„Krabbamein er hálfviti“ 22. febrúar 2013 15:53 Baldur er meðlimur Skálmaldar og Ljótu hálfvitanna. Tónlistarmaðurinn Baldur Ragnarsson sló í gegn í Mottumars í fyrra, og safnaði tæpum 400 þúsund krónum sem runnu til Krabbameinsfélagsins. Myndir Baldurs voru bæði ögrandi og erótískar, og uppátækið vakti kátínu flestra. Eða eins og Baldur orðar það sjálfur í opnu bréfi til allra Íslendinga: „Nálgun mín í fyrra var ljósmyndaþema þar sem ég birti með reglulegu millibili hæfilega alvörugefnar myndir eftir því sem áheitin hækkuðu." Í ár verður söfnun Baldurs með breyttu sniði, og við gefum honum orðið á ný. „Ég hef ákveðið að bjóða upp eina mynd í viku á Fésbókarsetri mínu, og hef fengið til liðs við mig ljósmyndara og listamenn sem sumir tengjast mér á einhvern hátt á meðan aðrir gera það minna. Allir eiga þessir heiðursmenn það þó sameiginlegt að hafa tekið gríðarlega vel í bón mína um að vera með." Uppboðið í heild sinni stendur yfir í fimm vikur, en fyrsta mynd verður kynnt á mánudaginn 25. febrúar og slegin hæstbjóðanda viku síðar. Þá verður önnur myndin afhjúpuð, og þannig gengur það koll af koll þar til síðasta myndin hverfur til nýs eiganda síns þann 1. apríl. Myndirnar eru allar af Baldri, og verða þær prentaðar ýmist á ál eða striga, og Baldur verður auðvitað með yfirskegg á þeim öllum. Listamennirnir gefa allir vinnu sína, en þeir eru Ingólfur Júlíusson, Lárus Sigurðarson, Hallmar Freyr Þorvaldsson, Jónatan Grétarsson, Ragnar Axelsson og Hugleikur Dagsson. Baldur segist ekki ætla að láta ágóðann af uppboðinu renna saman við áheitin í sjálfum Mottumars. Þar mun hann taka þátt líkt og í fyrra, en lætur uppboðið standa fyrir utan þá söfnun. „Og þannig er nú það. Fyrirtæki og fjársterkir aðilar koma vonandi til með að finna sig í því að styrkja málefnið með þessum hætti (og eignast þannig ómetanlegar myndir af mér) en fyrst og fremst er það ósk mín að þetta verði skemmtilegt. En við þurfum samt pening því krabbamein er hálfviti." Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Baldur Ragnarsson sló í gegn í Mottumars í fyrra, og safnaði tæpum 400 þúsund krónum sem runnu til Krabbameinsfélagsins. Myndir Baldurs voru bæði ögrandi og erótískar, og uppátækið vakti kátínu flestra. Eða eins og Baldur orðar það sjálfur í opnu bréfi til allra Íslendinga: „Nálgun mín í fyrra var ljósmyndaþema þar sem ég birti með reglulegu millibili hæfilega alvörugefnar myndir eftir því sem áheitin hækkuðu." Í ár verður söfnun Baldurs með breyttu sniði, og við gefum honum orðið á ný. „Ég hef ákveðið að bjóða upp eina mynd í viku á Fésbókarsetri mínu, og hef fengið til liðs við mig ljósmyndara og listamenn sem sumir tengjast mér á einhvern hátt á meðan aðrir gera það minna. Allir eiga þessir heiðursmenn það þó sameiginlegt að hafa tekið gríðarlega vel í bón mína um að vera með." Uppboðið í heild sinni stendur yfir í fimm vikur, en fyrsta mynd verður kynnt á mánudaginn 25. febrúar og slegin hæstbjóðanda viku síðar. Þá verður önnur myndin afhjúpuð, og þannig gengur það koll af koll þar til síðasta myndin hverfur til nýs eiganda síns þann 1. apríl. Myndirnar eru allar af Baldri, og verða þær prentaðar ýmist á ál eða striga, og Baldur verður auðvitað með yfirskegg á þeim öllum. Listamennirnir gefa allir vinnu sína, en þeir eru Ingólfur Júlíusson, Lárus Sigurðarson, Hallmar Freyr Þorvaldsson, Jónatan Grétarsson, Ragnar Axelsson og Hugleikur Dagsson. Baldur segist ekki ætla að láta ágóðann af uppboðinu renna saman við áheitin í sjálfum Mottumars. Þar mun hann taka þátt líkt og í fyrra, en lætur uppboðið standa fyrir utan þá söfnun. „Og þannig er nú það. Fyrirtæki og fjársterkir aðilar koma vonandi til með að finna sig í því að styrkja málefnið með þessum hætti (og eignast þannig ómetanlegar myndir af mér) en fyrst og fremst er það ósk mín að þetta verði skemmtilegt. En við þurfum samt pening því krabbamein er hálfviti."
Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira