla um einstakar vörutegundir tóbaks nema til að vara sérstaklega við skaðsemi þeirra. Innlent 16.11.2023 14:16
Ofbauð að Clinton fengi sviðið og afboðaði komu sína Skipuleggjendur bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir eru miður sín vegna umræðu sem skapast hefur í kringum komu bandarísku stjórnmálakonunnar Hillary Clinton á viðburð tengdan hátíðinni. Þeir benda þó á að hátíðin snúist um bókmenntir - ekki pólitík. Rithöfundur sem hætti við að koma fram á Iceland Noir vegna afstöðu Clintons til vopnahlés á Gasa segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að sniðganga hátíðina. Innlent 16.11.2023 14:10
Orkuverinu í Svartsengi verði fjarstýrt til áramóta Páll Kristinsson, rekstrarstjóri í orkuveri HS Orku í Svartsengi, segir að starfsmenn búist við því að þurfa að fjarstýra orkuverinu til áramóta hið minnsta. Reykjanesvirkjun geti framleitt rafmagn fari allt á versta veg en erfiðara verði með heitt og kalt vatn, þó unnið sé að lausnum. Innlent 16.11.2023 13:27
Sánchez náði að mynda ríkisstjórn Pedro Sánchez, formaður spænska sósíalíska verkamannaflokksins, hefur náð að mynda ríkisstjórn með fjögurra þingmanna meirihluta. Hann verður því forsætisráðherra Spánar annað kjörtímabil. Erlent 16.11.2023 13:05
Segja íbúum á suðurhluta Gasa nú að flýja Ísraelar hafa varpað dreifimiðum á Gasaströndina þar sem íbúar eru beðnir um að flýja frá hlutum svæðisins. Þykir það til marks um að forsvarsmenn ísraelska hersins ætli að útvíkka hernaðinn á jörðu niðri en hundruð þúsunda Palestínumanna hafa flúið frá norðurhluta Gasastrandarinnar til suðurhlutans. Erlent 16.11.2023 13:03
Gleymdi hvað hann ætlaði að sækja vegna hryllingsins sem blasti við Baldvin Einar Einarsson, íbúi í Grindavík, segir hús sitt í norðurhluta bæjarins ónýtt. Óvissan sé algjör en hann búi nú hjá þriggja manna fjölskyldu sonar síns í fjörutíu fermetra íbúð. Hann flutti til Grindavíkur fyrir fjórum árum til að vera nærri foreldrum sínum sem nú eru fallnir frá. Innlent 16.11.2023 12:46
Vonast til að koma rafmagni aftur á innan nokkurra klukkustunda Vinnuflokkar frá HS Veitum hafa verið í bænum fyrir hádegið en rafmagn fór af stórum hluta bæjarins í gær. Innlent 16.11.2023 12:36