Enski boltinn

Wenger segir að það verði erfitt að ná City úr þessu

Wenger horfir áhyggjufullur af hliðarlínunni í gær.
Wenger horfir áhyggjufullur af hliðarlínunni í gær. Vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, virðist vera búinn að kasta inn handklæðinu í baráttunni um titilinn eftir aðeins átta umferðir en eftir tap gegn Watford í gær segir hann að það verði erfitt að ná toppliðunum.

Eftir óvænt tap gegn Watford í dag er Arsenal níu stigum á eftir toppliði Manchester City en Arsenal hefur tapað þremur af fjórum útileikjum tímabilsins.

„Það verður erfitt að ná Manchester City úr þessu en við getum ekki eytt tíma í að horfa á þá, við þurfum að skoða eigin frammistöðu. Við náum vonandi að svara fyrir þetta svekkjandi tap þar sem liðið spilaði afar vel framan af í leiknum.“

Heimamenn fengu afar ódýra vítaspyrnu í leiknum.

„Ég skal segja það, þetta var ekki vítaspyrna. Þetta var gjöf í boði dómarans, þetta er röng niðurstaða og fleira verður ekki um það sagt. Þetta gjörbreytti leiknum fyrir Watford og þeir gengu á lagið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×