Lífið

Leikfélag fatlaðra frumsýndi Gaukshreiðrið

Leikfélag fatlaðra frumsýndi leikritið Gaukshreiðrið í gærkvöldi við mikinn fögnuð áhorfenda. Guðjón Sigvaldason leikstjóri verksins segir að uppsetningin á verkinu hafi heppnast vonum framar.

Frumsýningin fór fram í Halanum en það er aðstaða sem Sjálfsbjörg hefur útvegað leikfélaginu í Hátúni 12. Sýningar verða á verkinu út þennan mánuð og fram í marsmánuð.

Í hlutverki grallarans Murphy var Gunnar "Gönsó" Gunnarsson en því hlutverki gerði Jack Nicholson eftirminnileg skil í kvikmyndinni Gaukshreiðrið á sínum tíma. Hjúkkan Ratchett er hinsvegar leikin af Sóley B. Axelsdóttur.

Guðjón segir að leikfélagið hafi orðið 15 ára í haust og ákveðið að minnast þeirra tímamóta m.a. með uppsetningu á þessu leikriti.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×