Enski boltinn

Dalglish: Klopp þarf tíma eins og Ferguson fékk hjá Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dalglish labbar hér á eftir Klopp á flugvelli í Sviss.
Dalglish labbar hér á eftir Klopp á flugvelli í Sviss. vísir/getty
Liverpool-goðsögnin Kenny Dalglish hefur ekki misst trúna á þýska stjóranum Jürgen Klopp og vill að sá þýski fái þolinmæði til þess að búa til sigurlið.

Dalglish vill að Klopp fái tíma rétt eins og Sir Alex Ferguson fékk tíma hjá Man. Utd á sínum tíma. Það skilaði heldur betur miklu fyrir Manchester-liðið.

Dalglish var stjóri Liverpool er liðið vann síðast deildina árið 1990 og hann hefur fulla trú á því að Klopp geti komið Liverpool á toppinn.

„Ég held að Klopp sé fullkominn stjóri fyrir Liverpool. Þeir hafa gert nóg til þess að vinna alla sína leiki í vetur. Ef leikmenn trúa þá komast þeir á beinu brautina og hvar er betra að byrja en á morgun,“ sagði Dalglish en Liverpool spilar við Man. Utd á morgun.

„Sir Alex vann ekkert fyrstu árin en fékk tíma og þolinmæði hjá United. Félagið sér ekki eftir því í dag. Það tók tíma hjá Fergie að búa til meistaraformúluna og ég skil ekki þessa óþolinmæði sem er alls staðar í samfélaginu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×