Fréttir

Íslenskur faðir hræddur um líf sitt eftir árásir unglingspilta

„Mér finnst erfitt að trúa því að unglingar í dag geti verið svona hættulegir. Þetta eru ekki bara einhverjir strákar að fíflast. Þetta er komið á það stig að ég er í alvörunni hræddur um líf mitt, og ég er líka hræddur um konuna mína og barnið mitt,“ segir Daníel Viðar Hólm sem búsettur er í Árósum í Danmörku en hann varð í tvígang fyrir aðkasti og árásum af hálfu unglingahóps sem ógnuðu honum með hníf og hótuðu honum lífláti.

Innlent

Tals­vert úr­helli suð­vestan­lands

Lægð á hreyfingu norðureftir Grænlandssundi dregur með sér regnsvæði austur yfir landið í dag. Því verður rigning eða súld í öllum landshlutum, um tíma talsvert úrhelli suðvestanlands.

Veður

Sterk til­hneiging and­stæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram

Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega.

Erlent

„Þau eyðilögðu mig og brutu mig“

Tvítugur maður frá Túnis sem býr í úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni á þrjá daga eftir í úrræðinu og veit ekki hvað tekur svo við. Hann hefur verið á Íslandi í fimm ár og segist vera miklu meiri Íslendingur en Túnisi.

Innlent

Flug­riti flug­vélar Prígó­sjíns fundinn

Flugriti flugvélarinnar sem fórst nærri Moskvu á miðvikudag hefur verið fundinn auk líkamsleifa þeirra tíu sem voru um borð. Jevgení Prígosjín, leiðtogi Wagner-hópsins, var á farþegalista flugvélarinnar auk undirmanna sinna og áhafnarmeðlima flugvélarinnar.

Erlent

„Í mínum huga alveg skýrt að ríkis­fjár­málin eru á réttri leið“

Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um hagræðingaraðgerðir í ríkisrekstri sem fjármálaráðherra kynnti í dag, en meðal þeirra eru uppsagnir hjá hinu opinbera. Við heyrum frá ráðherra og leitum viðbragða í beinni útsendingu.

Innlent

Eldis­laxar fundust í Ósá í Pat­reks­firði

Fjórir eldislaxar veiddust í net Arctic Fish sem fyrir­tækið lagði undir eftir­liti Fiski­stofu ná­lægt ósi Ósár í Pat­reks­firði og í ánni sjálfri síðast­liðinn mið­viku­dag. Matvælastofnun rannsakar hversu margir fiskar hafa sloppið.

Innlent

Á­standið ekki nógu gott við grunn­skóla

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu segir ó­hætt að segja að á­stand um­ferðar við grunn­skóla sé ekki nógu gott. Þetta kemur fram í til­kynningu þar sem lög­reglan segist vera við um­ferðar­eftir­lit þessa dagana.

Innlent

Fram­vísaði fölsuðum skil­ríkjum og fer í fangelsi

Erlendur ríkisborgari hefur verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar, þar af tveggja óskilorðsbundinna, fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum og koma því þannig til leiðar að hann hlaut fullnaðarskráningu hjá Þjóðskrá Íslands á fölskum forsendum.

Innlent

Dómur fyrir hrottalega frelsissviptingu ekki bersýnilega rangur

Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarleyfisbeiðni Þórðar Más Sigurjónssonar sem var sakfelldur fyrir frelsissviptingu, líkamsárás og hótanir, sem og önnur brot. Maðurinn vildi meina að dómar héraðsdóms og Landsréttar í málinu væru bersýnilega rangir, en Hæstiréttur féllst ekki á það.

Innlent

Eldurinn kviknaði í iðnaðar­bili

Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi brunans á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Búið er að staðsetja upptök eldsins en orsök hans liggur ekki enn fyrir.

Innlent

Ætla að spara sautján milljarða með ýmsum hagræðingum

Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Þá verða gjöld hækkuð á skemmtiferðaskip og fiskeldi. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar hjá ríkinu.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um blaðamannafund sem fram fór í morgun í fjármálaráðuneytinu þar sem Bjarni Benediktsson ræddi þróun ríkisfjármála og hagræðingu í rekstri.

Innlent

Þurfa ekki að birta andsvör Votta Jehóva

Ríkisútvarpið þarf ekki að birta andsvör Votta Jehóva vegna umfjöllunar á miðlum þess um trúarhópinn. Þetta kemur fram í úrskurði fjölmiðlanefndar, en þar segir að andsvörin sem Vottar Jehóva vildu koma á framfæri þóttu of löng. Einnig þóttu þau fela í sér meira en leiðréttingar á staðreyndum málsins, en nefndin bendir á að aðilar eigi ekki rétt á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri að öðru leyti.

Innlent