Fréttir Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Fjármálaráðuneytið reiknar með því að heildarafkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, eru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari. Innlent 10.12.2024 16:31 Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Hinn 32 ára gamli Theodor Lund, áður Mikkel Bentsen, sem betur er þekktur sem TikTok-maðurinn var í dag sakfelldur í Eystri-Landsrétti í Danmörku fyrir margvísleg ofbeldisbrot gegn fjölda kvenna á tíu ára tímabili. Landsréttur staðfesti þannig fyrri dóm yfir manninum sem féll í Bæjarrétti Kaupmannahafnar í fyrra. Dómurinn felur í sér ótímabundið gæsluvarðhald (danska: forvaring), úrræði sem dómstólar beita gegn sakborningum sem þykja sérstaklega hættulegir. Erlent 10.12.2024 15:38 Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur varað þingmenn Repúblikanaflokksins við því að reyna að standa í vegi þeirra sem Donald Trump, verðandi forseti, tilnefnir í embætti. Annars muni hann beita auðæfum sínum og áhrifum gegn þeim. Erlent 10.12.2024 15:01 Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Andri Geir Gunnarsson, sem þekktastur er fyrir að halda úti ásamt Vilhjálmi Frey Hallssyni, hinu mjög svo vinsæla hlaðvarpi Steve Dagskrá, lenti ásamt bróður sínum Grétari Snæ í miklum hremmingum úti í Taílandi. Innlent 10.12.2024 14:56 Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Langoftast var strikað yfir þau Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Bjarna Benediktsson í Suðvesturkjördæmi. Þau eru þau einu sem meira en þrjú prósent kjósenda lista strikuðu yfir í kjördæminu. Innlent 10.12.2024 14:48 Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. Innlent 10.12.2024 13:46 „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Talsmaður Heidelberg segir að fyrirtækið hafi nú þegar eytt á annan milljarð króna við undirbúning á mölunarverksmiðju í Ölfusi. Niðurstaða íbúakosningar um verkefnið sé vonbrigði. Sannleikurinn hafi verið fórnarlamb í aðdraganda hennar. Bæjarstjóri Ölfuss fagnar að niðurstaðan sé trúverðug. Innlent 10.12.2024 13:16 Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum Alls hafa 36 þingmenn Evrópuþingsins og umhverfisaktívistar sent ríkisstjórn Íslands áskorun um að binda enda á hvalveiðar. Í bréfi hópsins til ríkisstjórnarinnar segir að ákvörðun starfsstjórnar í síðustu viku stríði gegn alþjóðlegum skuldbindingum og sérstaklega þeim sem hafi verið gerðar í Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Innlent 10.12.2024 13:06 Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Ísraelar hafa á undanförnum dögum, eða frá því ríkisstjórn Bashar al-Assads féll, gert hundruð loftárása í Sýrlandi. Markmið þessara árása virðist vera að draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands takist yfir höfuð að mynda hana. Erlent 10.12.2024 13:02 „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Skóla- og frístundaráð Reyjavíkurborgar hefur tekið endanlega ákvörðun um framtíð skólamála í Laugarneshverfi, sem verður áfram eitt skólahverfi og reistur verður safnskóli fyrir elstu börnin. Formaður ráðsins segir gott að niðurstaða sé komin í málið. Innlent 10.12.2024 12:32 Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Geir Elí Bjarnason hefur verið dæmdur til 27 mánaða fangelsisvistar fyrir fíkniefnabrot með því að framleiða kannabisefni. Um er að ræða tvö mál, annars vegar kannabisræktun á sveitabænum Hjallanesi, sem er miðlægur í Saltdreifaramálinu svokallaða, og hins vegar kannabisræktun á öðrum sveitabæ. Fimm aðrir hafa hlotið dóm í síðara málinu. Innlent 10.12.2024 12:31 Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hefur til rannsóknar meinta líkamsárás fyrir utan skemmtistaðin Edinborg í Edinborgarhúsinu á Ísafirði um helgina. Lögreglan biður möguleg vitni að árásinni að hafa samband við embættið. Innlent 10.12.2024 12:08 Hundarnir áttu ekki að vera saman Annar hundanna sem grunaðir eru um að hafa banað ketti í Laugardalnum gær er nú í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Deildarstjóri þar segir hundana ekki hafa átt að vera á sama heimilinu. Málið sé nú til rannsóknar. Innlent 10.12.2024 12:03 Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Þrír vinnuhópar flokkanna þriggja sem reyna með sér stjórnarmyndun taka til starfa í dag og formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda sömuleiðis áfram að ræða málin. Innlent 10.12.2024 11:45 Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um stjórnarmyndun þeirra þriggja flokka sem nú sitja í málefnahópum til þess að finna flöt á ríkisstjórnarsamstarfi. Innlent 10.12.2024 11:39 BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. Innlent 10.12.2024 11:19 Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Í dag eru um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu afhendingarskyldra aðila ríkisins, þau voru 106.000 árið 2021. Umfangið hefur minnkað um 42 prósent. Helstu niðurstöður nýrrar eftirlitskönnunarinnar Þjóðskjalasafnsins eru að skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins fari áfram batnandi. Í fyrsta skipti mælist fjórtán afhendingarskyldir aðilar á þroskastigi 4 sem væri skilgreint sem fyrirmyndar skjalavarsla og skjalastjórn. Innlent 10.12.2024 10:51 Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra. Erlent 10.12.2024 10:35 Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sex verslanir í dreifbýli fá úthlutað samtals sautján milljónum í verkefnastyrk frá hinu opinbera sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022 til 2036. Innlent 10.12.2024 10:08 Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Luis Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, er nú undir eftirliti lækna á gjörgæslu eftir að hann gekkst undir aðgerð á heila í São Paulo í gær. Forsetanum er sagt heilsast vel og aðgerðin hafa gengið vel. Erlent 10.12.2024 09:49 Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í Vík segir sveitarfélagið gera kröfu um það að varaaflsstöðin sem nú er við Vík verði þar áfram í vetur svo hægt verði að tryggja að íbúar og gestir sveitarfélagsins hafi öruggt aðgengi að rafmagni. Innlent 10.12.2024 09:38 Ákærður fyrir morð í New York Hinn tuttugu og sex ára gamli Luigi Mangione, sem var handtekinn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær hefur nú verið formlega ákærður fyrir morð í New York á dögunum. Hann er grunaður um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York. Erlent 10.12.2024 09:15 Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. Erlent 10.12.2024 08:52 Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. Erlent 10.12.2024 08:35 Landskjörstjórn kemur saman til fundar Landskjörstjórn kemur saman til fundar í dag klukkan ellefu til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn. Innlent 10.12.2024 07:54 Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch hefur verið gerður afturreka með ósk sína um að fá að breyta skilmálum fjölskyldusjóðs sem meðal annars kveða á um að elstu börnin hans fjögur fái jafnan atkvæðisrétt í viðskiptaveldi föður síns að honum látnum. Erlent 10.12.2024 07:38 Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Vindhraði á landinu er nú á niðurleið og verður hann orðinn hægur víðast hvar síðdegis. Það er léttskýjað á austanverðu landinu, en vestantil eru dálítil él á sveimi, en þeim fækkar eftir því sem líður á daginn. Veður 10.12.2024 07:13 Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. Erlent 10.12.2024 07:05 „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli í gærkvöldi eða nótt þegar tilkynnt var um öskur konu koma frá íbúð. Reyndust öskrin vera „á heldur jákvæðari nótum en óttast var í fyrstu“ segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar án þess að það sé útskýrt nánar. Innlent 10.12.2024 06:21 Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Meiri líkur eru á rauðum jólum á höfuðborgarsvæðinu í ár, miðað við það sem Sigurður Þ. Ragnarsson, þekktur sem Siggi Stormur, les út úr kortunum á þessari stundu. Veður 9.12.2024 23:47 « ‹ 311 312 313 314 315 316 317 318 319 … 334 ›
Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Fjármálaráðuneytið reiknar með því að heildarafkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, eru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari. Innlent 10.12.2024 16:31
Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Hinn 32 ára gamli Theodor Lund, áður Mikkel Bentsen, sem betur er þekktur sem TikTok-maðurinn var í dag sakfelldur í Eystri-Landsrétti í Danmörku fyrir margvísleg ofbeldisbrot gegn fjölda kvenna á tíu ára tímabili. Landsréttur staðfesti þannig fyrri dóm yfir manninum sem féll í Bæjarrétti Kaupmannahafnar í fyrra. Dómurinn felur í sér ótímabundið gæsluvarðhald (danska: forvaring), úrræði sem dómstólar beita gegn sakborningum sem þykja sérstaklega hættulegir. Erlent 10.12.2024 15:38
Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur varað þingmenn Repúblikanaflokksins við því að reyna að standa í vegi þeirra sem Donald Trump, verðandi forseti, tilnefnir í embætti. Annars muni hann beita auðæfum sínum og áhrifum gegn þeim. Erlent 10.12.2024 15:01
Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Andri Geir Gunnarsson, sem þekktastur er fyrir að halda úti ásamt Vilhjálmi Frey Hallssyni, hinu mjög svo vinsæla hlaðvarpi Steve Dagskrá, lenti ásamt bróður sínum Grétari Snæ í miklum hremmingum úti í Taílandi. Innlent 10.12.2024 14:56
Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Langoftast var strikað yfir þau Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Bjarna Benediktsson í Suðvesturkjördæmi. Þau eru þau einu sem meira en þrjú prósent kjósenda lista strikuðu yfir í kjördæminu. Innlent 10.12.2024 14:48
Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. Innlent 10.12.2024 13:46
„Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Talsmaður Heidelberg segir að fyrirtækið hafi nú þegar eytt á annan milljarð króna við undirbúning á mölunarverksmiðju í Ölfusi. Niðurstaða íbúakosningar um verkefnið sé vonbrigði. Sannleikurinn hafi verið fórnarlamb í aðdraganda hennar. Bæjarstjóri Ölfuss fagnar að niðurstaðan sé trúverðug. Innlent 10.12.2024 13:16
Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum Alls hafa 36 þingmenn Evrópuþingsins og umhverfisaktívistar sent ríkisstjórn Íslands áskorun um að binda enda á hvalveiðar. Í bréfi hópsins til ríkisstjórnarinnar segir að ákvörðun starfsstjórnar í síðustu viku stríði gegn alþjóðlegum skuldbindingum og sérstaklega þeim sem hafi verið gerðar í Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Innlent 10.12.2024 13:06
Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Ísraelar hafa á undanförnum dögum, eða frá því ríkisstjórn Bashar al-Assads féll, gert hundruð loftárása í Sýrlandi. Markmið þessara árása virðist vera að draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands takist yfir höfuð að mynda hana. Erlent 10.12.2024 13:02
„Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Skóla- og frístundaráð Reyjavíkurborgar hefur tekið endanlega ákvörðun um framtíð skólamála í Laugarneshverfi, sem verður áfram eitt skólahverfi og reistur verður safnskóli fyrir elstu börnin. Formaður ráðsins segir gott að niðurstaða sé komin í málið. Innlent 10.12.2024 12:32
Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Geir Elí Bjarnason hefur verið dæmdur til 27 mánaða fangelsisvistar fyrir fíkniefnabrot með því að framleiða kannabisefni. Um er að ræða tvö mál, annars vegar kannabisræktun á sveitabænum Hjallanesi, sem er miðlægur í Saltdreifaramálinu svokallaða, og hins vegar kannabisræktun á öðrum sveitabæ. Fimm aðrir hafa hlotið dóm í síðara málinu. Innlent 10.12.2024 12:31
Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hefur til rannsóknar meinta líkamsárás fyrir utan skemmtistaðin Edinborg í Edinborgarhúsinu á Ísafirði um helgina. Lögreglan biður möguleg vitni að árásinni að hafa samband við embættið. Innlent 10.12.2024 12:08
Hundarnir áttu ekki að vera saman Annar hundanna sem grunaðir eru um að hafa banað ketti í Laugardalnum gær er nú í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Deildarstjóri þar segir hundana ekki hafa átt að vera á sama heimilinu. Málið sé nú til rannsóknar. Innlent 10.12.2024 12:03
Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Þrír vinnuhópar flokkanna þriggja sem reyna með sér stjórnarmyndun taka til starfa í dag og formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda sömuleiðis áfram að ræða málin. Innlent 10.12.2024 11:45
Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um stjórnarmyndun þeirra þriggja flokka sem nú sitja í málefnahópum til þess að finna flöt á ríkisstjórnarsamstarfi. Innlent 10.12.2024 11:39
BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. Innlent 10.12.2024 11:19
Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Í dag eru um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu afhendingarskyldra aðila ríkisins, þau voru 106.000 árið 2021. Umfangið hefur minnkað um 42 prósent. Helstu niðurstöður nýrrar eftirlitskönnunarinnar Þjóðskjalasafnsins eru að skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins fari áfram batnandi. Í fyrsta skipti mælist fjórtán afhendingarskyldir aðilar á þroskastigi 4 sem væri skilgreint sem fyrirmyndar skjalavarsla og skjalastjórn. Innlent 10.12.2024 10:51
Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra. Erlent 10.12.2024 10:35
Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sex verslanir í dreifbýli fá úthlutað samtals sautján milljónum í verkefnastyrk frá hinu opinbera sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022 til 2036. Innlent 10.12.2024 10:08
Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Luis Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, er nú undir eftirliti lækna á gjörgæslu eftir að hann gekkst undir aðgerð á heila í São Paulo í gær. Forsetanum er sagt heilsast vel og aðgerðin hafa gengið vel. Erlent 10.12.2024 09:49
Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í Vík segir sveitarfélagið gera kröfu um það að varaaflsstöðin sem nú er við Vík verði þar áfram í vetur svo hægt verði að tryggja að íbúar og gestir sveitarfélagsins hafi öruggt aðgengi að rafmagni. Innlent 10.12.2024 09:38
Ákærður fyrir morð í New York Hinn tuttugu og sex ára gamli Luigi Mangione, sem var handtekinn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær hefur nú verið formlega ákærður fyrir morð í New York á dögunum. Hann er grunaður um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York. Erlent 10.12.2024 09:15
Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. Erlent 10.12.2024 08:52
Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. Erlent 10.12.2024 08:35
Landskjörstjórn kemur saman til fundar Landskjörstjórn kemur saman til fundar í dag klukkan ellefu til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn. Innlent 10.12.2024 07:54
Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch hefur verið gerður afturreka með ósk sína um að fá að breyta skilmálum fjölskyldusjóðs sem meðal annars kveða á um að elstu börnin hans fjögur fái jafnan atkvæðisrétt í viðskiptaveldi föður síns að honum látnum. Erlent 10.12.2024 07:38
Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Vindhraði á landinu er nú á niðurleið og verður hann orðinn hægur víðast hvar síðdegis. Það er léttskýjað á austanverðu landinu, en vestantil eru dálítil él á sveimi, en þeim fækkar eftir því sem líður á daginn. Veður 10.12.2024 07:13
Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. Erlent 10.12.2024 07:05
„Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli í gærkvöldi eða nótt þegar tilkynnt var um öskur konu koma frá íbúð. Reyndust öskrin vera „á heldur jákvæðari nótum en óttast var í fyrstu“ segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar án þess að það sé útskýrt nánar. Innlent 10.12.2024 06:21
Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Meiri líkur eru á rauðum jólum á höfuðborgarsvæðinu í ár, miðað við það sem Sigurður Þ. Ragnarsson, þekktur sem Siggi Stormur, les út úr kortunum á þessari stundu. Veður 9.12.2024 23:47