Ákæru á hendur Magnúsi vísað frá dómi í Al-Thani máli Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. nóvember 2012 10:40 Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, t.h ásamt verjanda sínum Karli Axelssyni, t.v. Ákæru sérstaks saksóknara á hendur Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, hefur verið vísað frá dómi. Úrskurður um frávísun var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur kl. 9 í morgun og hefur þegar verið kærður til Hæstaréttar. Dóms er að vænta fljótlega yfir öðrum sakborningum. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem fréttastofan hefur undir höndum, að ákæran á hendur honum sé svo óskýr og vanreifuð að vísa beri henni frá dómi. Í sakamálalögum segir að í ákæru skuli greina „svo glöggt sem verða má" hver sú háttsemi er sem ákært er út af. Í úrskurði segir: „Ákvæði þessu er ætlað að tryggja það að dómari þurfi ekki að velkjast í vafa um hvað sakborningi sé gefið að sök og ennfremur það að sakborningur geti varist ákærunni." Þá þarf íslenska ríkið þarf að greiða Magnúsi níu milljónir króna í málskostnað, samkvæmt úrskurðinum. Magnús var meðal fjögurra fyrrverandi stjórnenda Kaupþings sem voru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu. Um er að ræða þá Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra, Sigurð Einarsson fyrrverandi stjórnarformann, Magnús og Ólaf Ólafsson, sem var annar stærsti hluthafi bankans í gegnum fjárfestingarfélög sín. Þá voru Þeir Sigurður og Hreiðar einnig ákærðir fyrir umboðssvik, Magnús fyrir hlutdeild í umboðssvikum, Ólafur fyrir hlutdeild í umboðssvikum en til vara hylmingu og peningaþvætti. Málið snýst um lánveitingar Kaupþings banka til sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar, vegna kaupa hans á hlutabréfum í Kaupþingi sem tilkynnt voru 22. september 2008. Magnús Guðmundsson er því laus allra mála í bili að því gefnu að Hæstiréttur staðfesti frávísunarúrskurð héraðsdóms í málinu. Dóms er að vænta yfir hinum þremur sakborningunum. Magnús hefur haft málið hangandi yfir sér í rúm tvö og hálft ár, en hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald hinn 6. maí 2010. Þá var hann jafnframt úrskurðaður í farbann tímabundið eftir að hann var laus úr gæsluvarðhaldi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst Magnús ekki tjá sig fyrr en Hæstiréttur hefur fjallað um málið. Þá vilja verjendur hans einnig bíða með að tjá sig. Fréttastofan verður með ítarlegri umfjöllun um málið í háegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Ákæru sérstaks saksóknara á hendur Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, hefur verið vísað frá dómi. Úrskurður um frávísun var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur kl. 9 í morgun og hefur þegar verið kærður til Hæstaréttar. Dóms er að vænta fljótlega yfir öðrum sakborningum. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem fréttastofan hefur undir höndum, að ákæran á hendur honum sé svo óskýr og vanreifuð að vísa beri henni frá dómi. Í sakamálalögum segir að í ákæru skuli greina „svo glöggt sem verða má" hver sú háttsemi er sem ákært er út af. Í úrskurði segir: „Ákvæði þessu er ætlað að tryggja það að dómari þurfi ekki að velkjast í vafa um hvað sakborningi sé gefið að sök og ennfremur það að sakborningur geti varist ákærunni." Þá þarf íslenska ríkið þarf að greiða Magnúsi níu milljónir króna í málskostnað, samkvæmt úrskurðinum. Magnús var meðal fjögurra fyrrverandi stjórnenda Kaupþings sem voru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu. Um er að ræða þá Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra, Sigurð Einarsson fyrrverandi stjórnarformann, Magnús og Ólaf Ólafsson, sem var annar stærsti hluthafi bankans í gegnum fjárfestingarfélög sín. Þá voru Þeir Sigurður og Hreiðar einnig ákærðir fyrir umboðssvik, Magnús fyrir hlutdeild í umboðssvikum, Ólafur fyrir hlutdeild í umboðssvikum en til vara hylmingu og peningaþvætti. Málið snýst um lánveitingar Kaupþings banka til sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar, vegna kaupa hans á hlutabréfum í Kaupþingi sem tilkynnt voru 22. september 2008. Magnús Guðmundsson er því laus allra mála í bili að því gefnu að Hæstiréttur staðfesti frávísunarúrskurð héraðsdóms í málinu. Dóms er að vænta yfir hinum þremur sakborningunum. Magnús hefur haft málið hangandi yfir sér í rúm tvö og hálft ár, en hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald hinn 6. maí 2010. Þá var hann jafnframt úrskurðaður í farbann tímabundið eftir að hann var laus úr gæsluvarðhaldi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst Magnús ekki tjá sig fyrr en Hæstiréttur hefur fjallað um málið. Þá vilja verjendur hans einnig bíða með að tjá sig. Fréttastofan verður með ítarlegri umfjöllun um málið í háegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira