Fréttir

Leigusalar verði að átta sig á á­byrgðinni

Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans.

Innlent

Missti ríkis­borgara­réttinn á sjö­tugs­aldri

Maður á sjötugsaldri, sem fæddist í Bandaríkjunum, stundaði nám þar og hefur starfað þar sem læknir í rúm þrjátíu ár, er nú ríkisfangslaus. Þegar hann reyndi nýverið að endurnýja vegabréf sitt fékk hann bréf um að mistök hefðu verið gerð við fæðingu hans og hann hefði aldrei átt að fá bandarískan ríkisborgararétt.

Erlent

Þing­maður Pírata hand­tekinn á skemmti­stað

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Pírata, var hand­tek­in síðasta föstu­dag á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir ástæðuna vera að hún hafi verið of lengi inn á salerni staðarins.

Innlent

Land­lægt út­göngu­bann í Síerra Leóne

Forseti Síerra Leóne lýsti í morgun yfir landlægu útgöngubanni eftir að þungvopnaðir menn ruddust inn í fangelsi í höfuðborginni Freetown og frelsuðu þar fanga. Skömmu áður höfðu vopnaðir menn ráðist á herstöð í borginni, sem er skammt frá forsetahöllinni, og reynt að brjótast inn, eða brotist inn, í vopnabúr herstöðvarinnar.

Erlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Karlmaður á fertugsaldri er þungt haldinn eftir að eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði í Stangarhyl í Árbæ í morgun. Þrír voru fluttir á slysadeild en fjöldi fólks býr í húsinu.

Innlent

Hvað gerist eftir vopna­hléið?

Vopnahlé Ísrael og Hamas á Gasaströndinni hefur nú staðið yfir í meira en tvo daga, af þeim fjórum sem samið var um. Hléið hefur að mestu leyti haldið vel, þar sem árásir hafa ekki verið gerðar frá því það hófst á föstudaginn.

Erlent

Stærsti og elsti ís­jaki heims á ferðinni

Einn stærsti ísjaki heimsins og jafnvel sá elsti er á ferðinni í fyrsta sinn í rúma þrjá áratugi. Ísjakinn sem kallast A23a brotnaði frá Fichner-Ronne íshellunni árið 1986 en festist við botninn í Weddell-hafi.

Erlent

130 skjálftar frá mið­nætti

Frá miðnætti hafa um 130 skjálftar mælst við kvikuganginn á Reykjanesskaga, allir undir 1 að stærð. Í gær mældust tæplega 510 skjálftar, sá stærsti 2,3 að stærð um klukkan hálf fjögur með upptökum rétt austan við Sýlingafell. Búast má við aukinni skjálftavirkni vegna landriss í Svartsengi. 

Innlent

Á­lag aukist og full þörf á nýrri geð­deild

Álag hefur aukist á geðsviði Landspítalans í samanburði við síðasta ár. Álagið er í takt við fólksfjölgun en fleiri erlendir ríkisborgarar leita þangað en áður. Yfirlæknir segir starfsmenn ráða við álagið.

Innlent

Hamas-liðar sleppa þrettán gíslum

Hamas-samtökin hafa sleppt þrettán ísraelskum gíslum og nokkrum erlendum ríkisborgurum. Misræmi er þó í yfirlýsingum ríkja um tölu gísla sem sleppt hefur verið í kvöld.

Erlent

Stað­ráðin í að snúa aftur „hvað sem það kostar“

Grindvíkingar fengu að fara með flutningabíla inn í bæinn í dag, til að vitja fleiri muna en þeirra nauðsynja sem þeir hafa hingað til getað sótt. Þeir íbúar sem fréttastofa hitti á eru staðráðnir í að Hflytja aftur heim. Hugsanlegt er að hluti kvikunnar undir bænum sé storknaður.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Grindvíkingar fengu að fara með flutningabíla inn í bæinn í dag, til að vitja fleiri muna en þeirra nauðsynja sem þeir hafa hingað til getað sótt. Þeir íbúar sem fréttastofa hitti á eru staðráðnir í að flytja aftur heim. Mögulegt er að hluti kvikunnar undir bænum sé storknaður.

Innlent

Á­kæra fjölda fólks vegna ó­eirðanna í Dyflinni

Að minnsta kosti 24 hafa verið færðir fyrir dómara í Dyflinni á Írlandi og ákærðir vegna óeirða sem áttu sér stað í borginni aðfaranótt föstudags. Þrír voru ákærðir fyrir vopnaburð og fjórir fyrir þjófnað, svo eitthvað sé nefnt.

Erlent

Framleiða allt að hundrað tonn á dag

Laxavinnslan Drimla í Bolungarvík verður formlega vígð í dag þegar bæjarbúum og öðrum gestum gefst kostur á að skoða vinnsluna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Artic fish segir að um níutíu til hundrað tonn af afurðum séu framleiddar í húsinu á dag.

Innlent

Fengu veltibílinn að gjöf

Yfir fjögurhundruð þúsund manns hafa upplifað bílveltu í veltibílnum, sem Brautin, bindindisfélag ökumanna hefur rekið frá árinu 1995. Í dag færði Brautin Slysavarnafélaginu Landsbjörg veltibílinn að gjöf. 

Innlent