Fleiri fréttir

Óli Stefán framlengir við Grindavík

Óli Stefán Flóventsson verður áfram þjálfari Grindavíkur í Pepsi deild karla, en hann framlengdi samning sinn við félagið í dag.

Geir svarar Heimi: Fór aldrei á bak við hann

Geir Þorsteinsson segist ekki hafa farið á bak við Heimi Hallgrímsson þegar hann ræddi við Lars Lagerbäck um áframhaldandi störf fyrir KSÍ, eins og fram kom í viðtali við Heimi sem birtist í DV á föstudaginn.

Wenger segir að það verði erfitt að ná City úr þessu

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, virðist vera búinn að kasta inn handklæðinu í baráttunni um titilinn eftir aðeins átta umferðir en eftir tap gegn Watford í gær segir hann að það verði erfitt að ná toppliðunum.

Dagný bandarískur meistari með Portland

Dagný Brynjarsdóttir og stöllur í Portland Thorns eru bandarískir meistarar eftir 1-0 sigur gegn North-Carolina Courage í úrslitaleik NWSL-deildarinnar í Orlando.

Napoli komið með fimm stiga forskot

Napoli nýtti sér mistök Juventus og náði fimm stiga forskoti á toppi ítölsku deildarinnar í knattspyrnu með 1-0 sigri á Roma á útivelli í kvöld.

Ari lagði upp jöfnunarmark Lokeren

Landsliðsbakvörðurinn Ari Freyr Skúlason lagði upp jöfnunarmark Lokeren í 1-1 jafntefli gegn St Trudien á heimavelli í belgísku deildinni í fótbolta í kvöld.

Umdeild vítaspyrna í sigri Watford gegn Arsenal

Skytturnar misstigu sig í lokaleik dagsins í enska boltanum í 1-2 tapi gegn Watford á Vicarage Road en fyrrum leikmaður Manchester United, Tom Cleverley, skoraði sigurmarkið á 92. mínútu leiksins eftir að Watford hafði jafnað metin úr vafasamri vítaspyrnu.

Bakvörður bæði mörk PSG í naumum sigri

Belgíski hægri bakvörðurinn Thomas Meunier var hetja PSG í 2-1 sigri gegn Dijon í frönsku úrvalsdeildinni í dag en hann skoraði sigurmark PSG á 92. mínútu eftir að hafa komið gestunum yfir um miðbik seinni hálfleiks.

Kári og félagar halda í við topplið Celtic

Aberdeen með Kára Árnason innanborðs en enn ósigrað eftir níu umferðir í skosku úrvalsdeildinni en félagið heldur í við stórveldið Celtic við topp deildarinnar.

Rúnar Alex vann Hannes

Íslensku landsliðsmarkverðirnir Rúnar Alex Rúnarsson og Hannes Halldórsson áttust við í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Ronaldo hetjan í þriðja sigri Real í röð

Mark Cristiano Ronaldo á 85. mínútu reyndist vera sigurmarkið í 2-1 sigri Real Madrid gegn Getafe á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni en þetta var þriðji sigur Madrídinga í röð.

Tottenham vann og Jói Berg lagði upp mark

Harry Kane hefur verið óstöðvandi í síðustu leikjum með Tottenham en hann fann ekki skotskóna í dag. Þrátt fyrir það fór Tottenham með sigur á Bournemouth.

City rúllaði yfir Stoke

Manchester City hefur vann sinn níunda leik í röð og endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Alfreð byrjaði í jafntefli

Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg gáfu aðeins eftir fyrir landsleikjahléið og náðu ekki að koma sér á sigurbraut í dag, þegar þeir heimsóttu Hoffenheim í þýsku Bundesligunni

De Gea tryggði United toppsætið

Manchester United hefur gengið vel á Anfield síðustu ár en liðið náði ekki að sýna sínar bestu hliðar á Anfield í dag þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Liverpool

Pochettino hefur ekki áhyggjur af Alli

Dele Alli hefur ekki staðið undir væntingum í liði Tottenham það sem af er tímabilinu, en Mauricio Pochettino hefur ekki áhyggjur af framherjanum.

Fallegt að spila á Anfield

Enski boltinn hefst á ný í dag eftir landsleikjahlé og verður byrjað á risaleik Liverpool og Man. Utd. Stjóri Utd óttast ekki háværa stuðningsmenn Liverpool.

Aguero gæti spilað á morgun

Stuðningsmenn Man. City fengu góðar fréttir í dag er Pep Guardiola, stjóri Man. City, staðfesti að Sergio Aguero gæti spilað með liðinu á morgun.

Arena hættur með bandaríska landsliðið

Bruce Arena lét í dag af starfi sem þjálfara bandaríska karlalandsliðsins þar sem honum mistókst að koma liðinu á HM í fyrsta skipti síðan 1986.

Toure býðst til þess að hjálpa Rússum

Yaya Toure, miðjumaður Man. City, hefur miklar áhyggjur af því að kynþáttaníð og mismunun í garð minnihlutahópa verði í aðalhlutverki á HM í Rússlandi næsta sumar.

Sjá næstu 50 fréttir